Viðskipti innlent

Bakkavör snýr tapi í hagnað á fyrsta ársfjórðungi

Viðsnúningur varð á rekstri Bakkavarar á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn í ár nam 5,4 milljónum punda eða rétt rúmlega milljarði kr. Á sama tímabili í fyrra bar hinsvegar 1,5 milljóna punda tap á rekstrinum.

Í uppgjörinu má sjá að salan hjá Bakkavör jókst um 1,2% milli ára og nam tæplega 393 milljónum punda eða yfir 73 milljörðum kr. Af þessari sölu voru 50 milljónir punda utan Bretlandseyja.

Í uppgjörinu kemur fram að útlitið sé bjart hjá fyrirtækinu það sem eftir lifir ársins og reiknað er með að veltan haldi áfram að aukast. Sjá nánar hér.

Eins og oft hefur komið fram eru bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssyni stærstu eigendur Bakkavarar með um 40% hlut. Aðrir eigendur eru Arion banki og ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×