Fleiri fréttir Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Grikklands Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands úr CCC og í B- með stöðugum horfum. 15.5.2013 09:30 Stýrivextir verða óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í takt við spár sérfræðinga sem allir gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum. 15.5.2013 09:01 Mikil aukning á sölu farsíma milli ára Helsta breyting í smásöluverslun í apríl var aukning í sölu á farsímum og tölvum, líkt og verið hefur síðustu mánuði. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var velta í sölu farsíma 38% meiri en á sama tímabili í fyrra að raunvirði og sala á tölvum og jaðarbúnaði jókst á þessum tíma um 29%. Það sem af er þessu ári hefur minni vöxtur verið í sölu á öðrum raftækjum eins og sjónvörpum og hljómflutningstækjum. 15.5.2013 08:16 OECD: Bilið milli ríkra og fátækra einna minnst á Íslandi Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. 15.5.2013 08:09 Rækjuveiðar leyfðar í sunnanverðum Breiðafirði Rækjuveiðar verða heimilaðar í sunnanverðum Breiðafirði frá og með miðnætti í nótt og fram til 1. júlí. 15.5.2013 07:48 Húsleitir hjá þremur af stærstu olíufélögum Evrópu Húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum þriggja af stærstu olíufélögum Evrópu í gærdag. Þessi olíufélög og fleiri eru grunuð um að hafa stjórnað heimsmarkaðsverði á olíu með víðtæku samráði undanfarin 10 ár. 15.5.2013 07:26 Ísland nánast orðið seðlalaust samfélag Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir yfir 70% af daglegum útgjöldum íslenskra heimila greidd með greiðslukortum á móti 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Hann telur umbóta þörf á samkeppnisumhverfi á Íslandi. 15.5.2013 07:00 Bréf í TM lækkuðu um 2% Verð hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni lækkaði um 1,93% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag á nokkuð líflegum viðskiptadegi. Sölugengi með hlut í TM var 25,50 en veltan nam 747 milljónum króna. Verð bréfa í VÍS hækkaði hins vegar um 0,10 prósent og var sölugengið 9,98 við lok markaða. Velta með bréf fyrirtækisins nam 839 milljónum króna í dag. 14.5.2013 16:30 Landsbankinn fagnar viðbrögðum FME við hlutafjárútboði í TM og VÍS Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að hefja athugun á því hvort fjárfestar í hlutafjárútboði í TM og VÍS hafi viðhaft markaðsmisnotkun enda hafi einhverjir þeirra ef til vill gert "hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við". Landsbankinn fagnar viðbrögðum FME. 14.5.2013 15:55 Gjaldtaka í Mývatnssveit 2014 „Við þetta verður ekki unað lengur. Ástandið hefur lengi verið hræðilegt og er því miður komið á hættustig.“ 14.5.2013 15:00 Súrt epli sem Alcoa Fjarðaál verður að bíta í Vatnshæð Hálslóns hefur aldrei verið lægri en nú. Útlit fyrir að Kárahnjúkavirkjun framleiði ekki næga orku á næstunni til að þjónusta Fjarðaál. 14.5.2013 14:30 Telur Hagstofuna ofmeta hækkun á fasteignaverði Hagfræðideild Landsbankans telur að sú hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni sem Hagstofan mældi í apríl hafi verið ofmetin. Þessi mæling setti óvænt allar verðbólguspár í apríl úr skorðum. 14.5.2013 13:53 Síminn styrkir Startup Iceland Von er á frumkvöðlinum Shiru Lazar, sem er meðal þekktustu þáttastjórnenda netþátta og spyrill stjarnanna á Youtube, á ráðstefnuna Startup Iceland. Lazar er talin til áhrifamestu kvenna í tæknigeiranum. 14.5.2013 13:41 Sir Richard keypti íslenska hesta fyrir um 100 milljónir Breski auðmaðurinn Sir Richard Georg hefur keypt íslenska hesta fyrir í kringum 100 milljónir kr. Þeir eru staðsettir á bænum Lækjarmóti II í Víðidal í Húnaþingi. Eins og kunnugt er af fréttum hefur Sir Richard ákveðið að leggja til um hálfan milljarð kr. í uppbygginu á hesthúsi og reiðhöll við bæinn. 14.5.2013 13:21 Páll Harðarson segir menn ánægða með könnun FME Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við Fréttastofu segir að þeir sem starfi á hlutabréfamarkaðinum séu almennt ánægðir með að Fjármálaeftirlitið (FME) kanni útboð þau sem farið hafa fram undanfarið í félögum á borð við Tryggingamiðstöðina (TM) og VÍS. 14.5.2013 12:22 Deloitte og Symantec undirrita samstarfssamning Deloitte ehf. og Symantec hafa skrifað undir samstarfssamning þar sem Deloitte verður umboðsaðili fyrir Symantec Data Loss Prevention á Íslandi. Með tilkomu samstarfsins getur Deloitte boðið viðskiptavinum sínum upp á áhættugreiningu varðandi gagnaleka með notkun hugbúnaðarins ásamt því að selja hugbúnaðinn á Íslandi. 14.5.2013 12:04 Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14.5.2013 12:00 FME kannar mögulega markaðsmisnotkun í útboðum TM og VÍS Fjármálaeftirlitið (FME) segir að sú hegðun fjárfesta að leggja fram hærri tilboð í útboðum en þeir geta staðið við geti talist vera markaðsmisnotkun í skilningi laganna. 14.5.2013 11:36 Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14.5.2013 11:15 Gengi hlutabréfa TM hrapar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) hefur hrapað um rúm 4% í Kauphöllinni í morgun. Er gengið komið undir 25 kr. á hlut, þegar þetta er skrifað, og hefur ekki verið lægra síðan félagið var skráð á markað. 14.5.2013 10:41 Láta kanna umhverfisáhrifin Landsvirkjun ætlar að láta gera úttekt á mati á umhverfisáhrifum nýrrar Bjarnarflagsvirkjunar. Þetta kom meðal annars fram á opnum kynningar- og samráðsfundi sem Landsvirkjun boðaði íbúa Skútustaðahrepps í Reykjahlíðarskóla á í gær. Yfir 90 manns sóttu fundinn. Hörður Arnarson, forstjóri og fleiri fulltrúar 14.5.2013 10:18 Leigusamningum fjölgaði um 29% milli ára í apríl Alls var 648 leigusamningum þinglýst á landinu öllu í apríl s.l. Þetta er rúmlega 29% aukning frá sama mánuði í fyrra. 14.5.2013 10:01 Actavis er komið inn á Fortune 500 listann Actavis, Inc. hefur í fyrsta sinn komist á svo kallaðan Fortune 500 lista, sem gefinn er út af tímaritinu Fortune í Bandaríkjunum. Á listanum eru 500 stærstu bandarísku fyrirtækin, þegar miðað er við tekjur. 14.5.2013 09:28 Aftur risatap hjá japanska tæknirisanum Sharp Risatap varð á rekstri japanska tæknirisans Sharp á síðasta uppgjörsári fyrirtækisins sem lauk í mars s.l. Tapið nam 545 milljörðum jena eða um 650 milljarða króna. Árið áður nam tap Sharp 376 milljörðum jena. 14.5.2013 09:23 Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14.5.2013 09:08 Hagur Pandóru, og Seðlabanka Íslands, vænkast verulega Danski skartgripaframleiðandinn Pandóra hefur lagt fram rjómauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Hagnaður eftir skatta nam 438 milljónum danskra kr. eða um 9,2 milljörðum kr. Þetta er 100 milljónum danskra kr. meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. 14.5.2013 08:22 Gengi krónunnar hefur fallið um hátt í 4% í maí Gengi krónunnar hefur fallið töluvert á síðustu átta dögum eða um hátt í fjögur prósent. 14.5.2013 07:53 Negotium afsalar sér starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki Negotium hf. hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem verðbréfafyrirtæki með ótvíræðum og óafturkræfum hætti á grundvelli þess að engin eftirlitskyld starfsemi hafi verið stunduð á þeim tíma sem félagið hafði starfsleyfi. 14.5.2013 07:44 Áfram veruleg aukning í kortaveltu erlendra ferðamanna Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í apríl s.l. var 5,3 milljarðar kr. sem er aukning um 18,4% miðað við sama tímabili í fyrra. 14.5.2013 07:36 Róleg vika á fasteignamarkaðinum Rólegt var á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Alls var þinglýst 80 kaupsamningum um fasteignir en þessi fjöldi hefur verið rúmlega 100 samningar að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. 14.5.2013 07:28 Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi og Færeyjum ræddar á ESB fundi í dag Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. 14.5.2013 07:22 Sömdu um eignarhald og rekstur á ljósleiðara Míla og utanríkisráðuneytið hafa undirritað samning um eignarhald og rekstur á ljósleiðara sem liggur umhverfis landið, en ljósleiðarinn var lagður á vegum Atlantshafsbandalagsins. 13.5.2013 15:13 Halldór Ragnarsson rekinn sem forstjóri Pihl & Sön Halldóri P. Ragnarssyni forstjóra danska bygginga- og verktakarisans Pihl & Sön, móðurfélags Ístaks, hefur verið vikið frá störfum. Hann hafði aðeins gengt stöðunni í eitt ár. Ákvörðun þessi var gerð opinber í dag í kjölfar birtingar á blóðrauðu uppgjöri verktakans fyrir síðasta ár. 13.5.2013 14:39 Reiknar með gjaldeyriskaupum Seðlabankans á næstunni Greining Arion banka reiknar með því að á næstunni, eða fyrr eða síðar, taki Seðlabanki Íslands aftur til við að kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði til að styrkja óskuldsettann gjaldeyrisforða sinn. Raunar furðar greiningin sig á því að Seðlabankinn sé ekki þegar farinn að kaupa gjaldeyri á ný. 13.5.2013 14:24 Nýr framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans Eric Figueras hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans. Eric hefur yfirgripsmikla reynslu af fjarskiptamarkaði og hefur starfað við fjarskipti og upplýsingatækni undanfarin 20 ár, í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Hann starfaði hjá Símanum á árunum 1998-2004. 13.5.2013 14:14 Fjárfestar spá nýrri evrukreppu í sumar Meirihluti evrópskra fjárfesta telur að ný evrukreppa muni skella á í sumar. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunnar á vegum matsfyrirtækisins Fitch Ratings. 13.5.2013 13:55 Greiðsla á risavöxnum ríkisbréfaflokk veikir gengi krónunnar Ríkissjóður þarf að greiða upp rúmlega 74 milljarða kr. á föstudag en þá er risavaxinn flokkur ríkisskuldabréfa á gjalddaga. Um er að ræða flokkinn RIKB13. Veikingu krónunnar að undanförnu má sennilega rekja til þessa uppgjörs. 13.5.2013 12:57 Ögmundur segir aðkomu bresks auðmanns af hinu góða Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að aðkoma breska auðmannsins Sir Richard George að byggingu risahesthúss í Víðidal í Húnaþingi sé af hinu góða. Þarna sé um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi að ræða. 13.5.2013 12:29 Hrávörur: Fiskimjöl besta fjárfestingin á eftir olíu Á síðustu árum eða frá því að fjármálakreppan hófst í heiminum árið 2008 hefur fiskimjöl verið ein besta fjárfestingin næst á eftir olíu. 13.5.2013 11:42 Vilja kæra brot stjórnenda Valitors til lögreglu Kortaþjónustan hefur sent áskorun til Samkeppniseftirlitsins um að kæra samkeppnislagabrot stjórnenda Valitors til lögreglu. 13.5.2013 11:13 Fjármálaráðherra endurhannar óskiljanlega undirskrift sína Jack Lew fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur neyðst til þess að endurhanna undirskrift sína. Áður var hún óskiljanlegt krúsidúllupár sem samanstóð af nokkrum hringjum en nú er undirskriftin orðin það skiljanleg að lesa má nafn ráðherrans. 13.5.2013 10:02 Hagnaður Century tæpur milljarður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, nam tæpum 8,3 milljónum dollara eða tæpum milljarði kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. 13.5.2013 09:40 Breskur auðmaður að baki byggingu risahesthúss í Húnaþingi Breski auðkýfingurinn sir Richard George lánar fjármagn til byggingar um 2.500 fermetra reiðhallar og hesthúss í landi Lækjamóts í Víðidal í Húnaþingi vestra. 13.5.2013 09:19 Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku lýst gjaldþrota Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku hefur verið lýst gjaldþrota vegna húsaleiguskuldar hjá hóteli þeirra sem stendur við Österport járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. Húsaleigan hefur ekki verið greidd í fjóra mánuði og eiganda húsnæðisins, Hotel Österport, er nóg boðið og hefur krafist gjaldþrots keðjunnar. 13.5.2013 09:06 Vogunarsjóður veðjar á gríska banka, á kröfur á Íslandi Nokkrir af stærstu vogunarsjóðum heimsins hafa lagt miklar upphæðir í endurreisn gríska bankakerfisins. Þar á meðal er York Capital Management sem á töluverðar kröfur hér á landi, meðal annars í þrotabúi Glitnis en kröfur York Capital í Glitni nema um 100 milljörðum kr. , sjá hér. 13.5.2013 08:24 Sjá næstu 50 fréttir
Fitch hækkar lánshæfiseinkunn Grikklands Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Grikklands úr CCC og í B- með stöðugum horfum. 15.5.2013 09:30
Stýrivextir verða óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í takt við spár sérfræðinga sem allir gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum. 15.5.2013 09:01
Mikil aukning á sölu farsíma milli ára Helsta breyting í smásöluverslun í apríl var aukning í sölu á farsímum og tölvum, líkt og verið hefur síðustu mánuði. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var velta í sölu farsíma 38% meiri en á sama tímabili í fyrra að raunvirði og sala á tölvum og jaðarbúnaði jókst á þessum tíma um 29%. Það sem af er þessu ári hefur minni vöxtur verið í sölu á öðrum raftækjum eins og sjónvörpum og hljómflutningstækjum. 15.5.2013 08:16
OECD: Bilið milli ríkra og fátækra einna minnst á Íslandi Í nýrri úttekt frá OECD um bilið milli ríkra og fátækra meðal aðildarþjóða sinna kemur fram að Ísland er í hópi þeirra þjóða þar sem þetta bil er einna minnst. Aðrar þjóðir í þeim hópi eru Noregur, Danmörk og Slóveníu. Bilið milli ríkra og fátækra er aftur á móti mest í Bandaríkjunum, Mexíkó, Tyrklandi og Chile. 15.5.2013 08:09
Rækjuveiðar leyfðar í sunnanverðum Breiðafirði Rækjuveiðar verða heimilaðar í sunnanverðum Breiðafirði frá og með miðnætti í nótt og fram til 1. júlí. 15.5.2013 07:48
Húsleitir hjá þremur af stærstu olíufélögum Evrópu Húsleitir voru gerðar í höfuðstöðvum þriggja af stærstu olíufélögum Evrópu í gærdag. Þessi olíufélög og fleiri eru grunuð um að hafa stjórnað heimsmarkaðsverði á olíu með víðtæku samráði undanfarin 10 ár. 15.5.2013 07:26
Ísland nánast orðið seðlalaust samfélag Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir yfir 70% af daglegum útgjöldum íslenskra heimila greidd með greiðslukortum á móti 25% að meðaltali annars staðar í Evrópu. Hann telur umbóta þörf á samkeppnisumhverfi á Íslandi. 15.5.2013 07:00
Bréf í TM lækkuðu um 2% Verð hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni lækkaði um 1,93% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag á nokkuð líflegum viðskiptadegi. Sölugengi með hlut í TM var 25,50 en veltan nam 747 milljónum króna. Verð bréfa í VÍS hækkaði hins vegar um 0,10 prósent og var sölugengið 9,98 við lok markaða. Velta með bréf fyrirtækisins nam 839 milljónum króna í dag. 14.5.2013 16:30
Landsbankinn fagnar viðbrögðum FME við hlutafjárútboði í TM og VÍS Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að hefja athugun á því hvort fjárfestar í hlutafjárútboði í TM og VÍS hafi viðhaft markaðsmisnotkun enda hafi einhverjir þeirra ef til vill gert "hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við". Landsbankinn fagnar viðbrögðum FME. 14.5.2013 15:55
Gjaldtaka í Mývatnssveit 2014 „Við þetta verður ekki unað lengur. Ástandið hefur lengi verið hræðilegt og er því miður komið á hættustig.“ 14.5.2013 15:00
Súrt epli sem Alcoa Fjarðaál verður að bíta í Vatnshæð Hálslóns hefur aldrei verið lægri en nú. Útlit fyrir að Kárahnjúkavirkjun framleiði ekki næga orku á næstunni til að þjónusta Fjarðaál. 14.5.2013 14:30
Telur Hagstofuna ofmeta hækkun á fasteignaverði Hagfræðideild Landsbankans telur að sú hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni sem Hagstofan mældi í apríl hafi verið ofmetin. Þessi mæling setti óvænt allar verðbólguspár í apríl úr skorðum. 14.5.2013 13:53
Síminn styrkir Startup Iceland Von er á frumkvöðlinum Shiru Lazar, sem er meðal þekktustu þáttastjórnenda netþátta og spyrill stjarnanna á Youtube, á ráðstefnuna Startup Iceland. Lazar er talin til áhrifamestu kvenna í tæknigeiranum. 14.5.2013 13:41
Sir Richard keypti íslenska hesta fyrir um 100 milljónir Breski auðmaðurinn Sir Richard Georg hefur keypt íslenska hesta fyrir í kringum 100 milljónir kr. Þeir eru staðsettir á bænum Lækjarmóti II í Víðidal í Húnaþingi. Eins og kunnugt er af fréttum hefur Sir Richard ákveðið að leggja til um hálfan milljarð kr. í uppbygginu á hesthúsi og reiðhöll við bæinn. 14.5.2013 13:21
Páll Harðarson segir menn ánægða með könnun FME Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við Fréttastofu segir að þeir sem starfi á hlutabréfamarkaðinum séu almennt ánægðir með að Fjármálaeftirlitið (FME) kanni útboð þau sem farið hafa fram undanfarið í félögum á borð við Tryggingamiðstöðina (TM) og VÍS. 14.5.2013 12:22
Deloitte og Symantec undirrita samstarfssamning Deloitte ehf. og Symantec hafa skrifað undir samstarfssamning þar sem Deloitte verður umboðsaðili fyrir Symantec Data Loss Prevention á Íslandi. Með tilkomu samstarfsins getur Deloitte boðið viðskiptavinum sínum upp á áhættugreiningu varðandi gagnaleka með notkun hugbúnaðarins ásamt því að selja hugbúnaðinn á Íslandi. 14.5.2013 12:04
Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14.5.2013 12:00
FME kannar mögulega markaðsmisnotkun í útboðum TM og VÍS Fjármálaeftirlitið (FME) segir að sú hegðun fjárfesta að leggja fram hærri tilboð í útboðum en þeir geta staðið við geti talist vera markaðsmisnotkun í skilningi laganna. 14.5.2013 11:36
Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum Landspítalinn hyggur á rannsókn á áhrifum dúkku sem líkir eftir nærveru móður á líðan og þroska fyrirbura. Framleiðsla og almenn sala á dúkkunum hefst í sumar. 14.5.2013 11:15
Gengi hlutabréfa TM hrapar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) hefur hrapað um rúm 4% í Kauphöllinni í morgun. Er gengið komið undir 25 kr. á hlut, þegar þetta er skrifað, og hefur ekki verið lægra síðan félagið var skráð á markað. 14.5.2013 10:41
Láta kanna umhverfisáhrifin Landsvirkjun ætlar að láta gera úttekt á mati á umhverfisáhrifum nýrrar Bjarnarflagsvirkjunar. Þetta kom meðal annars fram á opnum kynningar- og samráðsfundi sem Landsvirkjun boðaði íbúa Skútustaðahrepps í Reykjahlíðarskóla á í gær. Yfir 90 manns sóttu fundinn. Hörður Arnarson, forstjóri og fleiri fulltrúar 14.5.2013 10:18
Leigusamningum fjölgaði um 29% milli ára í apríl Alls var 648 leigusamningum þinglýst á landinu öllu í apríl s.l. Þetta er rúmlega 29% aukning frá sama mánuði í fyrra. 14.5.2013 10:01
Actavis er komið inn á Fortune 500 listann Actavis, Inc. hefur í fyrsta sinn komist á svo kallaðan Fortune 500 lista, sem gefinn er út af tímaritinu Fortune í Bandaríkjunum. Á listanum eru 500 stærstu bandarísku fyrirtækin, þegar miðað er við tekjur. 14.5.2013 09:28
Aftur risatap hjá japanska tæknirisanum Sharp Risatap varð á rekstri japanska tæknirisans Sharp á síðasta uppgjörsári fyrirtækisins sem lauk í mars s.l. Tapið nam 545 milljörðum jena eða um 650 milljarða króna. Árið áður nam tap Sharp 376 milljörðum jena. 14.5.2013 09:23
Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14.5.2013 09:08
Hagur Pandóru, og Seðlabanka Íslands, vænkast verulega Danski skartgripaframleiðandinn Pandóra hefur lagt fram rjómauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins. Hagnaður eftir skatta nam 438 milljónum danskra kr. eða um 9,2 milljörðum kr. Þetta er 100 milljónum danskra kr. meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. 14.5.2013 08:22
Gengi krónunnar hefur fallið um hátt í 4% í maí Gengi krónunnar hefur fallið töluvert á síðustu átta dögum eða um hátt í fjögur prósent. 14.5.2013 07:53
Negotium afsalar sér starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki Negotium hf. hefur afsalað sér starfsleyfi sínu sem verðbréfafyrirtæki með ótvíræðum og óafturkræfum hætti á grundvelli þess að engin eftirlitskyld starfsemi hafi verið stunduð á þeim tíma sem félagið hafði starfsleyfi. 14.5.2013 07:44
Áfram veruleg aukning í kortaveltu erlendra ferðamanna Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í apríl s.l. var 5,3 milljarðar kr. sem er aukning um 18,4% miðað við sama tímabili í fyrra. 14.5.2013 07:36
Róleg vika á fasteignamarkaðinum Rólegt var á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Alls var þinglýst 80 kaupsamningum um fasteignir en þessi fjöldi hefur verið rúmlega 100 samningar að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. 14.5.2013 07:28
Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslandi og Færeyjum ræddar á ESB fundi í dag Viðskiptaþvinganir gagnvart Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þjóðanna verða ræddar á fundi í fiskveiðaráði Evrópusambandsins í dag. 14.5.2013 07:22
Sömdu um eignarhald og rekstur á ljósleiðara Míla og utanríkisráðuneytið hafa undirritað samning um eignarhald og rekstur á ljósleiðara sem liggur umhverfis landið, en ljósleiðarinn var lagður á vegum Atlantshafsbandalagsins. 13.5.2013 15:13
Halldór Ragnarsson rekinn sem forstjóri Pihl & Sön Halldóri P. Ragnarssyni forstjóra danska bygginga- og verktakarisans Pihl & Sön, móðurfélags Ístaks, hefur verið vikið frá störfum. Hann hafði aðeins gengt stöðunni í eitt ár. Ákvörðun þessi var gerð opinber í dag í kjölfar birtingar á blóðrauðu uppgjöri verktakans fyrir síðasta ár. 13.5.2013 14:39
Reiknar með gjaldeyriskaupum Seðlabankans á næstunni Greining Arion banka reiknar með því að á næstunni, eða fyrr eða síðar, taki Seðlabanki Íslands aftur til við að kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði til að styrkja óskuldsettann gjaldeyrisforða sinn. Raunar furðar greiningin sig á því að Seðlabankinn sé ekki þegar farinn að kaupa gjaldeyri á ný. 13.5.2013 14:24
Nýr framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans Eric Figueras hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans. Eric hefur yfirgripsmikla reynslu af fjarskiptamarkaði og hefur starfað við fjarskipti og upplýsingatækni undanfarin 20 ár, í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Hann starfaði hjá Símanum á árunum 1998-2004. 13.5.2013 14:14
Fjárfestar spá nýrri evrukreppu í sumar Meirihluti evrópskra fjárfesta telur að ný evrukreppa muni skella á í sumar. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunnar á vegum matsfyrirtækisins Fitch Ratings. 13.5.2013 13:55
Greiðsla á risavöxnum ríkisbréfaflokk veikir gengi krónunnar Ríkissjóður þarf að greiða upp rúmlega 74 milljarða kr. á föstudag en þá er risavaxinn flokkur ríkisskuldabréfa á gjalddaga. Um er að ræða flokkinn RIKB13. Veikingu krónunnar að undanförnu má sennilega rekja til þessa uppgjörs. 13.5.2013 12:57
Ögmundur segir aðkomu bresks auðmanns af hinu góða Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að aðkoma breska auðmannsins Sir Richard George að byggingu risahesthúss í Víðidal í Húnaþingi sé af hinu góða. Þarna sé um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi að ræða. 13.5.2013 12:29
Hrávörur: Fiskimjöl besta fjárfestingin á eftir olíu Á síðustu árum eða frá því að fjármálakreppan hófst í heiminum árið 2008 hefur fiskimjöl verið ein besta fjárfestingin næst á eftir olíu. 13.5.2013 11:42
Vilja kæra brot stjórnenda Valitors til lögreglu Kortaþjónustan hefur sent áskorun til Samkeppniseftirlitsins um að kæra samkeppnislagabrot stjórnenda Valitors til lögreglu. 13.5.2013 11:13
Fjármálaráðherra endurhannar óskiljanlega undirskrift sína Jack Lew fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur neyðst til þess að endurhanna undirskrift sína. Áður var hún óskiljanlegt krúsidúllupár sem samanstóð af nokkrum hringjum en nú er undirskriftin orðin það skiljanleg að lesa má nafn ráðherrans. 13.5.2013 10:02
Hagnaður Century tæpur milljarður á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, nam tæpum 8,3 milljónum dollara eða tæpum milljarði kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. 13.5.2013 09:40
Breskur auðmaður að baki byggingu risahesthúss í Húnaþingi Breski auðkýfingurinn sir Richard George lánar fjármagn til byggingar um 2.500 fermetra reiðhallar og hesthúss í landi Lækjamóts í Víðidal í Húnaþingi vestra. 13.5.2013 09:19
Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku lýst gjaldþrota Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku hefur verið lýst gjaldþrota vegna húsaleiguskuldar hjá hóteli þeirra sem stendur við Österport járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. Húsaleigan hefur ekki verið greidd í fjóra mánuði og eiganda húsnæðisins, Hotel Österport, er nóg boðið og hefur krafist gjaldþrots keðjunnar. 13.5.2013 09:06
Vogunarsjóður veðjar á gríska banka, á kröfur á Íslandi Nokkrir af stærstu vogunarsjóðum heimsins hafa lagt miklar upphæðir í endurreisn gríska bankakerfisins. Þar á meðal er York Capital Management sem á töluverðar kröfur hér á landi, meðal annars í þrotabúi Glitnis en kröfur York Capital í Glitni nema um 100 milljörðum kr. , sjá hér. 13.5.2013 08:24