Lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust 20. mars 2013 06:00 Ríkissjóður hætti viðbótargreiðslum í B-deildina eftir hrun og veltir nú vandanum á undan sér. Haukur Hafsteinsson er framkvæmdastjóri LSR. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust um tæpa 20 milljarða króna í fyrra og voru 436 milljarðar króna um síðustu áramót. Þær hafa samtals aukist um 168 milljarða króna frá því í árslok 2007. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri fjármála hins opinbera, en undir þann hatt falla ríkissjóður og sveitarfélög landsins. Um er að ræða að mestu halla B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), sem var aflögð árið 1997. Þeir sem borguðu í hana gátu þó haldið því áfram. Lífeyrisþegar B-deildar fá eftirlaunagreiðslur óháð innborguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Með öðrum orðum er lífeyrir þeirra með ríkisábyrgð. LSR hefur ekki birt uppgjör fyrir síðasta ár. Fréttablaðið greindi hins vegar frá því í ágúst 2012 að óuppgerð áfallin tryggingafræðileg skuld deildarinnar í lok árs 2011 hefði verið 461 milljarður króna. Stærstur hluti hennar lendir á hinu opinbera og sá hluti hækkaði um tæpa 20 milljarða króna í fyrra. Ef byrjað hefði verið að greiða skuldina um mitt síðasta ár hefðu opinberir aðilar þurft að greiða um átta milljarða króna á ári. Þær greiðslur hefðu síðan toppað árið 2024, þegar þær yrðu um átján milljarðar króna á ári, en þær myndu síðan lækka jafnt og þétt eftir það. Ríkissjóður hóf að greiða inn viðbótargreiðslur í B-deildina á árinu 1999 til að mæta þessum framtíðarskuldbindingum. Út árið 2008 nam samtala þeirra greiðslna 75 milljörðum króna umfram lagaskyldu. Eftir hrun var ákveðið að hætta þessum viðbótargreiðslum. Með því veltu menn vandanum á undan sér. - þsj Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Áfallnar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust um tæpa 20 milljarða króna í fyrra og voru 436 milljarðar króna um síðustu áramót. Þær hafa samtals aukist um 168 milljarða króna frá því í árslok 2007. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri fjármála hins opinbera, en undir þann hatt falla ríkissjóður og sveitarfélög landsins. Um er að ræða að mestu halla B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), sem var aflögð árið 1997. Þeir sem borguðu í hana gátu þó haldið því áfram. Lífeyrisþegar B-deildar fá eftirlaunagreiðslur óháð innborguðum iðgjöldum og ávöxtun þeirra. Með öðrum orðum er lífeyrir þeirra með ríkisábyrgð. LSR hefur ekki birt uppgjör fyrir síðasta ár. Fréttablaðið greindi hins vegar frá því í ágúst 2012 að óuppgerð áfallin tryggingafræðileg skuld deildarinnar í lok árs 2011 hefði verið 461 milljarður króna. Stærstur hluti hennar lendir á hinu opinbera og sá hluti hækkaði um tæpa 20 milljarða króna í fyrra. Ef byrjað hefði verið að greiða skuldina um mitt síðasta ár hefðu opinberir aðilar þurft að greiða um átta milljarða króna á ári. Þær greiðslur hefðu síðan toppað árið 2024, þegar þær yrðu um átján milljarðar króna á ári, en þær myndu síðan lækka jafnt og þétt eftir það. Ríkissjóður hóf að greiða inn viðbótargreiðslur í B-deildina á árinu 1999 til að mæta þessum framtíðarskuldbindingum. Út árið 2008 nam samtala þeirra greiðslna 75 milljörðum króna umfram lagaskyldu. Eftir hrun var ákveðið að hætta þessum viðbótargreiðslum. Með því veltu menn vandanum á undan sér. - þsj
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira