Viðskipti innlent

Skálaberg kemur til Reykjavíkur á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skálaberg, nýjasta skip Brims.
Skálaberg, nýjasta skip Brims.
Skálaberg RE 7, nýjasta skip útgerðarfélagsins Brims hf., kemur til Reykjavíkur á morgun, frá Kanaríeyjum þar sem skipið var í slipp. Talsmenn Brims segja að það hafi legið fullbúið í Las Palmas síðastliðna fjóra mánuði vegna óvissu í sjávarútvegsmálum þjóðarinnar.

Skálaberg er af nýrri gerð frystitogara þar mikið er lagt upp úr aðbúnaði áhafnar. Einnig er skipið sérstaklega styrkt og hannað fyrir veiðar við erfiðar aðstæður í Norður Atlantshafi. Meðal annars er skipið búið 4 togvindum og er með 10.000 hestafla aðalvél en skipið er 3.435 tonn af stærð, 16 metra breitt og 74,50 m. langt

Skálaberg var smíðað í Noregi ári 2003 fyrir færeyska útgerð, sem gerði það út til ársins 2009 er það var selt til Argentínu. Brim festi kaup á skipinu í fyrra og setti það í slipp í Las Palmas þar sem það var tekið í gegn og málað í litum félagsins. Eins og á öðrum skipum Brims hf. eru tvær áhafnir þannig að það eru tveir skipverjar um hvert pláss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×