Landsvirkjun hefur enn ekki fengið lán i Búðarháls 19. desember 2010 19:31 Fjárfestingarbanki Evrópu frestar því enn að afgreiða lán til Búðarhálsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave sé að tefja málið. Fyrir vikið fá bormenn Ístaks ekki jólagjöfina sem þeir höfðu óskað sér. Verktakinn, Ístak, er með lágmarksmannskap í vinnu á Búðarhálsi og hefur aðeins heimild til að vinna takmörkuð undirbúningsverk, meðan Landsvirkjun hefur ekki tryggt sér langtímafjármögnun fyrir verkið. Hérlendis höfðu margir gert sér vonir um að lánin fengust í gegn fyrir jól í ljósi nýs Icesave-samnings, ekki síst bormennirnir á Búðarhálsi. Benedikt Benediktsson, verkstjóri Ístaks á svæðinu, sagði fyrr í mánuðinum í viðtali við Stöð 2 að menn töluðu um aðgangur að fjármagni væri erfiður vegna Icesave en vonaðist til að það yrði jólagjöfin til þeirra að lánin fengust í gegn. En nú virðist útséð um að þeir fái slíka jólagjöf því stjórn Fjárfestingarbanka Evrópu kom saman á þriðjudag, til síns síðasta fundar á árinu, án þess að gefa grænt ljós á lánið fyrir Búðarháls. Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er spurður hvort verið sé með þessu að senda pólitísk skilaboð segir hann ljóst að Icesave sé að tefja fjármögnun. Spurður hvort bankinn sé að setja þrýsting á að Icesave-samningurinn verði lögfestur segir hann erfitt að tjá sig um málefni einstakra lánveitenda en kveðst þó vona að Landsvirkjun fái lánið, hvort sem Icesave klárast eða ekki. Hörður segir allt verða gert til að halda framkvæmdum við Búðarháls á áætlun en þær verði þó ekki settar á fullt fyrr en langtímafjármögnun sé tryggð. Hann viðurkennir að þótt til þessa hafi tekist að halda Búðarhálsi á áætlun sé þetta að tefja. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Fjárfestingarbanki Evrópu frestar því enn að afgreiða lán til Búðarhálsvirkjunar. Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að Icesave sé að tefja málið. Fyrir vikið fá bormenn Ístaks ekki jólagjöfina sem þeir höfðu óskað sér. Verktakinn, Ístak, er með lágmarksmannskap í vinnu á Búðarhálsi og hefur aðeins heimild til að vinna takmörkuð undirbúningsverk, meðan Landsvirkjun hefur ekki tryggt sér langtímafjármögnun fyrir verkið. Hérlendis höfðu margir gert sér vonir um að lánin fengust í gegn fyrir jól í ljósi nýs Icesave-samnings, ekki síst bormennirnir á Búðarhálsi. Benedikt Benediktsson, verkstjóri Ístaks á svæðinu, sagði fyrr í mánuðinum í viðtali við Stöð 2 að menn töluðu um aðgangur að fjármagni væri erfiður vegna Icesave en vonaðist til að það yrði jólagjöfin til þeirra að lánin fengust í gegn. En nú virðist útséð um að þeir fái slíka jólagjöf því stjórn Fjárfestingarbanka Evrópu kom saman á þriðjudag, til síns síðasta fundar á árinu, án þess að gefa grænt ljós á lánið fyrir Búðarháls. Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er spurður hvort verið sé með þessu að senda pólitísk skilaboð segir hann ljóst að Icesave sé að tefja fjármögnun. Spurður hvort bankinn sé að setja þrýsting á að Icesave-samningurinn verði lögfestur segir hann erfitt að tjá sig um málefni einstakra lánveitenda en kveðst þó vona að Landsvirkjun fái lánið, hvort sem Icesave klárast eða ekki. Hörður segir allt verða gert til að halda framkvæmdum við Búðarháls á áætlun en þær verði þó ekki settar á fullt fyrr en langtímafjármögnun sé tryggð. Hann viðurkennir að þótt til þessa hafi tekist að halda Búðarhálsi á áætlun sé þetta að tefja.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur