Viðskipti innlent

Hagvöxtur eykst um 3,7% milli ára

Landsframleiðsla fyrstu níu mánuði ársins jókst um 3,7% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuðina í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að landsframleiðsla jókst um 4,7% að raungildi milli 2. ársfjórðungs í ár og 3. ársfjórðungs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,6%. Einkaneysla jókst um 1,1%, samneysla var óbreytt og fjárfesting dróst saman um 5,3%.

Útflutningur jókst um 6,8% og innflutningur um 1,2%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára






Fleiri fréttir

Sjá meira


×