Fleiri fréttir Sigurður, Hreiðar Már og Ingólfur ákærðir í nýju máli Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og fleiri yfirmenn og starfsmenn Kaupþings hafa allir verið ákærðir í nýju markaðsmisnotkunarmáli sem á að hafa komið upp rétt fyrir hrun. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. 18.3.2013 20:40 Ekki hægt að standa undir afborgunum lánanna Afgangur af viðskiptajöfnuði nægir ekki til að standa undir afborgunum af erlendum lánum þjóðarbúsins. Endurfjármögnun hluta lánanna er því forsenda stöðugs gengis, segir í sérriti Seðlabanka Íslands sem ber titilinn Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. 18.3.2013 16:38 Sérstakur saksóknari ákærir aftur vegna Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur gefið út tvær nýjar ákærur og snýr önnur þeirra að eigin viðskiptum Kaupþings fyrir bankahrunið 2008. Viðskiptablaðið segir að þarna sé um stór mál að ræða og sakborningar nokkrir í hvoru máli. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, varðist allra frétta þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann bar fyrir sig að ekki væri hægt að veita upplýsingar um ákæruefni fyrr en þremur sólarhringum eftir að ákæra hafi verið gefin út. 18.3.2013 15:43 Leysa fyrst úr ágreiningi um bótaskyldu Fyrirtaka í máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrum stjórnendum og eigendum Glitnis og Baugs fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómurinn féllst á kröfu stefndu um skiptingu sakarefnisins og að fyrst yrði flutt mál um bótaskyldu. 18.3.2013 12:30 Eignir tryggingafélaga jukust um 12 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingafélaganna námu tæpum 166 milljörðum kr. í lok janúar og hækkuðu um 12,2 milljarða kr. eða 8% á milli mánaða. 18.3.2013 10:12 Hrávörumarkaðir í niðursveiflu vegna Kýpur Staðan á Kýpur veldur ekki bara skjálfta og skelfingu í kauphöllum heimsins heldur einnig á helstu hrávörumörkuðum. 18.3.2013 09:35 Staðan á Kýpur skelfir markaði Staðan á Kýpur hefur valdið töluverðri skelfingu meðal fjárfesta víða um heiminn. Vísitölur á hlutabréfamörkuðum bæði í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafa lækkað töluvert. 18.3.2013 08:30 Actavis tekur nýtt merki í notkun Vegna sameiningar Watson í Bandaríkjunum og Actavis Group á Íslandi hefur Actavis tekið í notkun nýtt merki í nýjum lit. Nýja merkið byggist á gormlaga DNA-keðju, en út úr því má einnig lesa bókstafina W fyrir Watson og A fyrir Actavis. 18.3.2013 08:20 Reiknað með að fiðlan úr Titanic verði seld á yfir 100 milljónir Fiðla sem var um borð í Titanic verður seld á uppboði bráðlega nær 101 ári eftir að skipið sökk. Reiknað er með að yfir 100 milljónir króna muni fást fyrir gripinn. 18.3.2013 07:18 Neyðarfundur á þingi Kýpur í dag Neyðarfundur verður haldinn á þingi Kýpur í dag þar sem ræða á samkomulagið um neyðarlánið sem Kýpur hefur gert við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópubandalagið. 18.3.2013 06:29 Bill Gates skammar sköllótta auðmenn Bill Gates einn af stofnendum Microsoft og annar auðugasti maður í heimi notaði tækifærið nýlega til að húðskamma aðra auðmenn fyrir að leggja ekki nægilegt fé í lífsnauðsynlegar lyfjarannsóknir. 18.3.2013 06:25 Rannsókn á Stím að ljúka Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. 17.3.2013 13:03 Mestu vandræði í 30 ár Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjast þess að innistæðueigendum í Kýpur verði gert að greiða allt upp undir 10% skatt af innistæðum sínum. Þetta verði gert að skilyrði fyrir því að Evrópusambandið veiti ríkissjóð Kýpur fjárhagsaðstoð en miklir erfiðleikar steðja að rekstri ríkissjóðs þar í landi. Til stendur að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti 10 milljarða evra, eða um 1600 milljarða króna, lán. 17.3.2013 23:22 Ísland stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda Íslenska ríkið stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda og erlend skuldastaða ríkisins er orðin viðráðanleg og sjálfbær. 17.3.2013 10:39 Gaf LEX tvær klukkustundir til þess að falla frá málarekstri Lögmannsstofan LEX hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bloggfærslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hann birti í dag á vefsvæði Pressunnar og Vísir greindi frá, en þar kemur fram að hann hafi hótað að gera atlögu að orðspori lögmannstofunnar. 16.3.2013 18:13 Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. 16.3.2013 16:47 Kýpur fær neyðarlán Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. 16.3.2013 12:50 Stærðfræðin vísaði á óverðtryggt lán fremur en verðtryggt Björk Ellertsdóttir og Sveinn Eiríkur Ármannsson stækkuðu nýverið við sig. Þau bjuggu áður í tveggja herbergja íbúð í gömlu Verkamannablokkunum í Vesturbænum en keyptu á síðasta ári fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum. 16.3.2013 06:00 Franz kaupir Friðbert út úr Heklu Franz Jezorski, helmingseigandi Heklu hf., hefur keypt hlut Friðberts Friðbertssonar. Upphaflega stóð til að Friðbert myndi kaupa hlut Franz en í pósti sem Franz sendi starfsmönnum fyrirtækisins kemur fram að honum hafi mistekist að fjármagna kaupin. Þar kemur líka fram að Franz er búinn að tryggja fjármögnun á kaupunum. 15.3.2013 17:38 Ekki hægt að afnema verðtryggingu afturvirkt Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að erfitt gæti verið að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum en flokkurinn hefur það sem eitt af aðalkosningamálum sínum að afnema verðtrygginguna. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í morgun að Íslendingar þyrftu að læra af reynslunni og láta af séríslenskum lausnum eins og verðtryggingu. Hún hafi ekki skilað öðru en óförum í efnahagsmálum. Það væri fagnaðarefni að Framsóknarflokkurinn hefði tekið þetta mál upp með afgerandi hætti. 15.3.2013 15:21 Bolabeljur unnu til verðlauna Auglýsing Ölgerðarinnar á bjórnum Bola frá því um verslunarmannahelg hlaut verðlaun fyrir umhverfisgrafík á verðlaunaafhendingu Félags íslenskra teiknara sem fram fór á föstudag fyrir viku. 15.3.2013 14:05 Nýr framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands Margrét Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Í tilkynningu frá félaginu segir að Margrét hafi áralanga reynslu af störfum á sviði ferðamála og sé fyrsta konan til þess að gegna starfinu. 15.3.2013 12:34 Viðræður við kröfuhafa fyrir kosningar Stjórnvöld eru reiðubúin til þess að hefja viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna um nauðarsamningana. Viðræðurnar munu að öllum líkindum hefjast fyrir kosningar, segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Þingið ákvað í síðustu viku að gjaldeyrishöftin, sem sett voru á þegar bankakerfið hrundi, yrðu ótímabundin en áður hafði verið ákveðið að afnema þau á þessu ári. Áður hefur komið fram að samningar um uppgjör þrotabúa bankanna væru mikilvæg forsenda þess að hægt væri að afnema þau. 15.3.2013 09:41 Aflinn mun minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 13,7% minni en í febrúar í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Aflinn nam alls rúmum 234 þúsund tonnum í febrúar samanborið við 312 þúsund tonn í febrúar í fyrra. 15.3.2013 09:26 Dow Jones vísitalan hefur hækkað 10 daga í röð Enn er ekkert lát á veislunni á Wall Street en hækkun á Dow Jones vísitölunni hefur ítrekað slegið fyrri met síðustu tíu daga í röð. 15.3.2013 06:21 Málsóknir gegn 50 stjórnendum fallinna banka í Danmörku Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, ætlar að hefja málsóknir gegn 50 forstjórum og yfirmönnum í sex bönkum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu árum. 15.3.2013 06:19 Íslensk tæknifyrirtæki kynna nýjungar í sjávarútvegi Tugur íslenskra tæknifyrirtækja sem hanna og smíða tæki fyrir sjávarútveginn munu kynna nýjungar sínar í dag. 15.3.2013 06:16 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14.3.2013 17:09 Svana Helen endurkjörinn formaður SI Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í morgun. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, frá Norðuráli, en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Lárus Jónsson, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir. 14.3.2013 13:47 365 miðlar orðið fjarskiptafyrirtæki 365 miðlar sækir nú inn á íslenskan fjarskiptamarkað, samkvæmt niðurstöðum í 4G útboði sem lauk í gær. Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að fyrirtækið hafi átt hæsta boð, eða 100 milljónir króna, í tíðnisvið A sem er 791-801/832-842 MHz. 14.3.2013 12:44 Google Reader allur "Ástæðurnar eru tvær og einfaldar. Notkun á Google Reader hefur minnkað og fyrirtæki okkar ætlar að nýta alla sína orku í færri verkefni," segir á heimasíðu tæknirisans Google um ástæðu þess að Google Reader forritinu verði lagt á hilluna. 14.3.2013 11:56 Sjö sagt upp hjá slitastjórn Glitnis "Á þriðjudaginn hættu sjö starfsmenn. Fimm á Íslandi og tveir í London," segir Kristján Óskarsson hjá slitastjórn Glitnis. 14.3.2013 10:31 Enn lækkar heimsmarkaðsverð á olíu Nýjar tölur um olíubirgðir Bandaríkjanna hafa leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. 14.3.2013 08:05 Meirihluti hlutafjár í VÍS settur á markað Stjórn Klakka, það er þrotabús Exista, hefur ákveðið að bjóða a.m.k. 60% af hlutafé VÍS til sölu í útboði sem áætlað er að fari fram í apríl og hefur stjórn VÍS lagt inn umsókn til Kauphallar um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. 14.3.2013 07:27 Bretar skipta á kampavíni fyrir romm í verðbólgumælingum sínum Viðvarandi kreppa í Bretland hefur leitt til þess að töluverðar breytingar hafa verið gerðar á vörukörfunni sem myndar grundvöllinn að neysluvísitölu landsins og þar með verðbólgumælingum. 14.3.2013 06:27 Skuldatryggingaálag Íslands ekki lægra síðan í árslok 2007 Skuldatryggingaálag Íslands er komið niður í 140 punkta samkvæmt upplýsingum frá CMA gagnaveitunni. Hefur álagið ekki verið lægra síðan í lok ársins 2007. 14.3.2013 06:21 Kortavelta ferðamanna jókst um 50% milli ára í febrúar Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í febrúar s.l. var tæpir 5 milljarðar kr. sem er aukning um 50% miðað við sama mánuð í fyrra. 14.3.2013 06:20 Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 17,6 milljarða í febrúar Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 514,6 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkaði um 17,6 milljarða kr. milli mánaða. 14.3.2013 06:18 Krugman og Rehn deila hart um gildi aðhaldsaðgerða í Evrópu Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur átt í deilu við Olle Rehn efnahagsstjóra Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Deilan snýst um hvort aðhaldsaðgerðir landa innan sambandsins í kreppunni hafi virkað eða ekki. 14.3.2013 06:16 Tugmilljóna verð fyrir stóðhest Framherji frá Flagbjarnarholti er líklega með dýrustu stóðhestum sem seldir hafa verið hér á landi og keyptir af einum aðila. Á vef Eiðfaxa segir að talið sé að hann hafi verið seldur á dögunum fyrir um 40 til 50 milljónir íslenskra króna. Til samanburðar þá var verðmiðinn á Álfi frá Selfossi 60 milljónir, þegar falast var eftir honum fyrir nokkrum árum. 13.3.2013 15:02 Miklar lækkanir á skuldabréfamarkaði Miklar hræringar hafa verið á skuldabréfamarkaði í morgun. Ávöxtunarkrafa allra markflokka hefur hækkað, og í mörgum tilfellum hefur hækkunin verið veruleg, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. 13.3.2013 13:59 Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 20. mars næstkomandi. 13.3.2013 10:51 Hafa áhyggjur af "gullgrafaraæði" í ferðaþjónustunni Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands lýsir áhyggjum af því "gullgrafaraæði“ sem virðist vera að grípa um sig í ferðaþjónustunni. 13.3.2013 10:37 Boeing prófar nýtt rafhlöðukerfi í Dreamliner þotunum Allr líkur eru á að Dreamliner þotur Boeing verksmiðjanna komist á loft að nýju innan skamms. 13.3.2013 06:29 FME varar við viðskiptum sem auglýst eru á Facebook á Íslandi Fjármálaeftirlitið (FME) vekur athygli á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) og Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði (EBA) hafa gefið út viðvörun til fjárfesta um viðskipti með CFD fjármálagerninga. Slíkir gerningar hafa verið markaðssettir hér á landi m.a. með auglýsingum á Facebook. 13.3.2013 06:26 Sjá næstu 50 fréttir
Sigurður, Hreiðar Már og Ingólfur ákærðir í nýju máli Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og fleiri yfirmenn og starfsmenn Kaupþings hafa allir verið ákærðir í nýju markaðsmisnotkunarmáli sem á að hafa komið upp rétt fyrir hrun. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. 18.3.2013 20:40
Ekki hægt að standa undir afborgunum lánanna Afgangur af viðskiptajöfnuði nægir ekki til að standa undir afborgunum af erlendum lánum þjóðarbúsins. Endurfjármögnun hluta lánanna er því forsenda stöðugs gengis, segir í sérriti Seðlabanka Íslands sem ber titilinn Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. 18.3.2013 16:38
Sérstakur saksóknari ákærir aftur vegna Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur gefið út tvær nýjar ákærur og snýr önnur þeirra að eigin viðskiptum Kaupþings fyrir bankahrunið 2008. Viðskiptablaðið segir að þarna sé um stór mál að ræða og sakborningar nokkrir í hvoru máli. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, varðist allra frétta þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann bar fyrir sig að ekki væri hægt að veita upplýsingar um ákæruefni fyrr en þremur sólarhringum eftir að ákæra hafi verið gefin út. 18.3.2013 15:43
Leysa fyrst úr ágreiningi um bótaskyldu Fyrirtaka í máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrum stjórnendum og eigendum Glitnis og Baugs fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómurinn féllst á kröfu stefndu um skiptingu sakarefnisins og að fyrst yrði flutt mál um bótaskyldu. 18.3.2013 12:30
Eignir tryggingafélaga jukust um 12 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingafélaganna námu tæpum 166 milljörðum kr. í lok janúar og hækkuðu um 12,2 milljarða kr. eða 8% á milli mánaða. 18.3.2013 10:12
Hrávörumarkaðir í niðursveiflu vegna Kýpur Staðan á Kýpur veldur ekki bara skjálfta og skelfingu í kauphöllum heimsins heldur einnig á helstu hrávörumörkuðum. 18.3.2013 09:35
Staðan á Kýpur skelfir markaði Staðan á Kýpur hefur valdið töluverðri skelfingu meðal fjárfesta víða um heiminn. Vísitölur á hlutabréfamörkuðum bæði í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafa lækkað töluvert. 18.3.2013 08:30
Actavis tekur nýtt merki í notkun Vegna sameiningar Watson í Bandaríkjunum og Actavis Group á Íslandi hefur Actavis tekið í notkun nýtt merki í nýjum lit. Nýja merkið byggist á gormlaga DNA-keðju, en út úr því má einnig lesa bókstafina W fyrir Watson og A fyrir Actavis. 18.3.2013 08:20
Reiknað með að fiðlan úr Titanic verði seld á yfir 100 milljónir Fiðla sem var um borð í Titanic verður seld á uppboði bráðlega nær 101 ári eftir að skipið sökk. Reiknað er með að yfir 100 milljónir króna muni fást fyrir gripinn. 18.3.2013 07:18
Neyðarfundur á þingi Kýpur í dag Neyðarfundur verður haldinn á þingi Kýpur í dag þar sem ræða á samkomulagið um neyðarlánið sem Kýpur hefur gert við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópubandalagið. 18.3.2013 06:29
Bill Gates skammar sköllótta auðmenn Bill Gates einn af stofnendum Microsoft og annar auðugasti maður í heimi notaði tækifærið nýlega til að húðskamma aðra auðmenn fyrir að leggja ekki nægilegt fé í lífsnauðsynlegar lyfjarannsóknir. 18.3.2013 06:25
Rannsókn á Stím að ljúka Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. 17.3.2013 13:03
Mestu vandræði í 30 ár Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjast þess að innistæðueigendum í Kýpur verði gert að greiða allt upp undir 10% skatt af innistæðum sínum. Þetta verði gert að skilyrði fyrir því að Evrópusambandið veiti ríkissjóð Kýpur fjárhagsaðstoð en miklir erfiðleikar steðja að rekstri ríkissjóðs þar í landi. Til stendur að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti 10 milljarða evra, eða um 1600 milljarða króna, lán. 17.3.2013 23:22
Ísland stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda Íslenska ríkið stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda og erlend skuldastaða ríkisins er orðin viðráðanleg og sjálfbær. 17.3.2013 10:39
Gaf LEX tvær klukkustundir til þess að falla frá málarekstri Lögmannsstofan LEX hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bloggfærslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hann birti í dag á vefsvæði Pressunnar og Vísir greindi frá, en þar kemur fram að hann hafi hótað að gera atlögu að orðspori lögmannstofunnar. 16.3.2013 18:13
Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. 16.3.2013 16:47
Kýpur fær neyðarlán Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. 16.3.2013 12:50
Stærðfræðin vísaði á óverðtryggt lán fremur en verðtryggt Björk Ellertsdóttir og Sveinn Eiríkur Ármannsson stækkuðu nýverið við sig. Þau bjuggu áður í tveggja herbergja íbúð í gömlu Verkamannablokkunum í Vesturbænum en keyptu á síðasta ári fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum. 16.3.2013 06:00
Franz kaupir Friðbert út úr Heklu Franz Jezorski, helmingseigandi Heklu hf., hefur keypt hlut Friðberts Friðbertssonar. Upphaflega stóð til að Friðbert myndi kaupa hlut Franz en í pósti sem Franz sendi starfsmönnum fyrirtækisins kemur fram að honum hafi mistekist að fjármagna kaupin. Þar kemur líka fram að Franz er búinn að tryggja fjármögnun á kaupunum. 15.3.2013 17:38
Ekki hægt að afnema verðtryggingu afturvirkt Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að erfitt gæti verið að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum en flokkurinn hefur það sem eitt af aðalkosningamálum sínum að afnema verðtrygginguna. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í morgun að Íslendingar þyrftu að læra af reynslunni og láta af séríslenskum lausnum eins og verðtryggingu. Hún hafi ekki skilað öðru en óförum í efnahagsmálum. Það væri fagnaðarefni að Framsóknarflokkurinn hefði tekið þetta mál upp með afgerandi hætti. 15.3.2013 15:21
Bolabeljur unnu til verðlauna Auglýsing Ölgerðarinnar á bjórnum Bola frá því um verslunarmannahelg hlaut verðlaun fyrir umhverfisgrafík á verðlaunaafhendingu Félags íslenskra teiknara sem fram fór á föstudag fyrir viku. 15.3.2013 14:05
Nýr framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands Margrét Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Í tilkynningu frá félaginu segir að Margrét hafi áralanga reynslu af störfum á sviði ferðamála og sé fyrsta konan til þess að gegna starfinu. 15.3.2013 12:34
Viðræður við kröfuhafa fyrir kosningar Stjórnvöld eru reiðubúin til þess að hefja viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna um nauðarsamningana. Viðræðurnar munu að öllum líkindum hefjast fyrir kosningar, segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Þingið ákvað í síðustu viku að gjaldeyrishöftin, sem sett voru á þegar bankakerfið hrundi, yrðu ótímabundin en áður hafði verið ákveðið að afnema þau á þessu ári. Áður hefur komið fram að samningar um uppgjör þrotabúa bankanna væru mikilvæg forsenda þess að hægt væri að afnema þau. 15.3.2013 09:41
Aflinn mun minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 13,7% minni en í febrúar í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Aflinn nam alls rúmum 234 þúsund tonnum í febrúar samanborið við 312 þúsund tonn í febrúar í fyrra. 15.3.2013 09:26
Dow Jones vísitalan hefur hækkað 10 daga í röð Enn er ekkert lát á veislunni á Wall Street en hækkun á Dow Jones vísitölunni hefur ítrekað slegið fyrri met síðustu tíu daga í röð. 15.3.2013 06:21
Málsóknir gegn 50 stjórnendum fallinna banka í Danmörku Bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, ætlar að hefja málsóknir gegn 50 forstjórum og yfirmönnum í sex bönkum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu árum. 15.3.2013 06:19
Íslensk tæknifyrirtæki kynna nýjungar í sjávarútvegi Tugur íslenskra tæknifyrirtækja sem hanna og smíða tæki fyrir sjávarútveginn munu kynna nýjungar sínar í dag. 15.3.2013 06:16
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14.3.2013 17:09
Svana Helen endurkjörinn formaður SI Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í morgun. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, frá Norðuráli, en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Lárus Jónsson, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir. 14.3.2013 13:47
365 miðlar orðið fjarskiptafyrirtæki 365 miðlar sækir nú inn á íslenskan fjarskiptamarkað, samkvæmt niðurstöðum í 4G útboði sem lauk í gær. Á vef Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að fyrirtækið hafi átt hæsta boð, eða 100 milljónir króna, í tíðnisvið A sem er 791-801/832-842 MHz. 14.3.2013 12:44
Google Reader allur "Ástæðurnar eru tvær og einfaldar. Notkun á Google Reader hefur minnkað og fyrirtæki okkar ætlar að nýta alla sína orku í færri verkefni," segir á heimasíðu tæknirisans Google um ástæðu þess að Google Reader forritinu verði lagt á hilluna. 14.3.2013 11:56
Sjö sagt upp hjá slitastjórn Glitnis "Á þriðjudaginn hættu sjö starfsmenn. Fimm á Íslandi og tveir í London," segir Kristján Óskarsson hjá slitastjórn Glitnis. 14.3.2013 10:31
Enn lækkar heimsmarkaðsverð á olíu Nýjar tölur um olíubirgðir Bandaríkjanna hafa leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. 14.3.2013 08:05
Meirihluti hlutafjár í VÍS settur á markað Stjórn Klakka, það er þrotabús Exista, hefur ákveðið að bjóða a.m.k. 60% af hlutafé VÍS til sölu í útboði sem áætlað er að fari fram í apríl og hefur stjórn VÍS lagt inn umsókn til Kauphallar um að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. 14.3.2013 07:27
Bretar skipta á kampavíni fyrir romm í verðbólgumælingum sínum Viðvarandi kreppa í Bretland hefur leitt til þess að töluverðar breytingar hafa verið gerðar á vörukörfunni sem myndar grundvöllinn að neysluvísitölu landsins og þar með verðbólgumælingum. 14.3.2013 06:27
Skuldatryggingaálag Íslands ekki lægra síðan í árslok 2007 Skuldatryggingaálag Íslands er komið niður í 140 punkta samkvæmt upplýsingum frá CMA gagnaveitunni. Hefur álagið ekki verið lægra síðan í lok ársins 2007. 14.3.2013 06:21
Kortavelta ferðamanna jókst um 50% milli ára í febrúar Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í febrúar s.l. var tæpir 5 milljarðar kr. sem er aukning um 50% miðað við sama mánuð í fyrra. 14.3.2013 06:20
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 17,6 milljarða í febrúar Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 514,6 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkaði um 17,6 milljarða kr. milli mánaða. 14.3.2013 06:18
Krugman og Rehn deila hart um gildi aðhaldsaðgerða í Evrópu Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur átt í deilu við Olle Rehn efnahagsstjóra Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Deilan snýst um hvort aðhaldsaðgerðir landa innan sambandsins í kreppunni hafi virkað eða ekki. 14.3.2013 06:16
Tugmilljóna verð fyrir stóðhest Framherji frá Flagbjarnarholti er líklega með dýrustu stóðhestum sem seldir hafa verið hér á landi og keyptir af einum aðila. Á vef Eiðfaxa segir að talið sé að hann hafi verið seldur á dögunum fyrir um 40 til 50 milljónir íslenskra króna. Til samanburðar þá var verðmiðinn á Álfi frá Selfossi 60 milljónir, þegar falast var eftir honum fyrir nokkrum árum. 13.3.2013 15:02
Miklar lækkanir á skuldabréfamarkaði Miklar hræringar hafa verið á skuldabréfamarkaði í morgun. Ávöxtunarkrafa allra markflokka hefur hækkað, og í mörgum tilfellum hefur hækkunin verið veruleg, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. 13.3.2013 13:59
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 20. mars næstkomandi. 13.3.2013 10:51
Hafa áhyggjur af "gullgrafaraæði" í ferðaþjónustunni Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands lýsir áhyggjum af því "gullgrafaraæði“ sem virðist vera að grípa um sig í ferðaþjónustunni. 13.3.2013 10:37
Boeing prófar nýtt rafhlöðukerfi í Dreamliner þotunum Allr líkur eru á að Dreamliner þotur Boeing verksmiðjanna komist á loft að nýju innan skamms. 13.3.2013 06:29
FME varar við viðskiptum sem auglýst eru á Facebook á Íslandi Fjármálaeftirlitið (FME) vekur athygli á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) og Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði (EBA) hafa gefið út viðvörun til fjárfesta um viðskipti með CFD fjármálagerninga. Slíkir gerningar hafa verið markaðssettir hér á landi m.a. með auglýsingum á Facebook. 13.3.2013 06:26
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent