Fleiri fréttir

Atvinnuleysi heldur meira hjá konum

Atvinnuleysi á meðal kvenna er heldur meira en hjá körlum. Hjá konum mælist það tæplega 7,2 prósent en hjá körlum nær 6 prósent.

Norðmenn óskuðu eftir smjöri frá Íslandi - við erum ekki aflögufær

Norðmenn hafa óskað eftir að kaupa smjör frá Íslandi þar sem jólaundirbúningur þar í landi er að komast í uppnám vegna smjörskorts. Mjólkursamsalan treystir sér ekki að verða við óskum Norðmannanna til að stefna ekki jólabakstri og jólahaldi hér á landi í tvísýnu.

8,7 milljörðum lakari vöruskiptajöfnuður

Vöruskiptajöfnuðurinn á fyrstu tíu mánuðum ársins var tæpum 8,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Verðmæti útflutnings jókst þó um rúm tólf prósent milli ára.

Mary krónprinsessa er 250 milljarða virði

Mary Donaldson, krónprinsessa Dana, er virði 250 milljarða íslenskra króna, segir Simon Anholt, ráðgjafi í stefnumótun, í samtali við danska ríkisútvarpið.

Hækkanir vestanhafs en lækkanir í Evrópu

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,4% í dag og S&P 500 hækkaði um 0,1%. Útlitið hefur því verið nokkuð bjart á mörkuðum vestanhafs í dag. Sama er ekki að segja í Evrópu FTSE stóð nánast í stað. Dax lækkaði um 1,27% og Cac um 0,48%. Ástæðan fyrir hörmungunum á mörkuðum í Evrópu þennan daginn er að miklu leyti rakin til ákvörðunar S&P lánshæfismatsfyrirtækisins um að setja öll ríki evrusvæðisins á athugunarlista.

Apple til rannsóknar ásamt fimm risum

Hugbúnaðarrisinn Apple er nú til rannsóknar hjá Evrópusambandinu ásamt fimm útgáfufyrirtækjum, sem gefa út bækur og tímarit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Grunur leikur á verðsamráði, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Kauphöllin áminnir N1 og sektar félagið

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna olíufélagið N1 opinberlega og beita það sekt að upphæð 1,5 milljónir króna vegna brota félagsins á reglum Kauphallarinnar.

Vöruskiptin 8,7 milljörðum lakari en í fyrra

Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 512,6 milljarða króna en inn fyrir 423,1 milljarð króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 89,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 98,2 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því tæpum 8,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

FME samþykkir samruna Byrs og Íslandsbanka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrs og Íslandsbanka með fyrirvara um að samrunaferlið verði í samræmi við lög um hlutafélög.

Aðeins léttir á skuldabyrði Spánar og Ítalíu

Aðeins hefur létt á skuldabyrði Ítalíu og Spánar í kjölfar þess að aukin bjartsýni ríkir meðal fjárfesta um að lausn finnist á skuldakreppunni á evrusvæðinu á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn verður á föstudaginn kemur.

Veltan á gjaldeyrismarkaðinum yfir 15 milljörðum

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í nóvember síðastliðnum nam rúmum 15 milljörðum kr sem er 42,6% aukning frá fyrra mánuði. Raunar er um mestu veltuna á þessum markaði að ræða í einstökum mánuði frá áramótum.

Rótarlénið .XXX opnar á morgun

Á morgun verður rótarlénið .XXX sett á laggirnar. Er þetta gert til að aðgreina klámefni frá öðru efni á veraldarvefnum.

Vopnafjörður seldi fyrir hálfan milljarð

Vopnarfjarðarhreppur hefur selt hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu HB Granda fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Sveitarstjóri hreppsins segir söluna styrkja fjárhag sveitarfélagsins verulega.

Þremenningarnir látnir lausir

Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, og Inga Rafnari Júlíussyni, fyrrverandi miðla hjá Glitni, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Þetta staðfesti Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérstaks saksóknara í síðustu viku og úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Að loknum yfirheyrslum í dag voru þeir svo látnir lausir.

Portúgal mitt í storminum

Kreppan sem nú skekur Suður-Evrópu, einkum Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán, er djúpstæð og er þegar farin að hafa neikvæð félagsleg áhrif.

Fimmtán ríki á athugunarlista S&P

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor's hefur sett Þýskaland, Frakkland og þrettán önnur evruríki á athugunarlista vegna ótta um áhrif skuldakreppunnar í Evrópu á fjárhag landanna. Þessi ákvörðun S&P þýðir að 50% líkur eru á að lánshæfismatseinkunn ríkja með AAA einkunn verði lækkuð. Þessi ákvörðun kom fjárfestum í opna skjöldu og olli því að hlutabréf lækkuðu í dag. Þá féll gengi evrunnar einnig.

Þessir sóttu um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins

Alls sóttu þrettán einstaklingar um starfs forstjóra Bankasýslu ríkisins en umsóknarfresturinn rann út 27. nóvember síðastliðinn. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipa nýjan forstjóra en Páll Magnússon sagði sig frá starfinu fyrir skemmstu og stjórnin í kjölfarið. Sérstök hæfnisnefnd mun fara yfir hæfi umsækjanda en það er svo stjórn Bankasýslunnar sem tekur endanlega ákvörðun um það hver verður ráðinn í starfið.

Íslandsbanki stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa

Íslandsbanki verður eigandi að 28% prósenta hlut í Íslenskum Verðbréfum, eignastýringafyrirtækis sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, með yfirtöku á Byr sparisjóði. Byr var áður stærsti einstaki hluthafi ÍV, með 28% hlut, en hann er nú á leið í hendur Íslandsbanka eftir að bankinn keypti Byr fyrir um 6,6 milljarða króna.

Ef ekkert verður gert gæti þurft að segja kjarasamningum upp

Verið er að breikka bilið á milli þeirra sem stóla á framfærslu frá ríkinu og annarra í samfélaginu með túlkun ríkisstjórnarinnar á viljayfirlýsingu sinni um hækkun bóta úr almannatryggingum sem undirrituð var ásamt kjarasamningum í vor segir formaður VR. Ef ekkert verður gert er erfitt að halda kjarasamningum í gegnum endurskoðun þeirra í janúar.

Vilja að FME verði rannsakað vegna aukins rekstrarkostnaðs

Fjárlaganefnd Alþingis vill að efnahags- og viðskiptaráðherra rannsaki starfsemi Fjármálaeftirlitsins vegna aukins rekstrarkostnaðar stofnunarinnar á undanförnum árum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að stofnunin hafi vaxið óeðlilega mikið.

Góður gangur í byggingu nýrrar kerverksmiðju Fjarðaráls

Framkvæmdum miðar vel áfram við byggingu nýrrar kersmiðju Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og fögnuðu starfsmenn byggingaverktakanna nýlega 100 þúsund slysalausum vinnustundum við framkvæmdirnar. Tæplega hundrað manns vinna við bygginguna. Kostnaður vegna framkvæmdanna er áætlaður nálægt fjórum milljörðum króna.

Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri sagt upp

Níu starfsmönnum Byrs á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku. Flestir þeirra hafa valið að starfa áfram fram í lok janúar og fresta starfslokum þangað til. Starfsmennirnir störfuðu allir í bakvinnslu. Þetta kemur fram á vefnum Vikudagur.

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum Seðlabankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans á miðvikudaginn kemur.

Forstjóri PepsiCo er valdamesta konan í einkageiranum

Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, móðurfélags Pepsi á heimsvísu, er álitinn valdamesta kona í einkageiranum á heimsvísu samkvæmt Forbes. Hún stýrir fyrirtæki sem veltir árlega meira en 60 milljörðum dollara og er stærsta matvælafyrirtæki Bandaríkjanna. Starfsmenn á heimsvíu eru yfir 300 þúsund.

Bjóða miða á starfsmannakjörum - 5000 krónur báðar leiðir auk skatta

Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði.

Pálmi Haralds: Ærleg jólahreingerning hjá Iceland Express

Iceland Express er vel í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna með nýjum flugvélakosti auk þess sem eigandi félagsins hefur lagt því til 1,3 milljarða króna í reiðufé á síðustu mánuðum til að mæta taprekstri þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem í dag tilkynnti um sölu á tæplega fimm þúsund sætum sem almenningur getur keypt á starfsmannakjörum. „Félagið ber engar vaxtaberandi skuldir hjá bönkum og lánastofnunum og mætir endurnýjað aukinni samkeppni og verkefnum sínum á komandi árum með metnaðarfull markmið í farteskinu," segir ennfremur.

Eva Joly kallar eftir ákærum

Eva Joly, sem á sínum tíma var ráðgjafi sérstaks saksóknara í rannsóknum tengdum bankahruninu, segir að nú ættu ákærur að hafa litið dagsins ljós, og þær fleiri en ein. Rætt var við Joly í Silfri Egils á RÚV í dag og þar sagðist hún sýna því skilning að langan tíma taki að rannsaka mál af þessu tagi en bendir á að nú séu liðin þrjú ár og enn hafi engin ákæra verið gefin út á hendur helstu gerendum í hruninu.

Indverjar halda stóru keðjunum frá smásölunni

Indverjar hafa ákveðið að banna alþjóðlegum risafyrirtækjum á sviði smásölu að opna stórar verslunarmiðstöðvar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mörg fyrirtæki á sviði smásölu hafa reynt að feta sig inn á indverska markaðinn og stóðu líkur til þess að stjórnvöld myndu opna markaðinn upp á gátt fyrir lok árs með sérstakri lagasetningu. Nú er útlit fyrir að það gerist ekki, samkvæmt frétt BBC.

Merkel valdamesta kona heims

Angela Merkel, Kanslari Þýskalands, er valdamesta kona heims samkvæmt lista Forbes. Af tíu valdamestu konum heims koma sex konur úr stjórnmálum og fjórar úr einkageiranum. Valdamesta konan í viðskiptalífinu er Indra Nooyi, forstjóri Pepsi. Þrjár valdamestu konurnar koma úr stjórnmálum.

Róbert Wessman gaf skýrslu hjá sérstökum saksóknara

Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Glitnis. Á meðal þeirra sem gáfu skýrslu í dag var Róbert Wessman svo og núverandi og fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka.

Framleiðandi FarmVille á markað

Tölveikjaframleiðandinn Zynga, sem framleiðir m.a. leikinn vinsæla FarmVille, hafa kynnt áform um að skrá fyrirtækið á markað. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að selja 100 milljónir hluta í félaginu á markaði á verðgildi sem gerir félagið virði um 9 milljarða dollara, eða sem nemur ríflega 1.000 milljörðum.

Yfirheyrslur í fullum gangi

Yfirheyrslur hófust í morgun í Glitnismálinu svokallaða. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari segir að það skýrist í dag hvort yfirheyrslum verði fram haldið á morgun einnig. Að hans sögn er ekkert gefið upp um hvort einhverjir nýir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu en þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Sjá næstu 50 fréttir