Viðskipti innlent

Afkoma Álftaness neikvæð um tæpar 90 milljónir í fyrra

Afkoma Álftaness var neikvæð um tæpar 90 milljónir króna á síðasta ári.

Rekstrartekjur ársins námu 1.509 milljónum kr. og rekstrargjöld með fjármagnsliðum voru 1.598 milljónir kr. Niðurstaðan er því neikvæð sem nemur 89 miljónum kr. fyrir óvenjulega liði, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Óvenjulegir liðir nema 1.643 milljónum kr. og er því rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmlega 1,5 milljarða kr. að teknu tilliti til þeirra. Meðal óvenjulegra liða er sérstakt framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, niðurfelling skulda við lánastofnanir og uppgjör leigusamnings við Eignahaldsfélagið Fasteign vegna sundlaugar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×