Viðskipti innlent

MP banki að kaupa Íslensk verðbréf hf.

MP banki hefur gert tilboð í allt hlutafé í Íslenskum verðbréfum hf. og hefur tilskilinn meirihluti eigenda félagsins gengið að skilmálum tilboðsins.

Í tilkynningu segir að boðað hefur verið til blaðamannafundar á Akureyri, í dag kl.15:00, þar sem skýrt verður nánar frá kaupunum.

Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Félagið var stofnað árið 1987 og starfsmenn félagsins eru 20 talsins. Viðskiptavinir Íslenskra verðbréfa eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, tryggingarfélög, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×