Viðskipti innlent

Vaxtahaukurinn í Seðlabankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans situr í peningastefnunefd.
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans situr í peningastefnunefd. Mynd/ Stefán.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, er vaxtahaukurinn í peningastefnunefnd bankans, en Gylfi Zoega er vaxtadúfan. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka sem vísar í ársskýrslu Seðlabankans. Skýrslan kom út í gær.

Þar kemur fram að Þórarinn G. Pétursson var sá nefndarmaður sem oftast var ósammála vaxtatillögu Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra af meðlimum nefndarinnar. Vildi Þórarinn hækka vexti talsvert hraðar á fyrri hluta síðasta árs en raunin varð, og á seinni hluta ársins vildi hann halda vaxtahækkunarferlinu áfram í þau skipti sem óbreyttir vextir urðu fyrir valinu.

Katrín Ólafsdóttir, nýr meðlimur peningastefnunefndar, virðist vera talsvert minni hávaxtasinni en forveri hennar, Anne Sibert, og má því álykta að peningastefnunefndin hafi tilhneigingu til að ákveða lægri vexti en áður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×