AGS stoltur af árangri Íslands, ráðgjöf áfram í boði 22. apríl 2013 07:30 Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir sjóðinn stoltan af þeim árangri sem náðst hefði á Íslandi og bætti við að Íslendingar mættu sjálfir vera stoltir enda hafi þeir lagt á sig erfiðið. Jafnframt er sérfræðiráðgjöf frá AGS enn í boði fyrir Íslendinga. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins en Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði með Shafik í Washington, þar sem hún sótti vorfund AGS og Alþjóðabankans fyrir helgina. „Ég er ánægð með að á fundi okkar staðfesti Shafik að af hálfu AGS er fullur vilji til að bjóða íslenskum stjórnvöldum áfram sérfræðiráðgjöf, bæði hvað varðar losun fjármagnshafta og í ríkisfjármálunum, bæði vegna fjárlaga og nýrra fjárreiðulaga, þótt til standi að loka sendiskrifstofunni í Reykjavík,” segir Katrín Júlíusdóttir í tilkynningunni. Ísland þykir um margt sérstakt tilfelli og augljóst að af hálfu AGS er líka litið á samstarfið sem lærdómsferli. Óvenjulegt er að á Íslandi voru frjálsir fjármagnsflutningar og fljótandi gengi þar til sett voru ströng gjaldeyrishöft sem síðan stendur til að losa svo fljótt sem auðið er. Katrín segir að á fundnum hafi einnig komið fram hve mikilvægt það er að mati AGS að þverpólitísk samstaða náðist um að breyta lögum um gjaldeyrismál þannig að losun fjármagnshafta er ekki lengur bundin við dagsetningu. Af hálfu sjóðsins er lögð áhersla á að búa ekki til tímapressu heldur vanda undirbúning. Ein af mögulegum ógnum við áframhaldandi árangur Íslands á leið út úr samdráttarskeiðinu í kjölfar bankahrunsins er veikari hagvöxtur víða um heim en einkum í Evrópu. Á fundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri sjóðsins, sérstaka áherslu á mikilvægi þess að örva vöxt og skapa störf, ekki síst fyrir ungt fólk. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir sjóðinn stoltan af þeim árangri sem náðst hefði á Íslandi og bætti við að Íslendingar mættu sjálfir vera stoltir enda hafi þeir lagt á sig erfiðið. Jafnframt er sérfræðiráðgjöf frá AGS enn í boði fyrir Íslendinga. Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins en Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði með Shafik í Washington, þar sem hún sótti vorfund AGS og Alþjóðabankans fyrir helgina. „Ég er ánægð með að á fundi okkar staðfesti Shafik að af hálfu AGS er fullur vilji til að bjóða íslenskum stjórnvöldum áfram sérfræðiráðgjöf, bæði hvað varðar losun fjármagnshafta og í ríkisfjármálunum, bæði vegna fjárlaga og nýrra fjárreiðulaga, þótt til standi að loka sendiskrifstofunni í Reykjavík,” segir Katrín Júlíusdóttir í tilkynningunni. Ísland þykir um margt sérstakt tilfelli og augljóst að af hálfu AGS er líka litið á samstarfið sem lærdómsferli. Óvenjulegt er að á Íslandi voru frjálsir fjármagnsflutningar og fljótandi gengi þar til sett voru ströng gjaldeyrishöft sem síðan stendur til að losa svo fljótt sem auðið er. Katrín segir að á fundnum hafi einnig komið fram hve mikilvægt það er að mati AGS að þverpólitísk samstaða náðist um að breyta lögum um gjaldeyrismál þannig að losun fjármagnshafta er ekki lengur bundin við dagsetningu. Af hálfu sjóðsins er lögð áhersla á að búa ekki til tímapressu heldur vanda undirbúning. Ein af mögulegum ógnum við áframhaldandi árangur Íslands á leið út úr samdráttarskeiðinu í kjölfar bankahrunsins er veikari hagvöxtur víða um heim en einkum í Evrópu. Á fundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri sjóðsins, sérstaka áherslu á mikilvægi þess að örva vöxt og skapa störf, ekki síst fyrir ungt fólk.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira