Fleiri fréttir

Byggingakostnaður minnkar

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan desember 2010 er 100,8 stig sem er lækkun um 0,1% frá fyrri mánuði.

Seðlabankinn birtir skýrslu um peningastefnuna

Seðlabanki Íslands hefur birt skýrslu um peningastefnu hér á landi og afhent hana efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu sjónarmiðum er varða framtíðarfyrirkomulag gengis- og peningamála.

Nauðungarsölur fasteigna meir en tvöfaldast milli ára

Í lok nóvember 2010 höfðu 425 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Þetta er meir en tvöföldun á fjölda nauðungarsalna á fasteignum miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru þær 207 talsins í lok nóvember.

Actavis vill kaupa pólskt lyfjafyrirtæki

Actavis er meðal áhugasamra kaupenda að pólska lyfjafyrirtækinu Polfa. Samkvæmt frétt Bloomberg fréttaveitunnar mun Actavis berjast við fjögur önnur lyfjafyrirtæki um kaupin.

Dráttarvextir komnir niður í 11,5%

Seðlabankinn hefur lækkað dráttarvexti um eina prósentu og eru þeir því komnir niður í 11.5%. Þessir vextir fóru hæst í 26,5% í lok ársins 2008 eða skömmu eftir bankahrunið.

Landsvirkjun hefur enn ekki fengið lán i Búðarháls

Fjárfestingarbanki Evrópu frestar því enn að afgreiða lán til Búðarhálsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave sé að tefja málið. Fyrir vikið fá bormenn Ístaks ekki jólagjöfina sem þeir höfðu óskað sér.

Umfangsmiklar skattahækkanir ákveðnar

Fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur fyrirtækja hækkar í 20% og erfðafjárskattur tvöfaldast, en lög þessa efnis voru samþykkt á Alþingi í gær. Alls er talið að skattahækkanir skili ríkissjóði rúmum 10 milljörðum á næsta ári.

Til áréttingar vegna Icesave fréttar

Vegna fréttar okkar í gær um forgangsrétt á greiðslum úr þrotabúi Landsbankans skal árétta að Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, benti á galla á eldra Icesave samkomulagi sem skrifað var undir í júní 2009.

Mikið af loðnu fyrir norðan

Skip HB Granda hafa veitt 3.300 tonn það sem af er loðnuvertíðinni. Mikið er af loðnu fyrir norðan land að sögn skipstjóra. Aflanum hefur verið landað til vinnslu á Vopnafirði. Um 700 tonn hafa verið unnin til manneldis en um 2.600 tonn hafa farið til framleiðslu á fiskmjöli og -lýsi.

Milljónasta áltonnið framleitt á Reyðarfirði

Milljónasta tonnið var framleitt í álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði í vikunni, en framleiðsla hófst í álverinu í apríl 2007. Verðmæti milljón tonna af áli eru um 265 milljarðar króna miðað við álverð á markaði og gengi dollarans nú, en verðmæti útfluttra afurða frá Fjarðaáli frá upphafi nemur um 260 milljörðum króna.

Málskostnaður slitastjórnar í New York 375 milljónir

Slitastjórn Glitnis banka segir að kostnaður við málssókn gegn fyrrum hluthöfum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York nemi nú 375 milljónum króna. Heildarkostnaður þrotabúsins vegna rannsókna til að endurheimta fé nemur 1,2 milljörðum króna.

Spá því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á árinu

IFS Greining spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands náist fyrir árslok en spá fyrirtækisins gerir ráð fyrir að verðbólgan á 12 mánaða tímabili lækki úr 2,6 prósentum og í 2.5 prósent í desember. Hagstofan mun birta niðurstöður sínar úr mælingu á vísitölu neysluverðs á miðvikudaginn í næstu viku. IFS gerir hinsvegar ráð fyrir að verðbólgan hækki úr 3,2 prósentum í 4,8 prósent á þriggja mánaða tímbabili.

Spáir því að íbúðaverð hækki um 10% næstu tvö árin

Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð muni hækka um 10% að nafnverði næstu tvö árin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um nýjar tölur Þjóðskrár Íslands um að íbúðaverð í borginni hafi lækkað um 0,1% milli október og nóvember.

Losa þarf Álftanes við 4,1 milljarðs skuldbindingar

Fjárhaldsstjórn Álftanes hefur skilað af sér skýrslu um fjárhag sveitarfélagsins og lausnir á þeim vanda sem sveitarfélagið er í. Þar kemur m.a. fram að losa þurfi sveitarfélagið við skuldbindingar upp á 4,1 milljarð kr. og jafnframt að setja þurfi a.m.k. 5% álag á útsvar íbúa Álftanes fram til ársins 2014.

Óopnaður Landsbankapóstur kostaði 540 milljónir

Borgarsjóður Stoke-on-Trent á Englandi tapaði 3 milljónum punda eða rúmum 540 milljónum kr. sökum þess að tölvupóstur frá Landsbankanum í Bretlandi var ekki opnaður í aðdragenda hrunsins haustið 2008.

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Írlands

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands úr Aa2 og niður í Baa1. Horfur eru sagðar neikvæðar sem þýðir að hætta er á frekari lækkun einkunnarinnar.

Nýjum bílum fjölgar mest hér og á Írlandi

Hlutfallsaukning nýrra bíla hér á landi á þessu ári er með því mesta sem gerist meðal landa á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og hátt yfir meðaltali sem hljóðar upp á 5,1 prósents samdrátt milli ára. Þetta má lesa út úr nýjustu tölum ACEA, samtaka evrópskra bílaframleiðenda.

Lítil breyting í þróun íbúðaverðs í borginni

Lítil breyting varð í þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í nóvember. Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands hækkaði vísitala íbúðaverðs í borginni um 0,1% milli mánaða.

OR aflar sér 5 milljarða með skuldabréfaútgáfu

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjárhæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrirtækið vinnur áfram að fjármögnun langtímaverkefna innan lands og utan.

Eignarhald erlendis ekki gefið upp

Eignir Íslendinga í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum námu rúmum 873 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Gagnaverin samkeppnishæf

Þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa náð samkomulagi um að leggja til veigamiklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt. Breytingarnar eru forsenda þess að gagnaver hér á landi verði samkeppnishæf við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins.

Kærir málið til ríkissaksóknara

Jóhann Páll Símonarson og fimm aðrir sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum Gildi hafa kært þá ákvörðun sett saksóknara efnahagsbrota til ríkissaksóknara að hætta við rannsókn á háttsemi stjórnar og starfsmanna lífeyrissjóðsins í aðdraganda bankahrunsins.

Bjóða í verk í Noregi vegna verkefnaskorts á Íslandi

Óvissa er með verkefni á vegum Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) annað en reytingur smáverkefna þegar framkvæmdum við tónlistarhúsið Hörpu í Reykjavík lýkur í maí á næsta ári. Þungt hljóð mun vera í mörgum starfsmönnum. Um 450 manns á vegum ÍAV og undirverktaka hafa unnið við byggingu tónlistarhússins upp á síðkastið.

Fóður til lífrænnar ræktunar

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Bústólpi er fyrsta sérhæfða kjarnfóðurfyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu á kjarnfóðri.

Um 14 þúsund færri störf

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands fór fjöldi þeirra sem starfa á innlendum vinnumarkaði mest í 183.800 einstaklinga á þriðja ársfjórðungi 2008 en hefur minnkað síðan. Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, sem vildi vita hversu mörgum störfum hefði fækkað hér á landi árin 2008 og 2009 og það sem af er þessu ári.

Sérstakur saksóknari fær öll gögn

Undirréttur í Lúxemborg hefur úrskurðað að afhenda skuli sérstökum saksóknara öll gögn sem aflað var með húsleitum í Banque Havilland fyrr á árinu. Bankinn og fyrirsvarsmenn 19 félaga hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Tveimur núllum ofaukið í svari efnahags- og viðskiptaráðherra

Það skeikaði tveimur núllum í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um eign Íslendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum erlendis. Fram kom í svarinu sem birtist á vef Alþingis í gær, og Vísir sagði frá, að eign Íslendinga í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum næmi tæpum 900 milljörðum króna.

Mosfellsbær þarf að auka tekjur um 240 milljónir

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Megináherslur hennar eru að standa vörð um grunn- og velferðarþjónustu Mosfellsbæjar en jafnframt að skila hallalausum rekstri.

Heildarskuldir Vesturbyggðar nema 1300 milljónum

Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnanir sveitarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt í gær á fundi bæjarstjórnar. „Að frumvarpinu stendur bæjarstjórnin öll en einnig var íbúum boðið að koma að gerð fjárhagsáætlunarinnar,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Þá er bætt við að ríflega 10% íbúa sveitarfélagsins hafi tekið þátt í þeirri vinnu og að þrátt fyrir erfiða stöðu sé bæjarstjórn bjartsýn á framtíð sveitarfélagsins enda sé atvinnuástand í Vesturbyggð mjög gott. Heildarskuldir sveitarfélagsins nema hinsvegar 1300 milljónum króna en í Vesturbyggð búa tæpelga þúsund manns.

Ísland hrapar niður listann yfir mestu verðbólgulöndin

Verðbólgan hér á landi var 3,8% í nóvember samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) tekur saman og birti nú í morgun. Minnkar því verðbólgan um 0,8 prósentustig milli mánaða en hún var 4,6% hér á landi í október samkvæmt vísitölunni. Íslæand hrapar niður listan yfir Evrópulönd með mesta verðbólgu.

NSA kaupir rúmlega 30% hlut í Transmit

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur undirritað samning um kaup á 30,6% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Transmit ehf. Markmið eigenda félagsins er að Transmit verði leiðandi á sviði hugbúnaðar fyrir umsýslu rafræns markaðsefnis fyrirtækja.

Greining spáir óbreyttri verðbólgu í desember

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka í desember um 0,5% frá nóvembermánuði. Gangi spáin eftir verður verðbólgan 2,6% í mánuðinum og óbreytt frá nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir