Viðskipti innlent

Stjórn Haga leggur til 586 milljóna arðgreiðslu

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2012/13 sem nemur 0,50 krónum á hlut, eins og fram kemur í ársreikningi félagsins. Heildararðgreiðslan nemur því tæpum 586 milljónum króna.

Þetta kemur fram í dagskrá fyrir aðalfund Hags sem haldinn verður í dag. Þar segir að samþykki aðalfundur tillöguna skal arðsréttindadagur vera 12. júní 2013.  Útborgunardagur arðgreiðslu verður 26. júní 2013.

Þá leggur stjórn Haga til við aðalfund að stjórnarlaun verði óbreytt eða sem hér segir: Stjórnarformaður  500.000 kr. á mánuði og stjórnarmenn 250.000 kr. á mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×