Viðskipti innlent

Hagnaður Eyris Invest 3,4 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyris Invest.
Rekstur Eyris Invest fer vel af stað á árinu 2013.  Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2013 er hagnaður af starfssemi félagsins 21 milljón evra, eða 3,4 milljarða kr. eftir skatta. 

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar um að Eyrir Invest gerir tilboð í skuldabréfaflokkinn EYRI 11 1 samkvæmt skilmálum skuldabréfanna og er stefnt að afskráningu flokksins í framhaldi af uppkaupum. Uppkaup fara fram á pari.  

Stjórn Eyris Invest hefur ákveðið að styrkja enn frekar fjárhagsstöðu félagsins og auka sveigjanleika í rekstri.  Eyrir Invest seldi í dag 3,8% eignarhlut í Marel og verður söluandvirðið notað til að greiða allar skuldbindingar sem eru á gjalddaga á næstu tveimur árum.  Eftir þessa aðgerð er félagið með sterkt eiginfjárhlutfall og allar skuldbindingar fjármagnaðar til lengri tíma.

Eyrir Invest er áfram afgerandi kjölfestufjárfestir í Marel með 29,3% eignarhlut, rétt undir viðmiðunarmörkum varðandi yfirtökuskyldu á skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×