Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn í tæpum 480 milljörðum

Heildargjaldeyrisforði Seðlabankans nam tæpum 480 milljörðum kr. í lok apríl og lækkaði um 25,4 milljarða kr. milli mánaða.

Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 399 milljörðum kr. í lok apríl samanborið við 445 milljarða kr.  í lok mars.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 80,7 milljarðar kr. miðað við í lok apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×