Viðskipti innlent

Frestur til að skila skattframtali rennur út í dag

Síðasti dagur til að skila inn skattaframtali er í dag. Klukkan tíu í morgun voru nítíu og átta þúsund og tvöhundruð búnir að skila inn framtali en 262.640 eru á skattgrunnskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra eru skilin í ár betri en í fyrra sem bendir til að einföldun á framtalinu hafi auðveldað fólki vinnuna.

Í gær skiluðu sér inn sextánþúsund framtöl og gætu þau orðið tuttuguþúsund í dag, síðasta skiladag. Í kringum síðustu helgi voru að skila sér inn á milli fjögur til fimm þúsund framtöl á dag svo stígandinn í skilunum er mikill. Þó er búist við að margir skili inn um komandi helgi og dagana fram að páskum en hægt er að sækja um skilafrest til 3. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×