Helmingaskipti ríkis og einkabanka Þórður Snær Júlíusson skrifar 20. mars 2013 06:00 Fréttablaðið/GVA Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eru samtals með tæplega helmingsmarkaðshlutdeild á útlánamarkaði. Ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir og erlend fjármálafyrirtæki skipta með sér afganginum. Hlutur erlendra aðila, ef skuldir Actavis og Bakkavarar eru ekki taldar með, er tæplega fimmtungur. Þetta kemur fram í tölum um heildarútlán í íslenska bankakerfinu sem teknar hafa verið saman fyrir Markaðinn. Ekki hafa allir þeir aðilar sem samantektin nær til skilað ársreikningum fyrir árið 2012. Því miða tölur annaðhvort við níu mánaðauppgjör eða hálfsársuppgjör þess árs.Þreföld landsframleiðsla Alls nema heildarútlán í kerfinu 5.191 milljarði króna, eða um þrefaldri landsframleiðslu. Þegar leiðrétt er fyrir lánum til hinna risastóru Actavis og Bakkavarar, sem í reynd eru erlend fyrirtæki með fjármögnun utan landsteinanna, lækkar þessa tala um 950 milljarða króna. Af þeim 4.241 milljarði króna sem þá stendur eftir hafa bankastofnanir lánað tæpan helming. Þar er Landsbankinn stærstur með um fimmtán prósent heildarhlutdeild. Lífeyrissjóðir eru með um fimm prósent af markaðnum, Íbúðalánasjóður (ÍLS), Byggðastofnun og ýmsir aðrir smærri opinberir lánasjóðir eru með 22 prósenta hlut, skráð fyrirtækjaskuldabréf eru um þrjú prósent af fjármögnun á markaði og erlendir aðilar eru með 18 prósent markaðshlutdeild. Séu skuldir Actavis og Bakkavarar taldar með hækkar hlutfall skulda í eigu erlendra banka upp í fjörutíu prósent.Ríkisfyrirtæki fyrirferðarmikil Landsbankinn er sem kunnugt er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins, sem á 81,33 prósent í honum. Þegar skilyrt skuldabréf hans mun verða gefið út í lok þessa mánaðar mun þrotabú gamla Landsbankans skila þeim hlut sem það heldur á, 18,67 prósent, að nánast öllu leyti. Eftir það mun ríkið eiga allt að 98 prósenta hlut í bankanum og starfsmenn hans fá allt að tveggja prósenta hlut sem á að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi þeirra. Þegar markaðshlutdeild ríkisbankans er lögð saman við hlutdeild annarra lánastofnana í opinberri eigu kemur í ljós að þær eru með 39 prósent af lánamarkaðinum.Ríkið risi á smásölumarkaði Þegar horft er einungis á lán til einstaklinga, svokallaðan smásölumarkað (e. retail) kemur í ljós að bankar eru með 37 prósenta markaðshlutdeild, ÍLS, Byggðastofnun og aðrir opinberir lánasjóðir með 41 prósent og LÍN og lífeyrissjóðir landsins með hvort sinn ellefu prósenta hlut. Heildarumfang markaðarins, sem inniheldur meðal annars öll veitt húsnæðislán, er 1.641 milljarður króna, eða tæp ein landsframleiðsla. Af þeirri tölu lánuðu ríkisstofnanir og Landsbankinn út 1.057 milljarða króna, eða 64 prósent allra lána til einstaklinga. Stærstur hluti þeirra lána eru vitanlega húsnæðislán ÍLS og námslán sem LÍN veitir.Ráðandi á fyrirtækjamarkaði Hinn ráðandi hlutinn í lánageiranum eru útlán til fyrirtækja, ríkis, sveitarfélaga, eignarhaldsfélaga og „annarra". Þessi markaður er umtalsvert stærri en einstaklingsmarkaðurinn og eru heildarútlán á honum áætluð um 2.600 milljarðar króna. Þar eru innlendar bankastofnanir ráðandi með 55 prósent markaðshlutdeild. Stóru bankarnir þrír, Landsbanki, Arion banki og Íslandsbanki eru með nánast alla þá sneið. Erlendir aðilar koma þar næstir með um 28 prósent lána og ÍLS og Byggðastofnun eru með um níu prósent. Lífeyrissjóðir og skráð fyrirtækjaskuldabréf eru með minna. Ef ríkisstofnanir sem lána til fyrirtækja eru lagðar saman við hlutdeild Landsbankans á markaðnum kemur í ljós að saman eru þessir aðilar með um 23 prósent markaðarins. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eru samtals með tæplega helmingsmarkaðshlutdeild á útlánamarkaði. Ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir og erlend fjármálafyrirtæki skipta með sér afganginum. Hlutur erlendra aðila, ef skuldir Actavis og Bakkavarar eru ekki taldar með, er tæplega fimmtungur. Þetta kemur fram í tölum um heildarútlán í íslenska bankakerfinu sem teknar hafa verið saman fyrir Markaðinn. Ekki hafa allir þeir aðilar sem samantektin nær til skilað ársreikningum fyrir árið 2012. Því miða tölur annaðhvort við níu mánaðauppgjör eða hálfsársuppgjör þess árs.Þreföld landsframleiðsla Alls nema heildarútlán í kerfinu 5.191 milljarði króna, eða um þrefaldri landsframleiðslu. Þegar leiðrétt er fyrir lánum til hinna risastóru Actavis og Bakkavarar, sem í reynd eru erlend fyrirtæki með fjármögnun utan landsteinanna, lækkar þessa tala um 950 milljarða króna. Af þeim 4.241 milljarði króna sem þá stendur eftir hafa bankastofnanir lánað tæpan helming. Þar er Landsbankinn stærstur með um fimmtán prósent heildarhlutdeild. Lífeyrissjóðir eru með um fimm prósent af markaðnum, Íbúðalánasjóður (ÍLS), Byggðastofnun og ýmsir aðrir smærri opinberir lánasjóðir eru með 22 prósenta hlut, skráð fyrirtækjaskuldabréf eru um þrjú prósent af fjármögnun á markaði og erlendir aðilar eru með 18 prósent markaðshlutdeild. Séu skuldir Actavis og Bakkavarar taldar með hækkar hlutfall skulda í eigu erlendra banka upp í fjörutíu prósent.Ríkisfyrirtæki fyrirferðarmikil Landsbankinn er sem kunnugt er að stærstum hluta í eigu íslenska ríkisins, sem á 81,33 prósent í honum. Þegar skilyrt skuldabréf hans mun verða gefið út í lok þessa mánaðar mun þrotabú gamla Landsbankans skila þeim hlut sem það heldur á, 18,67 prósent, að nánast öllu leyti. Eftir það mun ríkið eiga allt að 98 prósenta hlut í bankanum og starfsmenn hans fá allt að tveggja prósenta hlut sem á að mynda stofn að nýju kaupaukakerfi þeirra. Þegar markaðshlutdeild ríkisbankans er lögð saman við hlutdeild annarra lánastofnana í opinberri eigu kemur í ljós að þær eru með 39 prósent af lánamarkaðinum.Ríkið risi á smásölumarkaði Þegar horft er einungis á lán til einstaklinga, svokallaðan smásölumarkað (e. retail) kemur í ljós að bankar eru með 37 prósenta markaðshlutdeild, ÍLS, Byggðastofnun og aðrir opinberir lánasjóðir með 41 prósent og LÍN og lífeyrissjóðir landsins með hvort sinn ellefu prósenta hlut. Heildarumfang markaðarins, sem inniheldur meðal annars öll veitt húsnæðislán, er 1.641 milljarður króna, eða tæp ein landsframleiðsla. Af þeirri tölu lánuðu ríkisstofnanir og Landsbankinn út 1.057 milljarða króna, eða 64 prósent allra lána til einstaklinga. Stærstur hluti þeirra lána eru vitanlega húsnæðislán ÍLS og námslán sem LÍN veitir.Ráðandi á fyrirtækjamarkaði Hinn ráðandi hlutinn í lánageiranum eru útlán til fyrirtækja, ríkis, sveitarfélaga, eignarhaldsfélaga og „annarra". Þessi markaður er umtalsvert stærri en einstaklingsmarkaðurinn og eru heildarútlán á honum áætluð um 2.600 milljarðar króna. Þar eru innlendar bankastofnanir ráðandi með 55 prósent markaðshlutdeild. Stóru bankarnir þrír, Landsbanki, Arion banki og Íslandsbanki eru með nánast alla þá sneið. Erlendir aðilar koma þar næstir með um 28 prósent lána og ÍLS og Byggðastofnun eru með um níu prósent. Lífeyrissjóðir og skráð fyrirtækjaskuldabréf eru með minna. Ef ríkisstofnanir sem lána til fyrirtækja eru lagðar saman við hlutdeild Landsbankans á markaðnum kemur í ljós að saman eru þessir aðilar með um 23 prósent markaðarins.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira