Viðskipti innlent

Hrein eign ríkissjóðs rýrnar milli ára

Hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. eignir umfram skuldir, var neikvæð um 723 milljarða króna í lok 3. ársfjórðungs ársins eða 44.6% af landsframleiðslu samanborið við 36.9% af landsframleiðslu á sama ársfjórðungi í fyrra.

Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar þar sem fjallað er um fjármál hins opinbera. Þar segir að heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.768 milljörðum króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem nam 109,2% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 1.676 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi í fyrra eða sem svarar 109,0% af landsframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×