Ákært í Ímon málinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2013 11:19 Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. Ímon málið snýst um meintar ólöglegar lánveitingar Landsbankans til Ímons ehf sem voru veittar vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum. Fréttastofa hefur ekki heimildir fyrir því hverjir eru ákærðir, en snemma í morgun hafði ákæra ekki borist Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra, né heldur hafði ákæra borist Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, þegar haft var samband við verjanda hans klukkan ellefu. Þó er vitað að hinn bankastjórinn, Halldór J. Kristjánsson, er ekki á meðal hinna ákærðu. Magnús Ármann er eigandi Ímons, sem keypti fjögurra prósenta hlut í Landsbankanum á fimm milljarða nokkrum dögum fyrir hrun. Þessi viðskipti hafa verið til rannsóknar í rúm fjögur ár. Magnús var um tíma með réttarstöðu sakbornings á rannsóknarstigi málsins en fékk síðan sent bréf þess efnis að rannsókn á þætti hans væri lokið án þess að til ákæru myndi koma. Þá kom líka fram í Fréttablaðinu í dag að níu menn, sem tengjast Landsbankanum, hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason og Magnús Guðmundsson. Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. Ímon málið snýst um meintar ólöglegar lánveitingar Landsbankans til Ímons ehf sem voru veittar vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum. Fréttastofa hefur ekki heimildir fyrir því hverjir eru ákærðir, en snemma í morgun hafði ákæra ekki borist Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra, né heldur hafði ákæra borist Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, þegar haft var samband við verjanda hans klukkan ellefu. Þó er vitað að hinn bankastjórinn, Halldór J. Kristjánsson, er ekki á meðal hinna ákærðu. Magnús Ármann er eigandi Ímons, sem keypti fjögurra prósenta hlut í Landsbankanum á fimm milljarða nokkrum dögum fyrir hrun. Þessi viðskipti hafa verið til rannsóknar í rúm fjögur ár. Magnús var um tíma með réttarstöðu sakbornings á rannsóknarstigi málsins en fékk síðan sent bréf þess efnis að rannsókn á þætti hans væri lokið án þess að til ákæru myndi koma. Þá kom líka fram í Fréttablaðinu í dag að níu menn, sem tengjast Landsbankanum, hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason og Magnús Guðmundsson.
Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira