Fleiri fréttir

Marel fagnar 30 ára afmæli sínu

Marel hf. fagnar 30 ára afmæli sínu um þessar mundir. Marel er stærsta almenningshlutafélag landsins og það félag sem lengst hefur verið á íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Skuldatryggingaálag Íslands aftur niður í 140 punkta

Skuldatryggingaálag Íslands er aftur komið niður í 140 punkta samkvæmt upplýsingum frá CMA gagnaveitunni. Það var síðast í 140 punktum í mars s.l. en hækkaði í 150 punkta eftir það þar til nú. Hefur álagið ekki verið lægra síðan í lok ársins 2007.

Atvinnuleysið minnkar áfram, var 4,9% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl 2013 var 4,9% en að meðaltali voru 7.998 atvinnulausir í apríl og fækkaði atvinnulausum um 489 að meðaltali frá mars eða um 0,4 prósentustig.

Hagnaður OR 4.2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur var 4,2 milljarðar kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er verulegur viðsnúningur til hins betra í rekstri OR. Á sama tímabili í fyrra var rétt tæplega 4 milljarða kr. tap á rekstrinum.

FME: Brotalamir í rekstri Lífeyrissjóðs bænda

Fjármálaeftirlitið hefur gert ýmsar athugasemdir við rekstur Lífeyrissjóðs bænda. Meðal annars var gerð athugasemd við lánveitingar til tveggja sjóðfélaga með lánsveði í eignum einkahlutafélags þeirra. Einnig að sjóðurinn hafi ekki farið eftir ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

FME vonar að prófmál eyði óvissu um gengislán

Fjármálaeftirlitið (FME) bindur vonir við að prófmál og önnur mál sem rekin eru fyrir dómstólum vegna gengismála muni endanlega eyða réttaróvissu tengdri ágreiningsefnum vegna þessara lána.

Danmörk þrútin af svörtum 1.000 króna seðlum

Danskir 1.000 króna seðlar mynda nær helming þess seðlamagns sem er í umferð í landinu. Sérfræðingar segja þetta merki um glæpahagkerfi í landinu og mikla svarta atvinnustarfsemi.

Stjórn Haga leggur til 586 milljóna arðgreiðslu

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2012/13 sem nemur 0,50 krónum á hlut, eins og fram kemur í ársreikningi félagsins. Heildararðgreiðslan nemur því tæpum 586 milljónum króna.

Íbúðaverð hækkar að nýju í borginni

Íbúðaverð í borginni fer hækkandi að nýju. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 353,8 stig í apríl og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Í mars stóð vísitalan hinsvegar í stað.

ÍLS hefur ráðstafað tæplega 2.000 íbúðum í sinni eigu

Af þeim 2.416 íbúðum sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hefur 1.984 þeirra verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. Þá bíða 432 íbúðir frekari greiningar en margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu.

Samningur gegn mengun í hafi

Í ávarpi Íslands var fagnað þeim árangri sem Norðurskautsráðið hefur áorkað frá stofnun þess og ráðið hafi eflst á sviði vísinda, sem og varðandi stefnumarkandi umfjöllun um málefni norðurslóða.

Gengi hluta í Högum hækkar töluvert

Gengi hlutabréfa í Högum hefur hækkað töluvert eftir hádegið eða um tæp 3%. Bréfin hækkuðu, í töluverðum viðskiptum, í kjölfar þess að Hagar birtu ársuppgjör sitt fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í lok febrúar s.l.

Góð afkoma hjá Bolungavík í fyrra

Rekstur Bolungarvíkurkaupstaðar gekk vel á síðasta ári en rúmlega 25 milljón króna hagnaður var af rekstri sveitarfélagsins og er það 15 milljón króna betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Stefna á 205 þúsund tonna framleiðslugetu í Straumsvík

Álverið í Straumsvík mun að sinni stefna að því að auka framleiðslugetu úr 190 þúsund tonnum á ári í u.þ.b. 205 þúsund tonn, eða um 8% í stað 20% eins og upphaflega var stefnt að með fjárfestingarverkefni því sem nú stendur yfir.

Danskir stjórnendur hafa lítið álit á FIH bankanum

Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna.

Hagar hagnast um tæpa 3 milljarða

Hagnaður Haga á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í lok febrúar s.l. nam tæplega 3 milljörðum kr. eftir skatta. Til samanburðar var hagnaðurinn rúmlega 2,3 milljarðar kr. árið á undan og eykst því um rúm 26% milli ára.

Lyfja oftast með hæsta verðið á lausasölulyfjum

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði á mánudaginn verð á 45 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils. Farið var í 18 apótek en Árbæjarapótek, Lyfjaborg Borgartúni og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni.

Tölvukerfið Orri er í lagi, mælt með frekari notkun

Orri, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, mætir þörfum stjórnvalda og stjórnsýslu og virkni þess uppfyllir kröfur ríkisins í meginatriðum. Ekkert bendir til að betri útkoma hefði fengist fyrir ríkið með því að nýta aðra lausn en þá sem varð fyrir valinu fyrir tólf árum síðan.

Bakkavör snýr tapi í hagnað á fyrsta ársfjórðungi

Viðsnúningur varð á rekstri Bakkavarar á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn í ár nam 5,4 milljónum punda eða rétt rúmlega milljarði kr. Á sama tímabili í fyrra bar hinsvegar 1,5 milljóna punda tap á rekstrinum.

Heildaraflinn jókst um tæp 20% milli ára í apríl

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði, metinn á föstu verði, var 19,9% meiri en í apríl 2012. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 3,5% miðað við sama tímabil 2012, sé hann metinn á föstu verði.

Stjórn Eirar fer fram á greiðslustöðvun

Stjórn hjúkrunarheimilisinjs Eirar samþykkti í dag að leita greiðslustöðvunar. Áður hafði stjórnin samþykkt að leita nauðasamninga þegar ljóst varð að íbúðaréttarhafar samþykktu ekki allir frjálsa samninga. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, segir að það hafi verið rökrétt framhald af því að leita nauðasamninga að fara fram á greiðslustöðvun.

Skálaberg kemur til Reykjavíkur á morgun

Skálaberg RE 7, nýjasta skip útgerðarfélagsins Brims hf., kemur til Reykjavíkur á morgun, frá Kanaríeyjum þar sem skipið var í slipp. Talsmenn Brims segja að það hafi legið fullbúið í Las Palmas síðastliðna fjóra mánuði vegna óvissu í sjávarútvegsmálum þjóðarinnar.

MP banki að kaupa Íslensk verðbréf hf.

MP banki hefur gert tilboð í allt hlutafé í Íslenskum verðbréfum hf. og hefur tilskilinn meirihluti eigenda félagsins gengið að skilmálum tilboðsins.

Sjö Afríkuríki vilja taka þátt í jarðhitaverkefni ÞSSÍ

Sjö Afríkuríki - Rúanda, Eþíópía, Tansanía, Malaví, Úganda, Búrúndi og Sambía - hafa þegar óskað eftir þátttöku í jarðhitaverkefninu sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) leiðir og hófst með formlegum hætti í ársbyrjun.

Fjármagn þarf til að koma í veg fyrir náttúruspjöll

Aðalfundur Mývatnsstofu haldinn í Mývatnssveit 14. maí lýsir áhyggjum af litlum fjármunum til uppbygginga á ferðamannastöðum. Ljóst er að mikilla fjármuna er þörf og úrbætur og uppbygging víða brýn til að koma í veg fyrir óafturkræf náttúruspjöll.

Sjá næstu 50 fréttir