Stórir samningar skila góðum tekjum Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. desember 2011 13:23 Ráðgjafafyrirtækið Markó Partners samanstendur af eigandanum og framkvæmdastjóranum Kjartani Ólafssyni (fyrir miðju), Valdimari Halldórssyni (til hægri) og Jóni Þrándi Stefánssyni (til vinstri). Ráðgjafafyrirtækið Markó Partners hefur verið milligönguaðili í nokkrum stórum viðskiptasamningum á þessu ári, nú síðast þegar kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods keypti starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) á 26,9 milljarða króna í síðasta mánuði. Þá veitti félagið bandaríska fjárfestingasjóðnum Paine og Partners ráðgjöf þegar hann keypti norska fiskimjöls- og lýsisfyrirtækið Scanbio í júlí og vann fyrir kanadíska félagið Cooke Aquaculture við kaup á spænska fiskeldisfélaginu Culmarex, einnig í júlí.Góð ráð eru dýr Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og eigandi Markó, vill ekki segja hversu háar þóknanir ráðgjafarfyrirtæki fá fyrir að aðstoða við svona stóra samninga. „Þetta er þannig geiri að samningarnir eru stórir og geta skilað miklum tekjum. En það getur líka verið langt á milli þeirra. Og góð ráð eru dýr. Okkar vinna snýst að hluta til um að brúa bilið á milli fjárfesta og meðalstórra fyrirtækja. Við erum stoltir af því að stór sjávarútvegsfyrirtæki við Norður-Atlantshafið hafa valið okkur til samstarfs við sína viðskiptaþróun. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki sérstakar einingar sem einbeita sér að viðskiptaþróun og ákvarðanataka er með öðrum hætti en til dæmis í fjármálageiranum sem er mjög drifinn áfram af tölulegum upplýsingum og mati á þýðingu þeirra. Við höfum talsverða reynslu af fjármálatengdri þjónustu við sjávarútveginn og höfum náð góðri yfirsýn og viðskiptasamböndum sem geta nýst vel fyrir þá sem eru að leita að hagræðingarmöguleikum í sínum rekstri." Að sögn Kjartans eru mikil tækifæri í fyrirtækjaráðgjöf í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi. „Við horfum á þrjá kjarna: Kanada, Noreg og Ísland. Það eru mikil tækifæri í Kanada og við munum áfram horfa þangað. Í Noregi eru 19 laxeldisfélög skráð í Kauphöllina í Ósló. Það eru mjög áhugaverð tækifæri í kringum þau vegna þess að það hafa orðið svo miklar breytingar á laxamarkaðinum. Samkeppnin í Noregi er þó mjög mikil. Síðan horfum við á íslenskan sjávarútveg sem sofandi risa. Um leið og það skapast aukinn vinnufriður innan geirans verða fjölmörg tækifæri hér." Þrátt fyrir að hlutverk Markó í stórum viðskiptasamningum erlendis hafi verið fyrirferðamikill hluti af starfsemi félagsins á árinu þá hefur það líka unnið töluvert innanlands. "Við höfum verið að vinna fyrir íslensku bankana og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Ástæðan fyrir því að erlendu samningarnir eru sýnilegri er sú að nauðsynlegt hefur þótt að senda út fréttatilkynningar við gerð þeirra. Þar er enda um að ræða skráða aðila eða stóra fjárfestingasjóði með fjölda eigenda." Nýtir sambönd Kjartan er með meistarapróf í sjávarútvegsfræðum frá háskólanum í Tromsö. Fljótlega eftir útskrift árið 1999 hóf hann að vinna hjá hinum þá nýlega einkavædda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA), sem síðar sameinaðist Íslandsbanka og varð Glitnir. Innan FBA voru sjóðir á borð við Fiskveiðisjóð og Iðnlánasjóð sem höfðu lánað töluvert innan sjávarútvegsins.Kjartan segir að frá upphafi hafi verið mörkuð sú stefna innan bankans að einbeita sér að vexti erlendis innan sjávarútvegs. "Það var unnið að því að kortleggja sjávarútveg í löndunum í kringum okkur, en einnig Kanada og Alaska. Við keyptum norskan banka sem var með mikið af útlánum í sjávarútvegi og byggðum upp talsvert útlánasafn innan geirans í Kanada. Við bankahrunið voru útlán Glitnis til sjávarútvegs annars staðar en á Íslandi orðin í kringum 2,5 milljarðar Bandaríkjadala. Það var verulega umfram það sem bankinn hafði lánað til sjávarútvegs hérna heima. Í þessari vinnu myndaðist mikið af viðskiptasamböndum. Eftir bankahrunið starfaði ég aðeins áfram hjá Íslandsbanka en hætti svo í apríl 2009. Smám saman fór að myndast grundvöllur fyrir það sem í dag er Markó Partners."thordur@frettabladid.is Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Markó Partners hefur verið milligönguaðili í nokkrum stórum viðskiptasamningum á þessu ári, nú síðast þegar kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner Foods keypti starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) á 26,9 milljarða króna í síðasta mánuði. Þá veitti félagið bandaríska fjárfestingasjóðnum Paine og Partners ráðgjöf þegar hann keypti norska fiskimjöls- og lýsisfyrirtækið Scanbio í júlí og vann fyrir kanadíska félagið Cooke Aquaculture við kaup á spænska fiskeldisfélaginu Culmarex, einnig í júlí.Góð ráð eru dýr Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og eigandi Markó, vill ekki segja hversu háar þóknanir ráðgjafarfyrirtæki fá fyrir að aðstoða við svona stóra samninga. „Þetta er þannig geiri að samningarnir eru stórir og geta skilað miklum tekjum. En það getur líka verið langt á milli þeirra. Og góð ráð eru dýr. Okkar vinna snýst að hluta til um að brúa bilið á milli fjárfesta og meðalstórra fyrirtækja. Við erum stoltir af því að stór sjávarútvegsfyrirtæki við Norður-Atlantshafið hafa valið okkur til samstarfs við sína viðskiptaþróun. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki sérstakar einingar sem einbeita sér að viðskiptaþróun og ákvarðanataka er með öðrum hætti en til dæmis í fjármálageiranum sem er mjög drifinn áfram af tölulegum upplýsingum og mati á þýðingu þeirra. Við höfum talsverða reynslu af fjármálatengdri þjónustu við sjávarútveginn og höfum náð góðri yfirsýn og viðskiptasamböndum sem geta nýst vel fyrir þá sem eru að leita að hagræðingarmöguleikum í sínum rekstri." Að sögn Kjartans eru mikil tækifæri í fyrirtækjaráðgjöf í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi. „Við horfum á þrjá kjarna: Kanada, Noreg og Ísland. Það eru mikil tækifæri í Kanada og við munum áfram horfa þangað. Í Noregi eru 19 laxeldisfélög skráð í Kauphöllina í Ósló. Það eru mjög áhugaverð tækifæri í kringum þau vegna þess að það hafa orðið svo miklar breytingar á laxamarkaðinum. Samkeppnin í Noregi er þó mjög mikil. Síðan horfum við á íslenskan sjávarútveg sem sofandi risa. Um leið og það skapast aukinn vinnufriður innan geirans verða fjölmörg tækifæri hér." Þrátt fyrir að hlutverk Markó í stórum viðskiptasamningum erlendis hafi verið fyrirferðamikill hluti af starfsemi félagsins á árinu þá hefur það líka unnið töluvert innanlands. "Við höfum verið að vinna fyrir íslensku bankana og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Ástæðan fyrir því að erlendu samningarnir eru sýnilegri er sú að nauðsynlegt hefur þótt að senda út fréttatilkynningar við gerð þeirra. Þar er enda um að ræða skráða aðila eða stóra fjárfestingasjóði með fjölda eigenda." Nýtir sambönd Kjartan er með meistarapróf í sjávarútvegsfræðum frá háskólanum í Tromsö. Fljótlega eftir útskrift árið 1999 hóf hann að vinna hjá hinum þá nýlega einkavædda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA), sem síðar sameinaðist Íslandsbanka og varð Glitnir. Innan FBA voru sjóðir á borð við Fiskveiðisjóð og Iðnlánasjóð sem höfðu lánað töluvert innan sjávarútvegsins.Kjartan segir að frá upphafi hafi verið mörkuð sú stefna innan bankans að einbeita sér að vexti erlendis innan sjávarútvegs. "Það var unnið að því að kortleggja sjávarútveg í löndunum í kringum okkur, en einnig Kanada og Alaska. Við keyptum norskan banka sem var með mikið af útlánum í sjávarútvegi og byggðum upp talsvert útlánasafn innan geirans í Kanada. Við bankahrunið voru útlán Glitnis til sjávarútvegs annars staðar en á Íslandi orðin í kringum 2,5 milljarðar Bandaríkjadala. Það var verulega umfram það sem bankinn hafði lánað til sjávarútvegs hérna heima. Í þessari vinnu myndaðist mikið af viðskiptasamböndum. Eftir bankahrunið starfaði ég aðeins áfram hjá Íslandsbanka en hætti svo í apríl 2009. Smám saman fór að myndast grundvöllur fyrir það sem í dag er Markó Partners."thordur@frettabladid.is
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira