Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir kaupa Lúxemborgarbréf Seðlabankans

Samkvæmt samkomulaginu munu lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða fyrir bréfin í evrum, alls um 549 milljónir evra. Við þessi viðskipti eykst gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða sem nemur 17%.
Samkvæmt samkomulaginu munu lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða fyrir bréfin í evrum, alls um 549 milljónir evra. Við þessi viðskipti eykst gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða sem nemur 17%.
Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs náð samkomulagi við 26 lífeyrissjóði um kaup þeirra á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Ríkissjóður og Seðlabankinn eignuðust bréfin meðal annars með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí síðastliðinn.

Í tilkynningu segir að heildarnafnverð bréfanna er 90,2 milljarðar kr. Salan er gerð með það fyrir augum að auka gjaldeyrisforðann. Jafnframt lækkar hún hreina skuld ríkissjóðs í erlendri mynt sem hafði aukist vegna fjármögnunar áðurnefndra samninga í Lúxemborg.

Samkvæmt samkomulaginu munu lífeyrissjóðirnir selja erlendar eignir og greiða fyrir bréfin í evrum, alls um 549 milljónir evra. Við þessi viðskipti eykst gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands um 82 milljarða króna (512 milljónir evra) eða sem nemur 17%.

Salan fór fram í lokuðu útboði sem lauk í gær, 30. maí, en þar var öllum almennu lífeyrissjóðunum í landinu boðin þátttaka. Ekki var unnt að koma við opnu útboði vegna flókinna skilyrða og fyrirvara sem fylgja sölunni, svo sem varðandi óvissa afhendingu. Þá var nauðsynlegt að flýta samningum til að eyða óvissu og mögulegum markaðsáhrifum sem óhjákvæmilega leiða af sölu á svo miklu magni íbúðabréfa.

Lífeyrissjóðirnir voru valdir til að taka þátt í þessu lokaða útboði þar sem þeir eru fyrir stærstu eigendur húsbréfa, enda falla þau vel að fjárfestingarstefnu þeirra og skuldbindingum. Þeir eiga umtalsverðar erlendar eignir og stuðla með þátttöku sinni í viðskiptunum að því að skapa betri skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta.

Lífeyrissjóðirnir þóttu henta vel til að mæta þörfum Seðlabankans við að ljúka viðskiptunum á skömmum tíma, en það dregur verulega úr óvissu og áhrifum þessara stóru viðskipta á innlendan skuldabréfamarkað. Þar sem lífeyrissjóðirnir eru langtímafjárfestar mun það gera Seðlabankanum auðveldara fyrir þegar hafist verður handa við næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×