Viðskipti erlent

Vogunarsjóður telur Danmörku á barmi íslensks bankahruns

Bandaríski vogunarsjóðurinn Luxor telur að Danmörk rambi á barmi íslensks bankahruns.

Danmörk gæti orðið næsta Ísland eða Írland vegna gífurlegra útlána dönsku bankanna. Luxor hefur varað fjárfesta við þessu og jafnframt varar hann á þá við því að fjárfesta í hlutabréfum Danske Bank. Hinsvegar sé rakinn hagnaður í því að skortselja bankann.

Þetta kemur fram á vefsíðunni Valuewalk sem veitir bandarískum fjárfestum þjónustu. Þar kemur fram að stærð bankakerfis Danmerkur sé komið úr öllum tengslum við stærð danska hagkerfisins eins og gerðist með íslensku bankana á síðustu árunum fyrir hrunið haustið 2008.

Fram kemur hjá Luxor að stærð danska bankakerfisins sé nú rúmlega 450% af landsframleiðslu landsins. Til samanburðar megi nefna að stærð bandaríska bankakerfisins er aðeins 90% af landsframleiðslu Bandaríkjanna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.