Viðskipti innlent

Gengi hluta í Högum hækkar töluvert

Gengi hlutabréfa í Högum hefur hækkað töluvert eftir hádegið eða um tæp 3%. Bréfin hækkuðu, í töluverðum viðskiptum, í kjölfar þess að Hagar birtu ársuppgjör sitt fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í lok febrúar s.l.

Eins og fram kom í fréttum nam hagnaður Haga tæpum 3 milljörðum kr. og jókst um 26% frá fyrra ári. Jafnframt kom fram í uppgjörinu að reiknað er með góðri afkomu á yfirstandandi rekstrarári.

Hlutir í Högum hafa hækkað um 53% á liðnu ári, þar af um 24% frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×