Fleiri fréttir

Marel hækkaði um 2,7%

Úrvalsvísitalan OMXI lækkaði um 0,3% og er 885,2 stig við lok markaðar. Marel hækkaði um 2,7% og Atlantic Airwaves hækkaði um 0,8%.

Blómaval fagnar 40 ára starfsafmæli

Blómaval mun fagna 40 ára starfsafmæli með afmælishátíð um land allt 3-6. júní. Margt hefur breyst á þessum 40 árum en starfssemi Blómavals byggir enn á þrenningunni sem lagt var af stað með fyrir 40 árum. Blómin, garðurinn og grænmetið eru enn þungamiðjan í allri áherslu fyrirtækisins.

1,4 milljarða velta með hlutabréf í maí

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maí námu rúmum 1.364 milljónum eða 72 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í aprílmánuði tæpar 1.284 milljónir, eða 71 milljónir á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

167 milljarða skuldabréfavelta í maí

Heildarviðskipti með skuldabréf námu rúmum 166,9 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 8,8 milljarða veltu á dag. Í aprílmánuði nam veltan 10,2 milljörðum á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Toys R Us á hlutabréfamarkað

Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC.

Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum

Neytendasamtökin segja sláandi að smálánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum.

Fyrsti dagur nýs bankastjóra Arion

Í dag fóru formlega fram bankastjóraskipti í Arion banka. Finnur Sveinbjörnsson lét af starfi bankastjóra en við starfinu tók Höskuldur H. Ólafsson. Tilkynnt var um ráðninguna 23. apríl.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað um 24 punkta undanfarna viku. Þannig stóð álagið til 5 ára í lok dagsins í gær í 318 punktum (3,18%) en um miðja síðustu viku var álagið 342 punktar.

Krónan heldur áfram að styrkjast gagnvart evrunni

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gagnvart evru og kostar evran 157,5 krónur á innlendum millibankamarkaði þegar þetta er ritað (kl. 11:30). Um áramótin stóð evran í 179,9 krónum og hefur krónan því styrkst um 14,1% gagnvart evru frá þeim tíma.

GBI vísitalan hækkaði um 1,81% í maí

GAMMA: GBI vísitalan hækkaði um 1,81% í maí. Þriðja mánuðinn í röð er betri ávöxtun af óverðtryggðu og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,28% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,60%.

Evrumarkaðir öskra á gleðipillur

Óvissa um framtíð bankanna, ríkisskuldakreppan, BP, atvinnuleysið o.sv.fr. Útlitið er kolsvart á mörkuðunum í evrulöndunum.

Kostnaður BP í Mexíkóflóa kominn yfir milljarð dollara

Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er nú kominn yfir einn milljarð dollara eða um 130 milljarð kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Búast má við að kostnaðurinn verði mun hærri en nemur þessari upphæð þegar upp er staðið.

Eik semur um að breyta skuldum í hlutafé

Stór hluti körfuhafa hjá Eik fasteignafélagi hefur fallist á skuldbreytingu krafna sinna í hlutafé. Þetta var talin líkleg niðurstaða úr samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli kröfuhafa og eigenda Eik.

Hótel í Danmörku grátt leikin af öskunni í apríl

Hótel í Danmörku voru grátt leikin af öskunni frá gosinu í Eyjafjallajökli. Ný könnun sýnir að velta þeirra minnkaði um 20% í aprílmánuði og er það rakið beint til öskunnar og þeirra truflana sem hún olli á flugsamgöngum.

Selja erlendar eigur og kaupa íbúðabréf

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóðanna batnar og heildarskuldir ríkisins minnka. 26 lífeyrissjóðir kaupa íbúðabréf sem Seðlabankinn keypti heim frá Lúxemborg. Sölunni lauk á sunnudag eftir lokað útboð. Aðdragandi var skammur.

Bankarnir hirða höfundarréttinn á Latabæ

Magnús Scheving, sjálfur íþróttaálfurinn, hefur neyðst til að til að afsala sér höfundarréttinum á Latabæjarþáttunum gegn því að hann fái að halda 40% hlut sínum í Latabæ. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Telegraph. Blaðið segir að Íslandsbanki og Landsbankinn séu helstu kröfuhafar eftir að fyrirtækið þurfti að endurfjármagna meira en 3,4 milljarða króna lán.

Tækifæri til að lækka lán heimila og fyrirtækja

Rekstrarniðurstaða Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi bendir til þess að það muni verða meira svigrúm til að lækka höfuðstól lána en hingað til, segir Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður VG.

Landsbankinn hagnaðist um 8,3 milljarða

Rekstrarhagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi nam 8,3 milljörðum íslenskra króna en hann var 14,3 milljarðar allt árið í fyrra. Þá nam arðsemi eiginfjár um 10%.

Icesaving ítreka beiðni um fund með forsætisráðherra

Icesaving, samtök hollenskra sparifjáreigenda sem lögðu fé í Icesave innlánsreikning Landsbankans, sendu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf á föstudaginn þar sem þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið svar við skriflegri fundarbeiðni sem send var 1. maí.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% og er 888 stig við lok dags. Veltan nam 55 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldu.

GBI vísitalan hækkaði mikið í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði mikið í dag eða um 0,8% í dag í 14,8 milljarða kr. viðskiptum. Er þetta mesta hækkun vísitölunnar síðan 3. des 2009. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1% í 8,5 milljarða kr. viðskiptum og hefur ekki hækkað meira síðan 4. ágúst 2009. GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,4 milljarða kr. viðskiptum.

EasyJet í hópmálsókn vegna eldgossins

Lággjaldaflugfélagið EasyJet hyggst fara í hópmálsókn til þess að fá bætur vegna flugbanns sem flugmálayfirvöld í Evrópu lögðu á í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. EasyJet á í viðræðum við önnur flugfélögum um að taka þátt í málsókninni gegn flugmálayfirvöldum. Þetta kemur fram í frétt Timesonline.

Lífeyrissjóðirnir fengu 220 krónur fyrir evruna

„Í orði kveðnu fara kaupin fram á skráðu gengi Seðlabankans, en þar sem ávöxtunarkrafan er fest í 7,2% er undirliggjandi gengi, miðað við markaðskröfu, mun lægra. Reiknast okkur til að undirliggjandi gengi sé nálægt 220 kr. fyrir evruna, en til samanburðar er stundargengi evru á innlendum markaði nú 159 kr. Undirliggjandi gengi við upphafleg kaup Seðlabanka og ríkissjóðs á þessum bréfum var hins vegar í kringum 250 kr. evran."

Arnar: Viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina

Talið er að kaup lífeyrissjóðanna á ríkistryggðum bréfum af Seðlabanka Íslands muni bæta tryggingafræðilega stöðu íslenska lífeyriskerfisins um 1-2%. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina.

Gylfi: Ágæt lausn sem kemur sér vel fyrir alla

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að samkomulag Seðlabankans og lífeyrissjóðanna í morgun sé ágæt lausn sem komi sér vel fyrir alla sem að málinu koma. Eins og kunnugt er af fréttum keyptu lífeyrissjóðirnir íbúðabréf þau sem Seðlabankinn hafði keypt af seðlabankanum í Lúxemborg fyrr í þessum mánuði.

Tryggingastaða lífeyriskerfisins batnar um 1-2%

Ætla má að viðskipti Seðlabankans og lífeyrissjóðanna muni bæta tryggingafræðilega stöðu íslenska lífeyriskerfisins um 1-2%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðunum um kaup þeirra á íbúðabréfum af Seðlabankanum sem kynnt voru í morgun.

Lífeyrissjóðir kaupa Lúxemborgarbréf Seðlabankans

Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs náð samkomulagi við 26 lífeyrissjóði um kaup þeirra á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust bréfin meðal annars með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí síðastliðinn.

Aflaverðmætið jókst um 28% fyrstu tvo mánuði ársins

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 20,6 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2010 samanborið við 12,3 milljarða kr. á sama tímabili 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um 4,5 milljarða kr. eða 28,1% á milli ára.

Vöruskiptin jákvæð um 6,3 milljarða í apríl

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 40,8 milljarða króna og inn fyrir 34,4 milljarða króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um rúma 6,3 milljarða króna. Í apríl 2009 voru vöruskiptin hagstæð um 0,4 milljarða króna á sama gengi.

Pálmi hótar að fara í mál við Svavar Halldórsson - aftur

Viðskiptamaðurinn Pálmi Haraldsson hótar að fara í annað meiðyrðamál gegn Svavari Halldórssyni vegna fréttar sem birtist í kvöldfréttum Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Þar sagði Svavar frá Panama-máli þar sem þrír milljarðar eiga að hafa farið í eignarhaldsfélag í Panama og þaðan aftur í vasa Pálma og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Flest tryggingarfélög skiluðu hagnaði í fyrra

Samanlagður hagnaður skaðatryggingafélaga sem starfandi voru í árslok 2009 var um 2,5 milljarðar kr. Þar af hagnaðist Viðlagatrygging, sem er ríkisstofnun sem starfar samkvæmt sérlögum og býr við sveiflukennda starfsemi, um rúma 3 milljarða kr. Flest tryggingarfélög skiluðu hagnaði í fyrra.

Viðar tekur við af Höskuldi

Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri greiðslukortafyrirtækisins Valitor. Hann hefur fram til þessa gegnt stöðu forstjóra fasteignafélagsins Reita, áður Landic Property. Hann tekur við af Höskuldi H. Ólafssyni, sem nýverið var ráðinn bankastjóri Arion banka.

Eru hætt í stjórn en bera áfram ábyrgð

Ríflega 400 íslensk fyrirtæki eru án skráðra stjórnar-manna, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Þetta þýðir að fyrrverandi stjórnarmenn, sem hafa sagt sig úr stjórnum félaganna, bera í raun ábyrgð á þeim þrátt fyrir að telja sig lausa allra mála með úrsögn sinni.

Sjá næstu 50 fréttir