Markmiðið að laða fólk í tölvuleikjanám Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2013 07:00 Þeir Hilmar Veigar Pétursson og Ari Kristinn Jónsson voru hæstánægðir við undirskrift á samstarfssamningi CCP og HR.Fréttablaðið/GVA Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að fyrirtækið hafi síðustu ár notið góðs af samstarfi við háskólana og vilji nú taka samstarfið skrefi lengra. „Við höfum unnið mikið með háskólunum í gegnum tíðina og tókum sem dæmi þátt í myndun áherslusviðs um þróun tölvuleikja við tölvunarfræðideildina í HR. Við höfum verið mjög ánægð með þetta samstarf sem hefur skilað okkur betur undirbúnu starfsfólki auk þess sem okkar fólk sem hefur komið að kennslu hefur lært mikið af því. Von okkar með þessu skrefi er að fleiri líti á þennan farveg sem mögulegan starfsvettvang og þá viljum við styrkja umhverfi tölvuleikjagerðar á Íslandi,“ segir Hilmar um samstarfið. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir samstarfið smellpassa við stefnu skólans. „HR hefur frá stofnun lagt áherslu á gott samstarf við atvinnulífið. Bæði með því að mennta fólk sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins og með því að skapa nýja þekkingu með rannsóknum og nýsköpun,“ segir Ari. Samkvæmt samningum sem skrifað var undir á föstudag fær HR 10 milljónir króna frá CCP til að koma prófessorsstöðunni á fót og mun CCP svo kosta hana næstu fimm ár. Þá mun CCP veita HR stuðning á tímabilinu, svo sem með aðstoð frá starfsfólki og notkun á tengslaneti fyrirtækisins. Ari segir að samstarfssamningurinn geri HR kleift að bjóða upp á ýmis námskeið og jafnvel námsbrautir sem skólinn hafi hingað til ekki getað boðið upp á vegna skorts á sérþekkingu. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu hér á landi um skort á tæknimenntuðu starfsfólki í atvinnulífinu. Spurður hvort CCP sé að bregðast við þeirri stöðu svarar Hilmar: „Algjörlega. Maður getur ekki verið að kvarta endalaust heldur þarf stundum að sýna frumkvæði. Þetta er liður í því enda höfum við ítrekað bent á þessa stöðu sem hefur verið viðvarandi frá því á 10. áratugnum hið minnsta.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að fyrirtækið hafi síðustu ár notið góðs af samstarfi við háskólana og vilji nú taka samstarfið skrefi lengra. „Við höfum unnið mikið með háskólunum í gegnum tíðina og tókum sem dæmi þátt í myndun áherslusviðs um þróun tölvuleikja við tölvunarfræðideildina í HR. Við höfum verið mjög ánægð með þetta samstarf sem hefur skilað okkur betur undirbúnu starfsfólki auk þess sem okkar fólk sem hefur komið að kennslu hefur lært mikið af því. Von okkar með þessu skrefi er að fleiri líti á þennan farveg sem mögulegan starfsvettvang og þá viljum við styrkja umhverfi tölvuleikjagerðar á Íslandi,“ segir Hilmar um samstarfið. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir samstarfið smellpassa við stefnu skólans. „HR hefur frá stofnun lagt áherslu á gott samstarf við atvinnulífið. Bæði með því að mennta fólk sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins og með því að skapa nýja þekkingu með rannsóknum og nýsköpun,“ segir Ari. Samkvæmt samningum sem skrifað var undir á föstudag fær HR 10 milljónir króna frá CCP til að koma prófessorsstöðunni á fót og mun CCP svo kosta hana næstu fimm ár. Þá mun CCP veita HR stuðning á tímabilinu, svo sem með aðstoð frá starfsfólki og notkun á tengslaneti fyrirtækisins. Ari segir að samstarfssamningurinn geri HR kleift að bjóða upp á ýmis námskeið og jafnvel námsbrautir sem skólinn hafi hingað til ekki getað boðið upp á vegna skorts á sérþekkingu. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu hér á landi um skort á tæknimenntuðu starfsfólki í atvinnulífinu. Spurður hvort CCP sé að bregðast við þeirri stöðu svarar Hilmar: „Algjörlega. Maður getur ekki verið að kvarta endalaust heldur þarf stundum að sýna frumkvæði. Þetta er liður í því enda höfum við ítrekað bent á þessa stöðu sem hefur verið viðvarandi frá því á 10. áratugnum hið minnsta.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira