Viðskipti innlent

Mikill áhugi á hlutabréfum í Högum

Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Mikill áhugi var á útboði á hlutabréfum í Högum, rekstraðila Bónus og Hagkaupa, en frestur til að skila inn tilboði rann út í dag. Opnað var fyrir tilboð í tuttugu til þrjátíu prósent eignarhlut í fyrirtækinu á mánudag en samkvæmt heimildum fréttastofu var eftirspurn fimmfalt meiri en framboð. Stefnt er að því að skrá fyrirtækið á markað á fimmtudag í næstu viku. Hlutirnir voru upphaflega boðnir út á genginu 11 - 13,5 á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×