Viðskipti innlent

Stjórn Eirar fer fram á greiðslustöðvun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn hjúkrunarheimilisinjs Eirar samþykkti í dag að leita greiðslustöðvunar. Áður hafði stjórnin samþykkt að leita nauðasamninga þegar ljóst varð að íbúðaréttarhafar samþykktu ekki allir frjálsa samninga. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, segir að það hafi verið rökrétt framhald af því að leita nauðasamninga að fara fram á greiðslustöðvun.

Jón tekur skýrt fram að sú ákvörðun að leita nauðasamninga og greiðslustöðvunar hafi engin áhrif á þjónustu við íbúa Eirar. „Það hefur ekki orðið breyting á þjónustu við fólkið," segir Jón. Hann hafi rætt við lækna og hjúkrunarfræðinga í dag til að fullvissa sig um það að íbúum væri veitt fullnægjandi þjónusta. „Því er öllu haldið í besta formi og annig verður það áfram," segir hann.

Jón vekur athygli á því að rekstur Eirar sé enn undir opinberu eftirlit og í ákveðnum skorðum. Verið sé að skoða hvaða skuldbindingar sé verið að greiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×