Fleiri fréttir

Barðist í bökkum áður en hún vann í lottói

Fullorðin kona sem barðist í bökkum er nú komin á beinu brautina eftir að hún og synir hennar unnu 59 milljónir króna í lottóinu á laugardaginn. Mæðginin ákváðu að kaupa þennan miða saman eftir að annan soninn hafði dreymt látinn föður sinn. Réðu þau þannig í drauminn að þau ættu að kaupa sér lottómiða. Vinningurinn kemur sér einstaklega vel og þá sérstaklega fyrir móðurina sem hefur barist í bökkum síðustu ár. Miðann var keyptur í Olís í Hamraborg í Kópavogi og var þetta sjálfvalsmiði.

Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins

"Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar.

Svanhvít kjörin formaður Almannatengslafélagsins

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Almannatengslafélags Íslands í dag, þriðjudaginn 23. apríl og var Svanhvít Friðriksdóttir kjörinn formaður félagsins. Svanhvít starfar sem upplýsingarfulltrúi WOW air og er með meistaragráðu í almannatengslum frá University of Westminster í Bretlandi. Eva Dögg Þorgeirsdóttir almannatengill og mastersnemi í HÍ var kjörin varaformaður. Meðstjórnendur eru Lovísa Lilliendahl almannatengill, G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, Berghildur Erla Bernharðsdóttir deildarstjóri kynningar og markaðsmála hjá Listasafni Reykjavíkur, Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu og Líney Inga Arnórsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.

Reyna að koma um 2000 heimilum til bjargar

Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa.

Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni

Sænska verslunin Indiska opnar í Kringlunni, miðvikudaginn 8. maí. Indiska hannar og selur margvíslegar vörur eins og húsbúnað, fatnað, skartgripi og húsgögn. Um er að ræða norræna hönnun innblásna af indversku handverki.

Segir uppgjör Marel vera óviðunandi

Greining Íslandsbanka segir að uppgjör Marel fyrir fyrsta ársfjórðung ársins verði að teljast óviðunandi fyrir stjórnendur og eigendur félagsins. Hagnaður félagsins á ársfjórðungnum var meira en helmingi lægri en á sama tímabili í fyrra.

Kaupmáttur launa gæti aukist fram á haustið

Kaupmáttur launa hefur aukist talsvert á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónu. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Haldi krónan núverandi styrk gæti kaupmátturinn aukist enn frekar fram á haustið, sem væntanlega myndi hjálpa til við að landa hóflegri hækkun nafnlauna í komandi kjarasamningum undir lok árs.

Staða ríkisfjármála Íslands góð í alþjóðlegum samanburði

Frumjöfnuður hins opinbera á Íslandi verður 2,5% af landsframleiðslu (VLF) í ár og hefur batnað um 9% af landsframleiðslu frá árinu 2009. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), en á vorfundi sjóðsins í Washington um helgina var kynnt skýrsla um stöðu opinberra fjármála í aðildarríkjum hans.

Launamunur kynjanna var 18,1% í fyrra

Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat var 18,1% árið 2012. Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum.

Kaupmáttur launa jókst um 1,1% í mars

Vísitala kaupmáttar launa í mars er 113,7 stig og hækkaði um 1,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%.

Stokkhólmur vex tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn

Í nýrri skýrslu frá viðskiptaráði Stokkhólmsborgar kemur fram að í borgarbúum muni fjölga um hálfa milljón manna fram til ársins 2030. Þar með mun Stokkhólmur vaxa tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn og sexfalt hraðar en París.

Veltan yfir 4 milljarðar á fasteignamarkaði borgarinnar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 118. Þar af voru 87 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Hagnaður Marel minnkar um meira en helming milli ára

Hagnaður Marel eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 5,7 milljónum evra eða um 870 milljónum króna. Þetta er meir en tvöfalt minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam rúmlega 13 milljónum evra.

Krónan ekki sterkari síðan 2010

Gengi krónunnar hefur styrkst umtalsvert á síðustu vikum og hefur ekki verið sterkara síðan á haustmánuðum árið 2010. Gengisstyrkingin hefur haft áhrif á þróun verðlags en útlit er fyrir að verðbólgan verði sú lægsta í tvö ár.

Vilja vistvænni byggingariðnað

Vistmennt er samstarfsverkefni þriggja landa sem styrkt er af Leonardo, starfsmenntasjóði Evrópusambandsins. Tilgangurinn er að þróa námsefni sem snýr að sjálfbærni í byggingariðnaði fyrir íslenskar aðstæður.

Samkeppniseftirlitið aðhefst ekki vegna kaupa á Bergi-Hugin

Samkeppniseftirlitið ætlar ekki að aðhafast vegna kaupa Síldarvinnslunnar hf. á öllu hlutafé í útgerðafélaginu Bergur-Huginn ehf. Bergur-Huginn rekur útgerð í Vestmannaeyjum og Síldarvinnslan er ein öflugasta útgerð landsins og rekur einnig vinnslu í landi. Síldarvinnslan er í eigu Samherja og Gjögurs.

Auglýsa forval vegna hönnunnar á nýja Landspítalanum

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í samræmi við heimild í lögum heimilað Nýjum Landspítala ohf. að auglýsa forval bjóðenda vegna fullnaðarhönnunar á byggingum nýs Landspítala við Hringbraut.

Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara

Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura.

Verulega dregur úr fjárlagahalla Bandaríkjanna

Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur minnkað verulega frá því hann náði hámarki í 10% af landsframleiðslunni árið 2009. Í ár er reiknað með að hallinn verði nær tvöfalt minni eða 5,3% af landsframleiðslunni.

Verkfall lamar Lufthansa flugfélagið í dag

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum flugferðum sínum í dag. Ástæðan er verkfall hjá starfsmönnum félagsins öðrum en flugmönnum og flugáhöfnum.

Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu

Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma.

Advania smíðar vöruhús Íbúðalánasjóðs

Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa á síðasta ári fyrir Íbúðalánasjóð á vöruhúsi gagna og hugbúnaði á sviði viðskiptagreindar var gengið til samninga við Advania og samstarfsaðila fyrirtækisins, SAP Business Objects.

Eyþór ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Japan

Dr. Eyþór Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Japan. Hann tekur við starfinu af Jónasi Engilbertssyni sem mun flytja heim til Íslands og taka við starfi framkvæmdastjóra Innkaupa Icelandic Group. Breytingarnar taka gildi 1. ágúst nk. Að því er segir í tilkynningu um málið.

AGS stoltur af árangri Íslands, ráðgjöf áfram í boði

Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir sjóðinn stoltan af þeim árangri sem náðst hefði á Íslandi og bætti við að Íslendingar mættu sjálfir vera stoltir enda hafi þeir lagt á sig erfiðið. Jafnframt er sérfræðiráðgjöf frá AGS enn í boði fyrir Íslendinga.

Markmiðið að laða fólk í tölvuleikjanám

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð.

Andlát Thatcher eykur sölu á veskjum

Sala á svokölluðum Launer veskjum hefur aukist um helming á örfáum dögum. Þessi veski voru þekktust fyrir það að vera í miklu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Thatcher lést, sem kunnugt er, fyrr í mánuðinum og það var þá sem áhuginn á veskjunum fór að aukast að nýju.

Katrín ræddi afnám fjármagnshafta við fulltrúa AGS

Katrín Júlíusdóttir fundaði með þeim Dariu Zakharovu, yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Julie Kozack, deildarstjóra í Evrópudeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn er í Washington þessa dagana. Losun fjármagnshafta var eitt aðalefni fundar þeirra Dariu og Katrínar, að því er fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins.

Fá svör í skýrslu sérfræðingahópsins

Greining Arion banka segir að skýrsla starfshóps um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs, sem var birt á þriðjudag, svari litlu um hvernig lagfæra skuli vanda Íbúðalánasjóðs, sem er helst uppgreiðsluáhætta, útlánaáhætta og rekstraráhætta. Það hafi þó verið hlutverk hópsins að gera tillögur með það að markmiði að rekstur sjóðsins geti staðið undir sér. Þá sárvanti meiri talnagreiningu og efnislegan rökstuðning í skýrsluna.

Sjá næstu 50 fréttir