Viðskipti innlent

Telja innflutningsbann stangast á við EES samninginn

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Samtök verslunar og þjónustu hafa sent kvörtun til bæði eftirlitsstofnunar EFTA og umboðsmanns Alþingis, en þau telja að innflutningsbann á fersku kjöti stangist á við EES samninginn.

Á þriðjudag kvörtuðu Samtök verslunar og þjónustu til bæði umboðsmanns Alþingis og Eftirlitsstofnunar EFTA yfir því að íslensk stjórnvöld hafi ekki innleitt reglugerð um viðskipti með matvæli samkvæmt EES samningnum með viðeigandi hætti.

Að sögn Lárusar Ólafssonar, lögfræðings samtakanna, voru lögð fram frumvörp á árunum 2008 og 2009 til að bregðast við reglugerðinni þar sem lagt var til að innflutningur á ýmsum bannvörum á borð við kjöt, mjólk og egg yrði heimilaður, en þau hafi ekki náð fram að ganga. Jón Bjarnason, núverandi landbúnaðarráðherra, hafi svo lagt fram nýtt frumvarp 2009 þar sem gerð var sú breyting að innflutningsbanninu yrði ekki aflétt.

Þetta telja samtökin að íslensk stjórnvöld brjóti beinlínis gegn EES-samningnum.

Samtökin vonast til að því verði komið á framfæri við stjórnvöld að innleiðing löggjafarinnar sé ekki í samræmi við skuldbindingar landsins, og telja að breytt löggjöf geti verið til hagsbóta fyrir bæði neytendur og fyrirtæki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×