Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn höfðar skaðabótamál gegn BP Bandaríkjastjórn hefur höfðað skaðabótamál á hendur olíurisanum BP og átta öðrum fyrirtækjum vegna olíulekans á Mexíkóflóa fyrr á árinu. 16.12.2010 07:04 Reikna með 84 prósenta heimtum Slitastjórn Kaupthing Singer & Friedlander (KSF), banka Kaupþings í Bretlandi, hefur greitt kröfuhöfum 45 prósent af kröfum í bú bankans. Reiknað er með að endurheimtur muni nema á milli 78 og 84 prósentum. Þetta kemur fram í skýrslu til kröfuhafa frá lögfræðingum Ernst & Young í Bretlandi sem stýra slitum á KSF. 16.12.2010 06:00 ÍSAL er lykileign í safni Rio Tinto Tom Albanese, forstjóri fjölþjóðlega náma- og málmvinnslufyrirtækisins Rio Tinto, afhenti í gær álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík öryggisviðurkenningu samstæðunnar. Álverið er fyrst fyrirtækja Alcan, sem Rio Tinto keypti árið 2007, til þess að fá slík verðlaun. Með endursamningum um orkuverð fyrr á árinu jókst kostnaður álversins hér. Á móti kemur rekstraröryggi til langs tíma, segir forstjórinn. 16.12.2010 06:00 Gömlu eigendurnir eignast helming á ný Karl Þráinsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), og Gunnar Sverrisson framkvæmdastjóri hafa hvor um sig keypt 25 prósenta hlut í ÍAV. Þeir voru meðal aðaleigenda ÍAV sem misstu hlut sinn til kröfuhafa í fjárhagslegri endurskipulagningu í mars. Hinn helminginn á svissneska verktakafyrirtækið Marti Contractors, sem yfirtók verktakahluta ÍAV í mars síðastliðnum. 16.12.2010 06:00 Hraða úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja Víðtækt samkomulag hefur náðst um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Skrifað var undir samkomulagið síðdegis í dag í Rúgbrauðsgerðinni. 15.12.2010 15:29 Seðlabankinn samdi um endurgreiðslu á 35 milljarða láni Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs Íslands hefur samið um endurgreiðslu á 35 milljarða króna útistandandi láni. Um er að ræða greiðslu á hluta af útistandandi sambankaláns þar sem Bayerische Landesbank var leiðandi lánveitandi. Lokagjalddagi lánsins er í september 2011. Ísland hefur endurgreitt € 225 milljónum evra, eða samtals um 35 milljarða króna, að nafnvirði af samtals € 300 milljóna evra láni. Þessi tilhögun er liður í traustri lánaumsýslu og lausafjárstýringu ríkissjóðs Íslands. 15.12.2010 17:20 Álverið í Straumsvík fær öryggisviðurkenningu afhenta Álverið í Straumsvík hlaut öryggisviðurkenningu aðalforstjóra Rio Tinto fyrr á árinu og fór verðlaunaafhending fram í dag við hátíðlega athöfn. 15.12.2010 16:28 ESA rannsakar stofnun stóru bankanna þriggja Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um að stofnunin hafi tekið ákvörðun um að taka til formlegrar rannsóknar ráðstafanir íslenska ríkisins í tengslum við stofnun og fjármögnun íslensku viðskiptabankanna Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. 15.12.2010 12:40 Útflæði vaxtagreiðslna veikti gengi krónunnar töluvert Töluverð veiking varð á gengi krónunnar í gær og telur greining Íslandsbanka að það megi rekja til útflæðis vaxtagreiðslna til erlenda aðila af ríkisbréfaflokknum RIKB10 sem féll á gjalddaga tíunda þessa mánaðar. 15.12.2010 12:34 Stoðir og Straumur selja hlut í Nordicom Stoðir og Straumur hafa minnkað eignarhlut sinn í danska fasteignafélaginu Nordicom. Frá því síðdegis í gær og aftur í morgun hafa borist fjöldi tilkynninga um eigendaskipti á hlutum í Nordicom. 15.12.2010 11:01 Samkomulag í höfn varðandi lítil og meðalstór fyrirtæki Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt í dag á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Fundurinn hefst klukkan þrjú. 15.12.2010 10:59 Leigusamningum fækkar um 10% milli mánaða Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 755 í nóvember s.l. og fækkar þeim um 10,1% frá október og um 0,8% frá nóvember 2009. 15.12.2010 10:04 ESB og Noregur ákveða makrílveiðar umfram ráðgjöf „Með því að taka til sín 90% þess makrílafla, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til, hafa Norðmenn og Evrópusambandið ákveðið að makrílaflinn á næsta ári fari langt fram úr því sem veiðiráðgjöf hljóðar upp á," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. 15.12.2010 09:47 Dómur vegna Edge reikninga Kaupþings á næsta ári Slitastjórn Kaupþings segir að dómur í ágreiningsmálum vegna Edge innlánsreikninga bankans í Þýskalandi sé væntanlegur um mitt næsta ár. 15.12.2010 09:29 Heildaraflinn dregst saman um 8% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 0,5% minni en í nóvember 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 8,0% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 15.12.2010 09:01 Vinnumarkaðurinn í Danmörku að botnfrjósa Vinnumarkaðurinn í Danmörku er að botnfrjósa og fá æ færri atvinnulausir vinnu í landinu þessa dagana. 15.12.2010 07:44 Kópavogsbær ætlar að minnka skuldir um milljarð Kópavogsbær stefnir að því að greiða um milljarð króna inn á skuldir bæjarsjóðs. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. 15.12.2010 07:38 Ætla að beita löggjöf ESB gegn íslenskum fiskiskipum Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins er nú að íhuga að beita löggjöf sambandsins til þess að setja löndunarbann á öll fiskiskip Íslendinga í evrópskum höfnum. 15.12.2010 07:17 Endanlega gengið frá sölu FIH bankans í janúar Endanlega verður gengið frá sölunni á FIH bankanum í Danmörku þann 6. janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum sem birt er á vefsíðu börsen. 15.12.2010 06:51 Njótum nú þegar góðra kjara vestra Ekki er brýnt að óska eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin, að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Sex þingmenn hafa lagt til að stofnað verði til viðræðna um slíkan samning. Í greinargerð segir að sóknarhagsmunir Íslands liggi í að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði fyrir útflutningsvörur. 15.12.2010 06:30 Löndunarbann hefði engin áhrif „Við vísum ábyrgðinni á þeirri ofveiði sem fyrirsjáanleg er á næsta ári alfarið á hendur Evrópusambandinu og Noregi,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðum við ESB og Noreg. 15.12.2010 06:15 Útlendingar gætu skapað sátt hér á landi Viðskiptaráð telur ástæðu til að skoða hvort heppilegt geti verið að fá erlenda aðila til að annast rannsóknir í tengslum við hrunið. Fyrir Alþingi liggja tillögur um nokkrar slíkar og veitir Viðskiptaráð sömu umsögn um þrjár þeirra; rannsókn á Íbúðalánasjóði, rannsókn vegna Icesave og rannsókn á einkavæðingu bankanna. 15.12.2010 05:00 Nú getur þú eignast hlut í Facebook Um 100 þúsund hlutir í rekstrarfélaginu sem rekur samfélagsnetið Facebook verða boðnir upp á næstunni. Hlutirnir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost, að því er greint er frá á fréttavef Forbes. Lágmarksboð í hlutina verða 23 dalir á hlut. Það er 77% hærra verð fyrir hlutinn en fjárfestir sem festi kaup á hlutum í Facebook greiddi fyrir þá fyrir þremur mánuðum síðan, að því er fram kemur á vef Forbes. 14.12.2010 22:03 Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14.12.2010 20:10 Jón Ásgeir: Förum líklega í skaðabótamál „Ég er ánægður með niðurstöðuna. Þetta er búinn að vera erfiður tími frá því 11. maí. Slitastjórnin fór yfir strikið gagnvart okkur," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, í samtali við Pressuna. Dómari í New York vísaði í dag máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri og sex viðskiptafélögum hans. Hann segir að slitastjórnin hljóti að sæta ábyrgð og hætta. 14.12.2010 17:56 Steinunn: Glitnismálið rekið hér heima „Dómarinn komst að þessari niðurstöðu. Hann taldi að málið ætti heima á Íslandi en hann setti hins vegar tvö skilyrði sem stefndu verða að uppfylla,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Hæstiréttur í New York vísaði í dag frá stefnu slitastjórnarinnar gegn sjömenningum sem stefnt hafði verið vegna ásakana um með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum. 14.12.2010 17:27 Skaðabótamál Glitnis: Frávísunarkrafa tekin fyrir í dag Málflutningur vegna frávísunarkröfu hinna stefndu í skaðabótamáli Glitnis í New York hefst klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sjömenningarnir og PriceWaterHouseCoopers, endurskoðunarfyrirtæki Glitnis, krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í New York. 14.12.2010 15:52 Sektuð um 405 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið mun sekta Haga og sex kjötvinnslufyrirtæki um samtals 405 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 14.12.2010 14:22 Herdís Dröfn Fjeldsted í stjórn Icelandair Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið skipuð í stjórn Icelandair Group, en hún hefur verið í varastjórn frá september 2010. Tekur hún við af Auði Finnbogadóttur sem sagði sig úr stjórninni þegar hún tók við stöðu framlvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðings. 14.12.2010 11:30 Greining spáir 2,4% verðbólgu í desember Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í desember. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga fara lítillega undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og mælast 2,4%. 14.12.2010 11:04 Evran sækir í sig veðrið Gengi krónunnar hefur veikst aðeins gagnvart evru frá því í síðustu viku. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:40) stendur evran í rúmum 153 krónum á innlendum millibankamarkaði en í síðustu viku kostaði hún 151 krónur. Evran hefur á sama tíma verið að sækja í sig veðrið gagnvart dollaranum og almennt að styrkjast á gjaldeyrismörkuðum eftir mikla lækkun í nóvember. 14.12.2010 10:53 Efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Bakkavarar Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Það er breska verkalýðssambandið Unite the Union, systursamtök Starfsgreinasambands Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum. 14.12.2010 10:22 Enn fjölgar þeim sem verið hafa án vinnu í meir en ár Áfram fjölgar í hópi þeirra einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í meira en ár, eða um 35 einstaklinga milli mánaða, og voru þeir í lok nóvember 4.649 talsins. Þar með er þetta annar fjölmennasti mánuðurinn hvað þetta varðar en í apríl síðastliðnum voru um 4.662 einstaklingar án atvinnu í meir en ár sem er metfjöldi. 14.12.2010 10:16 Launakostnaður jókst um 1,1% milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 1,1% frá fyrri ársfjórðungi í atvinnugreininni iðnaði og um 0,6% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,2% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 1,1% í samgöngum og flutningum. 14.12.2010 09:01 Icesave samningar birtir á vefnum Hópur sem kallar sig Samtök áhugafólks um opna stjórnsýslu hefur sett hina nýju Icesavesamninga á netið. 14.12.2010 07:59 Lausn Icesave deilunnar flýtir ekki afnámi gjaldeyrishafta Lausn Icesave deilunnar mun ekki leiða til afnáms gjaldeyrishaftanna en gæti raunar lengt þau enn frekar. 14.12.2010 07:31 Samið við Kaupþingsmenn sem geta nær ekkert greitt Tæplega helmingur þeirra rúmlega sextíu starfsmanna Kaupþings sem slitastjórn bankans hefur rukkað vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hefur samið við bankann um endurgreiðslu. Samningarnir sem þegar hafa náðst munu skila búinu vel á annað hundrað milljónum. 14.12.2010 06:45 Oprah gefur mest til góðgerðamála Oprah Winfrey trónir á toppnum yfir þá einstaklinga í heiminum sem hafa gefið mest til góðgerðarmála. Hún hefur gefið sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. 13.12.2010 22:00 PwC bendir á ábyrgð bankanna PricewaterhouseCoopers vísar ásökunum sem fram koma í skýrslum norskra og franskra sérfræðinga yfir á stjórnendur Landsbankans og Glitnis. Eins og fram kom í fréttum fyrir helgi segir í skýrslunum að óeðlilega hafi verið staðið að reikningsskilum í ársskýrslum 2007 og árshlutareikningum 2008 hjá bönkunum. Eru endurskoðendur, sem voru á vegum PwC, sakaðir um vanrækslu. 13.12.2010 15:29 Styðja hugmyndir Jóns Bjarnasonar um auknar aflaheimildir Samtök íslenskra fiskimanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við hugmyndir Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að auka aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og fleiri stofnum og úthluta þeim á jafnréttisgrunni, gegn gjaldi í ríkissjóð. 13.12.2010 13:07 Einkaneyslunni hjálpað af botni kreppunnar Einkaneysla virðist heldur hafa rétt úr kútnum það sem af er liðið vetri, ef marka má kortaveltutölur Seðlabankans. Margt hefur lagst á árarnar við að hjálpa einkaneyslunni upp úr botni kreppunnar. 13.12.2010 11:13 Bretar og ESB á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar Breska blaðið Indepentent segir í frétt í dag að Bretar og Evrópusambandið séu á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar vegna makríldeilunnar. Sumir séu þegar farnir að ræða um málið sem Þorskastríð númer tvö. 13.12.2010 10:29 Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina „Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka.“ Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. 13.12.2010 09:43 Samsetning úrvalsvísitölunnar verður óbreytt Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 vísitölunni (úrvalsvísitölunni), sem gerð er tvisvar á ári. Ákveðið var að halda samsetningu vísitölunnar óbreyttri. 13.12.2010 09:24 Hlutafé Farice verður aukið um 9,7 milljarða Endurskipulagningu Farice er nú að ljúka og mun hlutafé félagsins verða aukið um 63,7 milljónir evra eða um 9,7 milljarða kr. Eftir skipulagninguna mun hlutaféið því nema 75 milljónum evra. 13.12.2010 08:52 Sjá næstu 50 fréttir
Bandaríkjastjórn höfðar skaðabótamál gegn BP Bandaríkjastjórn hefur höfðað skaðabótamál á hendur olíurisanum BP og átta öðrum fyrirtækjum vegna olíulekans á Mexíkóflóa fyrr á árinu. 16.12.2010 07:04
Reikna með 84 prósenta heimtum Slitastjórn Kaupthing Singer & Friedlander (KSF), banka Kaupþings í Bretlandi, hefur greitt kröfuhöfum 45 prósent af kröfum í bú bankans. Reiknað er með að endurheimtur muni nema á milli 78 og 84 prósentum. Þetta kemur fram í skýrslu til kröfuhafa frá lögfræðingum Ernst & Young í Bretlandi sem stýra slitum á KSF. 16.12.2010 06:00
ÍSAL er lykileign í safni Rio Tinto Tom Albanese, forstjóri fjölþjóðlega náma- og málmvinnslufyrirtækisins Rio Tinto, afhenti í gær álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík öryggisviðurkenningu samstæðunnar. Álverið er fyrst fyrirtækja Alcan, sem Rio Tinto keypti árið 2007, til þess að fá slík verðlaun. Með endursamningum um orkuverð fyrr á árinu jókst kostnaður álversins hér. Á móti kemur rekstraröryggi til langs tíma, segir forstjórinn. 16.12.2010 06:00
Gömlu eigendurnir eignast helming á ný Karl Þráinsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), og Gunnar Sverrisson framkvæmdastjóri hafa hvor um sig keypt 25 prósenta hlut í ÍAV. Þeir voru meðal aðaleigenda ÍAV sem misstu hlut sinn til kröfuhafa í fjárhagslegri endurskipulagningu í mars. Hinn helminginn á svissneska verktakafyrirtækið Marti Contractors, sem yfirtók verktakahluta ÍAV í mars síðastliðnum. 16.12.2010 06:00
Hraða úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja Víðtækt samkomulag hefur náðst um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að því standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Skrifað var undir samkomulagið síðdegis í dag í Rúgbrauðsgerðinni. 15.12.2010 15:29
Seðlabankinn samdi um endurgreiðslu á 35 milljarða láni Seðlabanki Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs Íslands hefur samið um endurgreiðslu á 35 milljarða króna útistandandi láni. Um er að ræða greiðslu á hluta af útistandandi sambankaláns þar sem Bayerische Landesbank var leiðandi lánveitandi. Lokagjalddagi lánsins er í september 2011. Ísland hefur endurgreitt € 225 milljónum evra, eða samtals um 35 milljarða króna, að nafnvirði af samtals € 300 milljóna evra láni. Þessi tilhögun er liður í traustri lánaumsýslu og lausafjárstýringu ríkissjóðs Íslands. 15.12.2010 17:20
Álverið í Straumsvík fær öryggisviðurkenningu afhenta Álverið í Straumsvík hlaut öryggisviðurkenningu aðalforstjóra Rio Tinto fyrr á árinu og fór verðlaunaafhending fram í dag við hátíðlega athöfn. 15.12.2010 16:28
ESA rannsakar stofnun stóru bankanna þriggja Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur í dag tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um að stofnunin hafi tekið ákvörðun um að taka til formlegrar rannsóknar ráðstafanir íslenska ríkisins í tengslum við stofnun og fjármögnun íslensku viðskiptabankanna Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. 15.12.2010 12:40
Útflæði vaxtagreiðslna veikti gengi krónunnar töluvert Töluverð veiking varð á gengi krónunnar í gær og telur greining Íslandsbanka að það megi rekja til útflæðis vaxtagreiðslna til erlenda aðila af ríkisbréfaflokknum RIKB10 sem féll á gjalddaga tíunda þessa mánaðar. 15.12.2010 12:34
Stoðir og Straumur selja hlut í Nordicom Stoðir og Straumur hafa minnkað eignarhlut sinn í danska fasteignafélaginu Nordicom. Frá því síðdegis í gær og aftur í morgun hafa borist fjöldi tilkynninga um eigendaskipti á hlutum í Nordicom. 15.12.2010 11:01
Samkomulag í höfn varðandi lítil og meðalstór fyrirtæki Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verður kynnt í dag á fundi í Rúgbrauðsgerðinni. Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Fundurinn hefst klukkan þrjú. 15.12.2010 10:59
Leigusamningum fækkar um 10% milli mánaða Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 755 í nóvember s.l. og fækkar þeim um 10,1% frá október og um 0,8% frá nóvember 2009. 15.12.2010 10:04
ESB og Noregur ákveða makrílveiðar umfram ráðgjöf „Með því að taka til sín 90% þess makrílafla, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til, hafa Norðmenn og Evrópusambandið ákveðið að makrílaflinn á næsta ári fari langt fram úr því sem veiðiráðgjöf hljóðar upp á," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. 15.12.2010 09:47
Dómur vegna Edge reikninga Kaupþings á næsta ári Slitastjórn Kaupþings segir að dómur í ágreiningsmálum vegna Edge innlánsreikninga bankans í Þýskalandi sé væntanlegur um mitt næsta ár. 15.12.2010 09:29
Heildaraflinn dregst saman um 8% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvembermánuði, metinn á föstu verði, var 0,5% minni en í nóvember 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 8,0% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 15.12.2010 09:01
Vinnumarkaðurinn í Danmörku að botnfrjósa Vinnumarkaðurinn í Danmörku er að botnfrjósa og fá æ færri atvinnulausir vinnu í landinu þessa dagana. 15.12.2010 07:44
Kópavogsbær ætlar að minnka skuldir um milljarð Kópavogsbær stefnir að því að greiða um milljarð króna inn á skuldir bæjarsjóðs. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. 15.12.2010 07:38
Ætla að beita löggjöf ESB gegn íslenskum fiskiskipum Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins er nú að íhuga að beita löggjöf sambandsins til þess að setja löndunarbann á öll fiskiskip Íslendinga í evrópskum höfnum. 15.12.2010 07:17
Endanlega gengið frá sölu FIH bankans í janúar Endanlega verður gengið frá sölunni á FIH bankanum í Danmörku þann 6. janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum sem birt er á vefsíðu börsen. 15.12.2010 06:51
Njótum nú þegar góðra kjara vestra Ekki er brýnt að óska eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin, að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Sex þingmenn hafa lagt til að stofnað verði til viðræðna um slíkan samning. Í greinargerð segir að sóknarhagsmunir Íslands liggi í að tryggja greiðan aðgang að Bandaríkjamarkaði fyrir útflutningsvörur. 15.12.2010 06:30
Löndunarbann hefði engin áhrif „Við vísum ábyrgðinni á þeirri ofveiði sem fyrirsjáanleg er á næsta ári alfarið á hendur Evrópusambandinu og Noregi,“ segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðum við ESB og Noreg. 15.12.2010 06:15
Útlendingar gætu skapað sátt hér á landi Viðskiptaráð telur ástæðu til að skoða hvort heppilegt geti verið að fá erlenda aðila til að annast rannsóknir í tengslum við hrunið. Fyrir Alþingi liggja tillögur um nokkrar slíkar og veitir Viðskiptaráð sömu umsögn um þrjár þeirra; rannsókn á Íbúðalánasjóði, rannsókn vegna Icesave og rannsókn á einkavæðingu bankanna. 15.12.2010 05:00
Nú getur þú eignast hlut í Facebook Um 100 þúsund hlutir í rekstrarfélaginu sem rekur samfélagsnetið Facebook verða boðnir upp á næstunni. Hlutirnir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost, að því er greint er frá á fréttavef Forbes. Lágmarksboð í hlutina verða 23 dalir á hlut. Það er 77% hærra verð fyrir hlutinn en fjárfestir sem festi kaup á hlutum í Facebook greiddi fyrir þá fyrir þremur mánuðum síðan, að því er fram kemur á vef Forbes. 14.12.2010 22:03
Steinunn: Jón Ásgeir tekur sínar ákvarðanir „Ég hef ósköp lítið um það að segja. Hann tekur sínar ákvarðanir,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, spurð út í orð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem telur líklegt að hann og viðskiptafélagar hans fari í skaðabótamál gegn slitastjórninni. 14.12.2010 20:10
Jón Ásgeir: Förum líklega í skaðabótamál „Ég er ánægður með niðurstöðuna. Þetta er búinn að vera erfiður tími frá því 11. maí. Slitastjórnin fór yfir strikið gagnvart okkur," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, í samtali við Pressuna. Dómari í New York vísaði í dag máli slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri og sex viðskiptafélögum hans. Hann segir að slitastjórnin hljóti að sæta ábyrgð og hætta. 14.12.2010 17:56
Steinunn: Glitnismálið rekið hér heima „Dómarinn komst að þessari niðurstöðu. Hann taldi að málið ætti heima á Íslandi en hann setti hins vegar tvö skilyrði sem stefndu verða að uppfylla,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Hæstiréttur í New York vísaði í dag frá stefnu slitastjórnarinnar gegn sjömenningum sem stefnt hafði verið vegna ásakana um með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum. 14.12.2010 17:27
Skaðabótamál Glitnis: Frávísunarkrafa tekin fyrir í dag Málflutningur vegna frávísunarkröfu hinna stefndu í skaðabótamáli Glitnis í New York hefst klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sjömenningarnir og PriceWaterHouseCoopers, endurskoðunarfyrirtæki Glitnis, krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í New York. 14.12.2010 15:52
Sektuð um 405 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið mun sekta Haga og sex kjötvinnslufyrirtæki um samtals 405 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 14.12.2010 14:22
Herdís Dröfn Fjeldsted í stjórn Icelandair Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið skipuð í stjórn Icelandair Group, en hún hefur verið í varastjórn frá september 2010. Tekur hún við af Auði Finnbogadóttur sem sagði sig úr stjórninni þegar hún tók við stöðu framlvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðings. 14.12.2010 11:30
Greining spáir 2,4% verðbólgu í desember Greiningardeild Arion banka spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í desember. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga fara lítillega undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og mælast 2,4%. 14.12.2010 11:04
Evran sækir í sig veðrið Gengi krónunnar hefur veikst aðeins gagnvart evru frá því í síðustu viku. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:40) stendur evran í rúmum 153 krónum á innlendum millibankamarkaði en í síðustu viku kostaði hún 151 krónur. Evran hefur á sama tíma verið að sækja í sig veðrið gagnvart dollaranum og almennt að styrkjast á gjaldeyrismörkuðum eftir mikla lækkun í nóvember. 14.12.2010 10:53
Efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Bakkavarar Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavarar eru til húsa. Það er breska verkalýðssambandið Unite the Union, systursamtök Starfsgreinasambands Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum. 14.12.2010 10:22
Enn fjölgar þeim sem verið hafa án vinnu í meir en ár Áfram fjölgar í hópi þeirra einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í meira en ár, eða um 35 einstaklinga milli mánaða, og voru þeir í lok nóvember 4.649 talsins. Þar með er þetta annar fjölmennasti mánuðurinn hvað þetta varðar en í apríl síðastliðnum voru um 4.662 einstaklingar án atvinnu í meir en ár sem er metfjöldi. 14.12.2010 10:16
Launakostnaður jókst um 1,1% milli ársfjórðunga Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 1,1% frá fyrri ársfjórðungi í atvinnugreininni iðnaði og um 0,6% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,2% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 1,1% í samgöngum og flutningum. 14.12.2010 09:01
Icesave samningar birtir á vefnum Hópur sem kallar sig Samtök áhugafólks um opna stjórnsýslu hefur sett hina nýju Icesavesamninga á netið. 14.12.2010 07:59
Lausn Icesave deilunnar flýtir ekki afnámi gjaldeyrishafta Lausn Icesave deilunnar mun ekki leiða til afnáms gjaldeyrishaftanna en gæti raunar lengt þau enn frekar. 14.12.2010 07:31
Samið við Kaupþingsmenn sem geta nær ekkert greitt Tæplega helmingur þeirra rúmlega sextíu starfsmanna Kaupþings sem slitastjórn bankans hefur rukkað vegna lána sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hefur samið við bankann um endurgreiðslu. Samningarnir sem þegar hafa náðst munu skila búinu vel á annað hundrað milljónum. 14.12.2010 06:45
Oprah gefur mest til góðgerðamála Oprah Winfrey trónir á toppnum yfir þá einstaklinga í heiminum sem hafa gefið mest til góðgerðarmála. Hún hefur gefið sem nemur um 4,6 milljörðum íslenskra króna. 13.12.2010 22:00
PwC bendir á ábyrgð bankanna PricewaterhouseCoopers vísar ásökunum sem fram koma í skýrslum norskra og franskra sérfræðinga yfir á stjórnendur Landsbankans og Glitnis. Eins og fram kom í fréttum fyrir helgi segir í skýrslunum að óeðlilega hafi verið staðið að reikningsskilum í ársskýrslum 2007 og árshlutareikningum 2008 hjá bönkunum. Eru endurskoðendur, sem voru á vegum PwC, sakaðir um vanrækslu. 13.12.2010 15:29
Styðja hugmyndir Jóns Bjarnasonar um auknar aflaheimildir Samtök íslenskra fiskimanna lýsa yfir eindregnum stuðningi við hugmyndir Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um að auka aflaheimildir í þorski, ýsu, ufsa og fleiri stofnum og úthluta þeim á jafnréttisgrunni, gegn gjaldi í ríkissjóð. 13.12.2010 13:07
Einkaneyslunni hjálpað af botni kreppunnar Einkaneysla virðist heldur hafa rétt úr kútnum það sem af er liðið vetri, ef marka má kortaveltutölur Seðlabankans. Margt hefur lagst á árarnar við að hjálpa einkaneyslunni upp úr botni kreppunnar. 13.12.2010 11:13
Bretar og ESB á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar Breska blaðið Indepentent segir í frétt í dag að Bretar og Evrópusambandið séu á barmi viðskiptastríðs við Ísland og Færeyjar vegna makríldeilunnar. Sumir séu þegar farnir að ræða um málið sem Þorskastríð númer tvö. 13.12.2010 10:29
Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina „Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka.“ Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. 13.12.2010 09:43
Samsetning úrvalsvísitölunnar verður óbreytt Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 vísitölunni (úrvalsvísitölunni), sem gerð er tvisvar á ári. Ákveðið var að halda samsetningu vísitölunnar óbreyttri. 13.12.2010 09:24
Hlutafé Farice verður aukið um 9,7 milljarða Endurskipulagningu Farice er nú að ljúka og mun hlutafé félagsins verða aukið um 63,7 milljónir evra eða um 9,7 milljarða kr. Eftir skipulagninguna mun hlutaféið því nema 75 milljónum evra. 13.12.2010 08:52