Viðskipti erlent

Vogunarsjóður telur Danmörku á barmi íslensks bankahruns

Bandaríski vogunarsjóðurinn Luxor telur að Danmörk rambi á barmi íslensks bankahruns.

Danmörk gæti orðið næsta Ísland eða Írland vegna gífurlegra útlána dönsku bankanna. Luxor hefur varað fjárfesta við þessu og jafnframt varar hann á þá við því að fjárfesta í hlutabréfum Danske Bank. Hinsvegar sé rakinn hagnaður í því að skortselja bankann.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Valuewalk sem veitir bandarískum fjárfestum þjónustu. Þar kemur fram að stærð bankakerfis Danmerkur sé komið úr öllum tengslum við stærð danska hagkerfisins eins og gerðist með íslensku bankana á síðustu árunum fyrir hrunið haustið 2008.

Fram kemur hjá Luxor að stærð danska bankakerfisins sé nú rúmlega 450% af landsframleiðslu landsins. Til samanburðar megi nefna að stærð bandaríska bankakerfisins er aðeins 90% af landsframleiðslu Bandaríkjanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.