Viðskipti innlent

Raungengi krónu lækkaði um 1,5 prósent

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í september á mælikvarða hlutfallslegs verðlags.

Í nýbirtum tölum Seðlabankans kemur fram að á þriðja ársfjórðungi þessa árs hafi vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs verðlags numið 80,1 stigi og lækkað um 0,3 prósent frá fyrri fjórðungi.

„Á sama tíma lækkaði vísitala raungengis á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar um 6,8 prósent.“

Þá kemur fram í tölum Seðlabankans að heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri hafi numið 75 milljónum evra, jafnvirði 12,1 milljarði króna, í september.

„Hlutur Seðlabankans var 12 prósent af veltu mánaðarins,“ segir á vef bankans.

Meðalgengi evru gagnvart krónu var 1,4 prósentum hærra í september en það var í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×