Viðskipti innlent

Góð afkoma hjá Bolungavík í fyrra

Rekstur Bolungarvíkurkaupstaðar gekk vel á síðasta ári en rúmlega 25 milljón króna hagnaður var af rekstri sveitarfélagsins og er það 15 milljón króna betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Í tilkynningu segir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins styrktist mikið árið 2012 en heildarskuldir þess lækkuðu um 93 milljónir kr. á árinu og sem gerir það að verkum að skuldahlutfall Bolungarvíkurkaupstaðar er komið í 140% en samkvæmt sveitarstjórnarlögum á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.

Afkoma A-hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 62 milljónir króna áður en tekið er tillit til 66 milljóna framlags til B-hluta fyrirtækja en aðalsjóður þarf að greiða niður tap af rekstri félagslegra íbúða, félagsheimilis og vatnsveitu. Af öðrum B-hluta fyrirtækjum gekk rekstur Bolungarvíkurhafnar hvað best en 25,3 milljón króna hagnaður var af rekstri hafnarinnar og er þetta sjötta árið í röð sem Bolungarvíkurhöfn skilar jákvæðri afkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×