Viðskipti innlent

Mikið af loðnu fyrir norðan

Á vertíðinni í fyrra einbeittu menn sér að því að veiða loðnu til hrognatöku vegna lítils kvóta.fréttablaðið/óskar
Á vertíðinni í fyrra einbeittu menn sér að því að veiða loðnu til hrognatöku vegna lítils kvóta.fréttablaðið/óskar MYNDÓPF

Skip HB Granda hafa veitt 3.300 tonn það sem af er loðnuvertíðinni. Mikið er af loðnu fyrir norðan land að sögn skipstjóra. Aflanum hefur verið landað til vinnslu á Vopnafirði. Um 700 tonn hafa verið unnin til manneldis en um 2.600 tonn hafa farið til framleiðslu á fiskmjöli og -lýsi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildar­stjóri uppsjávarveiðisviðs HB Granda, segir að stefnt sé að framhaldi loðnuveiða fljótlega eftir áramótin en framhaldið ræðst síðan af því hvort aukið verður við loðnukvótann eða ekki. Skipstjórar loðnuskipanna segja að mikið sé af loðnu fyrir norðan landið en það skýrist ekki fyrr en eftir loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar í byrjun næsta árs hvort hægt verði að auka við kvótann.

Á síðustu vertíð var veiðum skipa HB Granda hagað þannig að allur aflinn var nýttur til hrognatöku og frystingar á loðnuhrognum með það að markmiði að hámarka virði framleiðslunnar. Hið sama er haft að leiðarljósi nú og verður þess gætt að geyma nægan kvóta til hrognatöku. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×