Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands aftur niður í 140 punkta

Skuldatryggingaálag Íslands er aftur komið niður í 140 punkta samkvæmt upplýsingum frá CMA gagnaveitunni. Það var síðast í 140 punktum í mars s.l. en hækkaði í 150 punkta eftir það þar til nú. Hefur álagið ekki verið lægra síðan í lok ársins 2007.

Þetta álag Íslands er á svipuðu róli og skuldatryggingaálagið á Rússland og Suður Afríku svo dæmi séu tekin. Það er hinsvegar töluvert hærra en hjá hinum Norðurlöndunum þar sem álagið er vel undir 50 punktum og raunar aðeins í kringum 20 punktar hjá Noregi og Svíþjóð.

Skuldatryggingaálag Íslands hefur stöðugt lækkað frá því í fyrra sumar. Það fór hæst í fyrra í 312 punkta í júní og hefur því lækkað um 172 punkta síðan þá.

Skuldatryggingaálag upp á 140 punkta þýðir að það þarf að greiða 1,4% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×