Viðskipti innlent

Eyrir Invest selur hluti í Marel fyrir tæpa 4 milljarða

Árni Oddur stjórnarformaður Eyris Invest.
Árni Oddur stjórnarformaður Eyris Invest.
Eyrir Invest hf, hefur selt 28 milljón hluti í Marel fyrir tæpa 4 milljarða króna eða 142 kr. á hlut. Þetta kemur fram í flöggun í Kauphöllinni.

Ástæðan fyrir því að viðskiptunum er flaggað er að Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyris Invest er stjórnarformaður Marel og Margrét Jónsdóttir fjármálastjóri Eyris situr í stjórn Marel.

Eyrir Invest er eftir sem áður langstærsti hluthafinn í Marel. Við fyrrgreind viðskipti fór hlutur Eyris niður fyrir 30% og stendur í rúmum 29%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×