Viðskipti innlent

Katrín ræddi afnám fjármagnshafta við fulltrúa AGS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir fundaði með þeim Dariu Zakharovu, yfirmanni sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Julie Kozack, deildarstjóra í Evrópudeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í tengslum við vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn er í Washington þessa dagana. Losun fjármagnshafta var eitt aðalefni fundar þeirra Dariu og Katrínar, að því er fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins.

Á fundinum Katrín lagði áherslu á að stuðningur og sérfræðiráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi skipt miklu máli fyrir Íslendinga til að bæta ástand ríkisfjármála og málefni fjármálamarkaða. Af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er fylgst náið með framvindunni og vilji til að halda áfram ráðgjöf og stuðningi enda hafi margt tekist afar vel.

„Skilaboðin voru um mikilvægi þess að sýna áfram ábyrgð í ríkisfjármálum svo hægt sé að byrja að greiða niður skuldir og að vanda áætlun um losun fjármagnshafta," segir Katrín Júlíusdóttir á vef fjármálaráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×