Lítil hvít kínversk postulínsskál seld fyrir 270 milljónir 21. mars 2013 06:11 Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira