Viðskipti innlent

"Maður skilur eiginlega ekki þessa umfjöllun"

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga, hafnar því að fyrirtækið greiði lítinn sem engan tekjuskatt hér á landi, líkt og kom fram í Kastljósi í kvöld. Það sé beinlínis rangt sem kom fram í Kastljósinu að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt.

Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, segir að fyrirtækið hafi verið með hæstu skattgreiðendum hér á landi síðustu tvö ár. „Við erum líklega það fyrirtæki sem greiðir hæsta skatta á Íslandi, fyrir utan banka og ríkið. Maður skilur eiginlega ekki þessa umfjöllun," segir hann og tekur fram að fyrirtækið sé með tugi milljarða í eigið fé.

Norðurál greiddi í 1.534 milljónir í tekjuskatt á síðasta ári og 1.281 milljón árið 2011.

Tengdar fréttir:

Alcoa og Norðurál borga nánast engan tekjuskatt hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×