Viðskipti innlent

Slitastjórn Landsbankans seldi hluti í Eimskip fyrir tæpa þrjá milljarða

Slitastjórn Landsbankans eða LBI hf. hefur selt helming hlutafjár síns í Eimskipi. Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni í morgun þar sem eignarhlutur LBI fór undir 10% við söluna. 



Alls voru seldir tæplega 10,8 milljón hlutir. Miðað við markaðsverð á hlutum Eimskips í augnablikinu nam verðmæti þessara hluta tæpum þremur milljörðum króna. 



Eftir söluna heldur LBI áfram á tæplega 5,4% eignarhlut í Eimskip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×