Viðskipti innlent

Tekjur af ferðamönnum jukust um 17% milli áranna 2010 og 2011

Ætla má að tekjur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hafi aukist um rúm 17% milli áranna 2010 og 2011. Síðara árið mældust tekjurnar í heild um 107 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt frá Hagfræðideild Landsbankans. Þar segir að þessi tekjuauki komi nokkuð vel heim og saman við þá aukningu sem varð á neyslu erlendra ferðamanna milli þessara ára. Þannig jókst kortavelta erlendra greiðslukorta um 15,1% milli ára en erlendum ferðamönnum fjölgaði um 15,8% samkvæmt talningum Ferðamálastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×