Fleiri fréttir

Þúsundir tilboða bárust í Haga

Um þrjú þúsund tilboð bárust í hlutabréf í Haga í útboði sem lauk í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka nam heildarfjárhæð tilboðanna um 40 milljörðum króna. Fjárfestar gátu sent inn tilboð í á bilinu 100 þúsund krónur til 500 milljónir króna, en vegna mikillar eftirspurnar í útboðinu er ljóst að hver aðili fær aðeins hluta síns tilboðs samþykktan. Bæði almenningi og fagfjárfestum var gefinn kostur á að skrá sig fyrir samtals 20-30% af útgefnum hlutum í félaginu.

Bréf Icelandair og Marel hækka skarplega

Gengi bréfa Icelandair hafa hækkað um tæplega 2,4% í dag og gengi bréfa í Marel um tæplega 3%. Gengi Icelandair er nú 5,18 og gengi bréfa í Marel er 122,5. Rauðar tölur einkenna nú markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað um 1 til 2 prósent og vísitölur í Bandaríkjunum um 0 til 1 prósent.

Rauður dagur í dag

Allar hlutabréfavísitölur eru rauðar í dag beggja megin Atlantsála. Á Wall Street lækkaði Nasdaq vísitalan um 1,99% og S&P 500 lækkaði um 2,11%. Austanmegin lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,14%, DAX lækkaði um 2,01% og CAC 40 lækkaði um 2,53%.

Leiðtogarnir mættir til Brussel

Leiðtogar helstu ríkja innan Evrópusambandsins eru mættir til fundar í Brussel til þess að ræða skuldakreppuna á evrusvæðinu og finna hugsanlegar lausnir á myntvandanum. Helsta umræðuefnið á fundinum er sameiginleg tillaga Frakka og Þjóðverja um aðhald í ríkisútgjöldum sem felur í sér að ríki sem eyða of miklu verða beitt refsiaðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við komuna til Brussel að evran hefði tapað trúverðugleika. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum sem muni skaða hagsmuni Breta.

Mikill áhugi á hlutabréfum í Högum

Mikill áhugi var á útboði á hlutabréfum í Högum, rekstraðila Bónus og Hagkaupa, en frestur til að skila inn tilboði rann út í dag. Opnað var fyrir tilboð í tuttugu til þrjátíu prósent eignarhlut í fyrirtækinu á mánudag en samkvæmt heimildum fréttastofu var eftirspurn fimmfalt meiri en framboð. Stefnt er að því að skrá fyrirtækið á markað á fimmtudag í næstu viku. Hlutirnir voru upphaflega boðnir út á genginu 11 - 13,5 á hlut.

Enn engin ákvörðun í Icesave málinu

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur enn ekki tekið neina ákvörðun um það hvort mál verði höfðað gegn Íslandi vegna Icesave reikninganna. Þetta segir Trygve Mellvang-Berg upplýsingafulltrúi ESA í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis. Hann vill lítið tjá sig um það hvaða áhrif 400 milljarða króna greiðsla út úr þrotabúi gamla Landsbankans í gær hafi á stöðu Icesavemálsins.

Stewart gróðavænlegust

Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum.

Sarkozy segir lausn um helgina vera einu leiðina

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir ekkert annað koma til greina fyrir leiðtoga evruríkjanna en að komast að afgerandi niðurstöðum, hvað varðar viðbrögð við vaxandi skuldavanda þjóðríkja og banka í Evrópu. Sarkozy segir enn fremur að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða og kynna þær vel fyrir opnun markað á mánudag.

Stýrivextir lækkaðir í Evrópu

Evrópski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentustig. Stýrivextir á evrusvæðinu standa því í einu prósenti og hafa aldrei verið lægri. Búist hafði verið við þessum tíðindum nú stendur yfir leiðtogafundur Evrópuríkja þar sem talað er um að framtíð evrunnar sé undir. Stefnt er að breytingum á sáttmála Evrópusambandsins.

Hannes fékk ekki krónu

Hannes Smárason, fjárfestir, er ekki einn þeirra sem hafa fengið greitt fé inn á eigin reikning úr þrotabúi Landsbankans, eins og lesa mátti um á forsíðu Morgunblaðsins í morgun, og ýmsir vefmiðlar hafa vitnað til í dag.

Allir eins í okkar augum

Olís ehf. hefur selt landsmönnum bensín og olíu í áratugi en fyrirtækið var stofnað árið 1927. Eldsneyti er þó ekki það eina sem fyrirtækið býður neytendum en Olís bæði flytur inn og selur efni til hreingerninga og aðstoðar fyrirtæki við þrifaáætlanir.

Mikill verðmunur á bókum - Penninn-Eymundsson neitar að taka þátt

Mikill verðmunur er á bókum samkvæmt verðlaseftirliti ASÍ en í flestum tilvikum var 30 til 60 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði. Lægsta verðið var oftast að finna í versluninni Bónus eða á 25 titlum af 63, en sú verslun var einnig með fæsta bókatitla á boðstólum eða aðeins 29 af þeim 63 sem skoðaðir voru.

Hrein eign ríkissjóðs rýrnar milli ára

Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. eignir umfram skuldir, var neikvæð um 723 milljarða króna í lok 3. ársfjórðungs ársins eða 44.6% af landsframleiðslu samanborið við 36.9% af landsframleiðslu á sama ársfjórðungi í fyrra.

Fjárhagur hins opinbera batnar milli ára

Fjárhagur hins opinbera hefur batnað töluvert frá því í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi ársins var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 19 milljarða króna eða sem nemur 4,6% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins og 10,7% af tekjum þess. Á sama tíma í fyrra var tekjuafkoman neikvæð um ríflega 20 milljarða króna eða 5,2% af landsframleiðslu.

Vöruskiptin hagstæð um 7,6 milljarða í nóvember

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember s.l. var útflutningur 53,2 milljarðar króna og innflutningur tæpir 45,7 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 7,6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Það felst áskorun í ótrúlegum vexti Kína

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fjallaði ítarlega um efnahagsleg samband Bandaríkjanna og Kína í viðtali við Charlie Rose fyrir nokkru síðan. Hann segir Kínverja standa frammi fyrir áskorunum.

Skammbyssur og skotvopn jólagjöfin í ár vestan hafs

Skammbyssur og önnur skotvopn koma sterkt inn sem jólagjöfin í ár í Bandaríkjunum. Metsala varð á skammbyssum og skotvopnum á svokölluðum Svörtum föstudegi þann 25. nóvember s.l. en á þeim degi hefjast jólagjafakaup Bandaríkjamanna.

Fasteignaveltan jókst um 100% milli ára í nóvember

Gífurleg aukning varð á fjölda kaupsamninga um fasteignir og veltu á fasteignamarkaðinum í nóvember s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Aukningin í fjölda samninga nemur 69% og veltan jókst um tæp 100%.

Tapa riftunarmáli og fá ekki 150 milljónir

Greiðslum upp á 150 milljónir, sem runnu frá Landsbankanum til sjóðs á vegum Íslenskra verðbréfa 6. október 2008, verður ekki rift þrátt fyrir kröfu slitastjórnar bankans þar um. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp svofelldan dóm í gær.

Ótímabært að spá um hvort Íslandi verður stefnt

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að útgreiðslur á rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna út úr þrotabúi Landsbankans hljóti að hafa góð áhrif á andrúmsloftið í kringum Icesavemálið. Hann vill ekkert spá fyrir um það hvort Eftirlitsstofnun EFTA muni stefna Íslendingum fyrir EFTA dómstólnum eins og óttast hefur verið.

Eldrauðar tölur í Evrópu

Það voru eldrauðar allar hlutabréfavísitölur á mörkuðum í Evrópu við lokun markaða í dag. FTSE lækkaði um 0,39, Dax um 0,57 og Cac 40 um 0,11. Staðan var öllu skárri í Bandaríkjunum. Þar stóð Nasdaq nánast í stað en S&P 500 hækkaði um 0,20.

S&P hækkar lánshæfismat TM

Lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor's hefur hækkað mat sitt á Tryggingamiðstöðinni úr BB í BB+. "Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi. Hækkun S&P´s á mati TM er að mínu mati fyrst og fremst viðurkenning á því góða starfi sem starfsfólk félagsins hefur unnið á undanförnum árum. Innleiðing nýrrar stefnu með áherslu á grunnrekstur og áhættustýringu hefur skilað góðum árangri. Metnaðarfull markmið um umbætur á flestum þáttum rekstrarins hafa gengið eftir, samhliða áherslum um bætta þjónustu við viðskiptavini félagsins. Hækkunin endurspeglar þá skoðun S&P´s að TM er öflugt, traust og vel rekið félag,“ segir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, á vef félagsins.

Landsbankinn greiðir 432 milljarða upp í Icesave-skuldina

Þrotabú gamla Landsbankans hefur greitt 432 milljarða til kröfuhafa upp í forgangskröfur. Þetta kemur fram á vef slitastjórnarinnar. Stærstur hluti forgangskrafna í bú bankans er vegna innstæðna á Icesave-innlánsreikningum bankans.

Stórir samningar skila góðum tekjum

Ráðgjafafyrirtækið Markó Partners hefur verið milligönguaðili í nokkrum stórum viðskiptasamningum á þessu ári, nú síðast þegar kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods keypti starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) á 26,9 milljarða króna í síðasta mánuði.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Markaðir í uppsveiflu

Bjartsýni hefur aukist meðal fjárfesta um að leiðtogafundur Evrópusambandsins sem hefst á morgun muni skila árangri í baráttunni við skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Munir úr dánarbúi Elisabeth Taylor seldir á sex milljarða

Um 2.000 munir sem voru í eigu Hollywood dívunnar Elisabeth Taylor eru nú á uppboði hjá Christie´s í New York. Reiknað er með að um 6 milljarðar króna fáist fyrir þessa muni en meðal þeirra er umfangsmikið skartgripasafn Taylor sem lést í mars á þessu ári.

Skuldatryggingaálag Íslands lækkar verulega

Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað verulega á síðustu dögum og er komið niður í 301 punkt samkvæmt vefsíðunni Keldan sem aftur byggir á gögnum frá Bloomberg fréttaveitunni.

Landsvirkjun ekki gerð að hlutafélagi

Ekki verður hróflað við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum hjá núverandi ríkisstjórn, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Í skýrslu sem Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu fyrir fjármálaráðuneytið er lagt til að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög og auka verkefnafjármögnun við nýjar framkvæmdir.

Vísaði í Þursaflokkinn: "Pínulítill kall“

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir fullyrðingar Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, þess efnis að LÍÚ leggi sig í einelti uppspuna.

Höfðatorg í hendur kröfuhafa

Eigandi byggingarfélagsins Eyktar hefur misst Höfðatorg ehf. til lánardrottna. Höfðatorg ehf. á Höfðatorgsbygginguna og óbyggðar lóðir þar í kring og skuldaði 23 milljarða króna um síðustu áramót.

Sjá næstu 50 fréttir