Fleiri fréttir Vilja úrskurð um lögmæti auglýsinga ráðherra Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að það kanni hvort auglýsingar Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tollkvóta standist lög. Ráðherrann breytti fyrirkomulagi þessara auglýsinga er hann tók við embætti og nú er svo komið að fáir vilja bjóða í þá tollkvóta sem eru í boði. 28.5.2010 14:22 Aberdeen ræður fyrrum Kaupþingsstjóra í Finnlandi Pia Michelsson hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar í Finnlandi hjá eignaumsýslufélaginu Aberdeen. Pia Michelsson var áður aðstoðarframkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Finnlandi. 28.5.2010 13:50 Orkufrekur matvælaiðnaður í bígerð á Flúðum Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf. og Matís ohf. Hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. 28.5.2010 13:25 Ágreiningur um allar forgangskröfur á Landsbankann Ágreiningur er um allar forgangskröfur sem slitastjórn Landsbankans hefur samþykkt. Búið er að vísa allt að fjögurhundruð kröfum til héraðsdóms. 28.5.2010 12:22 Sprenging í fjölda samlagsfélaga á þessu ári Frá áramótum talið hafa verið stofnuð alls 245 samlagsfélög samanborið við 22 slík félög á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýjar tölur um gjaldþrot og nýskráningar sem Hagstofan birti nú í morgun. 28.5.2010 11:56 Verkís tekur þátt í vatnsaflsvirkjun á Indlandi Verkís hf. hefur undirritað samning við Om Energy Generation Pvt. Ltd. um hönnun og ráðgjöf vegna byggingar 7 MW vatnsaflsvirkjunar í Himachal Pradesh á Indlandi. 28.5.2010 11:11 Applicon semur við bandarískt stórfyrirtæki Applicon Solutions, sem er í eigu Nýherja, hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið Celanese um sölu á aðgangsstýringarkerfi (APM) fyrir SAP viðskiptahugbúnað. 28.5.2010 11:07 Danske Bank: Brasilía vinnur HM í fótbolta Sérfræðingar Danske Bank hafa reiknað það út á vísindalegan hátt að landslið Brasilíu muni vinna HM í fótbolta sem hefst í næsta mánuði. 28.5.2010 11:03 Viðar Þorkelsson ráðinn forstjóri VALITOR Stjórn VALITOR hefur gengið frá ráðningu Viðars Þorkelssonar í stöðu forstjóra félagsins. 28.5.2010 10:21 Hver Dani á tæpar 4 milljónir í sparifé Frændur vorir Danir hafa verið iðnir við að spara frá því að fjármálakreppan skall á landinu árið 2008. Nú á hver Dani að meðaltali 179.000 danskar kr. inn á bankareikningum eða tæplega 4 milljónir kr. 28.5.2010 10:07 Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,5% í apríl Vísitala framleiðsluverðs í apríl var 201,5 stig og hækkaði um 2,5% frá fyrri mánuði. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 228,1 stig, sem er lækkun um 0,5% (vísitöluáhrif -0,2%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 248,2 stig, hækkaði um 7,0% (2,6%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,5% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 0,5% (0,1%). 28.5.2010 09:06 Óvíst hvort efnahagssamdráttur vinni á verðbólgunni Greining MP Banka segir að alls óvíst sé að langvinnur efnahagssamdráttur á Íslandi megni að vinna á verðbólgunni. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar undir fyrirsögninni „Verðbólgan er lífsseig". 28.5.2010 09:05 Gjaldþrotum fækkar um 27% milli ára í apríl Í apríl 2010 voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 85 fyrirtæki í apríl 2009, sem jafngildir rúmlega 27% fækkun milli ára. 28.5.2010 09:02 Íslandsbanki leiðréttir félagsmálaráðherra Íslandsbanki hefur sent frá sér athugassemd vegna ummæla félagsmálaráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga þess efnis að ekkert eignaleigufyrirtæki hefði verið tilbúið að ganga til samninga við ríkið. 28.5.2010 08:33 Áfram dregur úr atvinnuleysi í Danmörku Atvinnuleysi í Danmörku heldur áfram að minnka en milli mánaðanna mars og apríl fór það úr 4,2% og niður í 4,1% sem þýðir að 114.300 manns hafi verið atvinnulausir í apríl. 28.5.2010 08:29 Alcoa segir Norðmenn þurfa samkeppnishæft orkuverð Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, segir að norsk stjórnvöld verði að stuðla að því að orkuverð í Noregi sé samkeppnishæft á alþjóðavísu ef takast á að laða að frekari fjárfestingar í áliðnaði til landsins. 28.5.2010 08:09 Slitastjórnir ósammála um innlán Slitastjórn Landsbanka Íslands viðurkennir svokölluð heildsöluinnlán sem forgangskröfur og túlkar neyðarlögin með öðrum hætti en slitastjórn Glitnis sem flokkar heildsöluinnlán þess banka með almennum kröfum. 28.5.2010 04:00 Hýsingarmiðstöð rísi í Vogum Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Midgard hf og Sveitarfélagsins Voga um byggingu tölvuhýsingarmiðstöðvar í Vogum. Gert er ráð fyrir að byggja 11 hýsingareiningar á næstu árum auk þjónustubyggingar, samtals um 6.000 m2. Í tilkynningu segir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun fyrir lok ársins 2010. Hýsingarmiðstöðin verður byggð í samræmi við alþjóðlegar kröfur og mun m.a. nýta græna orku landsins, kalt vatnið og stöðugt loftslag. 27.5.2010 21:09 Ríkið ætti að selja Landsbankann Framkvæmdastjóri Evrópurannsókna telur að hið opinbera ætti að selja evrópskum banka Landsbankann. Hann segir að slík aðgerð myndi auðvelda afnám gjaldeyrishafta hér á landi. 27.5.2010 18:36 Allianz segist hafa bætt úr öllum þeim atriðum sem FME gagnrýnir Allianz segist hafa bætt úr öllum þeim atriðum sem FME gerði athugasemd við en eftirlitið sendi frá sér athugasemdir og birti á vefsíðu sinni þar sem margvíslegar athugasemdir voru gerðar við starfshætti Allianz Íslands hf. 27.5.2010 16:52 Sjávarútvegsfyrirtæki skulda 2,4% af heildarskuldum íslenskra fyrirtækja Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja voru 543 milljarðar króna í lok ársins 2008. Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja námu á sama tíma samtals 22.675 milljörðum króna að því er kemur fram í Tíund, riti ríkisskattstjóra. Þetta kom fram á vefnum liu.is. 27.5.2010 16:03 Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 8,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,8% í 5,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,2 ma. viðskiptum. 27.5.2010 15:49 Þrotabú Landsbankans kostar milljarð á mánuði Heildarkostnaður við rekstur á þrotabúi Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tæplega 3,3 milljörðum kr. Þetta þýðir að kostnaðurinn við reksturinn, skilanefnd og slitastjórn, hefur verið rúmlega milljarður á mánuði að jafnaði. 27.5.2010 14:30 FME gerir athugasemdir við starfshætti Allianz Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfshætti Allianz Íslands hf. Meðal þess sem ámælisvert var talið var villandi orðalag um að lífeyrisgreiðslur séu greiddar út í evrum. Þær eru greiddar út í krónum. Þá var gerð athugasemd við að í skilmálum Allianz segir að sjóðsfélagi geti afsalað sér réttindum sínum og veðsett þau. Slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. 27.5.2010 13:24 FME: Athæfi starfsmanna NBI í ósamræmi við lög Fjármálaeftirlitið (FME) telur að athæfi starfsmanna Landsbankans (NBI) í undanfara stjórnarkjörs í Íslenska lífeyrissjóðnum s.l. haust sé ekki í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti í skilningi laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 27.5.2010 13:01 Meiri verðbólga breytir ekki vaxtalækkunarferli Greining Íslandsbanka tekur að þótt hækkun vísitölu neysluverðs í maí hafi reynst meiri en vænst var breyti það ekki miklu um verðbólguhorfur eða vaxtalækkunarferli Seðlabankans næsta kastið. 27.5.2010 12:29 Mál Baugs gegn Gaumi tekið fyrir Héraðsdómur Reykavíkur tekur í dag fyrir riftunarmál þrotabú Baugs gegn Gaumi, félagi í eigu feðganna Jóhannesar Jónssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. 27.5.2010 11:55 Skuldatryggingaálag Íslands lækkar lítillega Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands stóð í lok dagsins í gær í 342 punktum (3,42%) og hefur lækkað um 27 punkta frá því síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni á sér ekki stað almenn lækkun á skuldatryggingaálagi ríkja og í raun hefur álagið verið hækka á fleiri ríki en lækka á sama tíma, a.m.k. á meðal ríkja Vestur Evrópu. 27.5.2010 10:58 Lækkun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna lækkar raunvexti Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur telur að lækka þurfi núverandi 3,5% lágmarks ávöxtunarkröfu hjá lífeyrissjóðunum. Slíkt myndi veita svigrúm til lækkunnar á raunvöxtum sem Már telur vera alltof háa í dag og óraunhæfa. 27.5.2010 10:45 Endurskipulagningu Sparisjóðs Bolungarvíkur er lokið Sparisjóður Bolungarvíkur tilkynnir að samningum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar sparisjóðsins er nú lokið með samþykki allra kröfuhafa sparisjóðsins. Tap sjóðsins í fyrra nemur tæpum 2,3 milljörðum kr. 27.5.2010 10:26 Pólverjar vilja fá seðlabankastjóra frá AGS Bronislaw Komorowski starfandi forsætisráðherra Póllands vill að næsti seðlabankastjóri landsins verði Marek Belka. Belka gegnir sem stendur starfi forstjóra Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 27.5.2010 10:12 Eignir lánafyrirtækja hækka milli mánaða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.170 milljörðum kr. í lok apríl og hækkuðu um 5,0 milljarða kr. í mánuðinum. 27.5.2010 09:19 Verðbólgan mælist 7,5% Ársverðbólgan mælist nú 7,5% og lækkar frá 8,3% í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 27.5.2010 09:02 Asda kaupir Netto í Bretlandi fyrir 146 milljarða Dansk Supermarket hefur selt Netto verslanir sínar í Bretlandi til Asda Stores Ltd. Um er að ræða 193 verslanir og staðgreiddi Asda 6,8 milljarða danskra kr. eða um 146 milljarða kr. fyrir þær. 27.5.2010 08:47 Ætlar að breyta öryggisstillingum á Fésbókinni Mark Zuckerberg, stofnandi Fésbókarinnar, segist ætla að breyta öryggisstillingum á vefsíðunni. Tilgangurinn er að bregðast við gagnrýni frá notendum. Zuckerberg viðurkennir að öryggisstillingarnar séu orðnar of flóknar. Nauðsynlegt sé að einfalda þær. Hann sagðist, í samtali við 27.5.2010 08:21 Verðbólgan tekjulind hjá Landsbanka og Íslandsbanka Verðbólgan skilaði tekjum hjá bæði Íslandsbanka og Landsbanka á síðasta ári þar sem verðtryggðar eignir þessara banka voru hærri en verðtryggðar skuldir. Arion banki tapaði aftur á móti verðbólgunni á síðasta ári þ.e. verðtryggðar skuldir voru hærri en verðtryggðar eignir. 27.5.2010 08:21 Apple orðið stærra en Microsoft Apple fyrirtækið, sem framleiðir iPod og iPhone, er orðið stærra en Microsoft og þar með stærsta tæknifyrirtæki í heiminum. 27.5.2010 07:54 Rafbíllinn ók hringveginn á 2.500 krónur Þrír tæknifræðingar frá Háskólanum í Reykjavík óku hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl sem þeir smíðuðu í námi sínu við tækni- og verkfræðideild HR og var rafmagnskostnaðurinn um 2.500 krónur. Til samanburðar var eldsneytiskostnaður dísilbíls, sem fylgdi þeim hringveginn, um 40 þúsund krónur. 27.5.2010 07:44 Skráning á markað er þroskaskref Nýsköpunarfyrirtækið Marorka stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað. Gangi áætlanir eftir verður fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkaðinn First North hér og í kauphöllina í Ósló í Noregi í mars á næsta ári. 27.5.2010 06:00 Bankarnir mega ekki falla í sama farið aftur Bankarnir gegna lykilhlutverki við endurreisn efnahagslífsins og verða að setja þeim fyrirtækjum, sem þeir hafa tekið yfir, reglur sem koma í veg fyrir að samkeppnisstaða skekkist, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 27.5.2010 04:00 Sumir sjá tækifæri í fallinu Helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga. 27.5.2010 01:30 Talið að eignir Landsbankans dugi fyrir 89% forgangskrafna Búist er við að eignir Landsbanka Íslands dugi fyrir 89 prósent forgangskrafna, þ.á.m krafna vegna Icesave, en nýtt verðmat á eignum Landsbankans verður kynnt fyrir kröfuhöfum á fundi klukkan níu í fyrramálið. 26.5.2010 19:01 Gengishagnaður af Icesave 60 milljarðar frá áramótum Hægt er að reikna það út að gengishagnaður þjóðarbúsins frá áramótum af Icesave-samkomulaginu nemi tæpum 60 milljörðum kr. Þetta er sökum þess hversu gengi krónunnar hefur styrkst gagnvart evrunni og pundinu á þessum tíma. 26.5.2010 18:56 Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um rúm tvö prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins hækkaði um rétt rúm tvö prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marels lækkaði um 1,2 prósent á sama tíma. 26.5.2010 17:17 Pétur Blöndal undrast álit ESA Álit Eftirlitsstofnunar EFTA um að Íslendingum beri að greiða Icesave er afskaplega undarlegt, segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki geta fallist á það. Honum sýnist sem ESA taki ekki inn í dæmið tvo veigamikil atriði 26.5.2010 16:14 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja úrskurð um lögmæti auglýsinga ráðherra Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að það kanni hvort auglýsingar Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tollkvóta standist lög. Ráðherrann breytti fyrirkomulagi þessara auglýsinga er hann tók við embætti og nú er svo komið að fáir vilja bjóða í þá tollkvóta sem eru í boði. 28.5.2010 14:22
Aberdeen ræður fyrrum Kaupþingsstjóra í Finnlandi Pia Michelsson hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar í Finnlandi hjá eignaumsýslufélaginu Aberdeen. Pia Michelsson var áður aðstoðarframkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Finnlandi. 28.5.2010 13:50
Orkufrekur matvælaiðnaður í bígerð á Flúðum Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf. og Matís ohf. Hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. 28.5.2010 13:25
Ágreiningur um allar forgangskröfur á Landsbankann Ágreiningur er um allar forgangskröfur sem slitastjórn Landsbankans hefur samþykkt. Búið er að vísa allt að fjögurhundruð kröfum til héraðsdóms. 28.5.2010 12:22
Sprenging í fjölda samlagsfélaga á þessu ári Frá áramótum talið hafa verið stofnuð alls 245 samlagsfélög samanborið við 22 slík félög á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýjar tölur um gjaldþrot og nýskráningar sem Hagstofan birti nú í morgun. 28.5.2010 11:56
Verkís tekur þátt í vatnsaflsvirkjun á Indlandi Verkís hf. hefur undirritað samning við Om Energy Generation Pvt. Ltd. um hönnun og ráðgjöf vegna byggingar 7 MW vatnsaflsvirkjunar í Himachal Pradesh á Indlandi. 28.5.2010 11:11
Applicon semur við bandarískt stórfyrirtæki Applicon Solutions, sem er í eigu Nýherja, hefur gert samning við bandaríska fyrirtækið Celanese um sölu á aðgangsstýringarkerfi (APM) fyrir SAP viðskiptahugbúnað. 28.5.2010 11:07
Danske Bank: Brasilía vinnur HM í fótbolta Sérfræðingar Danske Bank hafa reiknað það út á vísindalegan hátt að landslið Brasilíu muni vinna HM í fótbolta sem hefst í næsta mánuði. 28.5.2010 11:03
Viðar Þorkelsson ráðinn forstjóri VALITOR Stjórn VALITOR hefur gengið frá ráðningu Viðars Þorkelssonar í stöðu forstjóra félagsins. 28.5.2010 10:21
Hver Dani á tæpar 4 milljónir í sparifé Frændur vorir Danir hafa verið iðnir við að spara frá því að fjármálakreppan skall á landinu árið 2008. Nú á hver Dani að meðaltali 179.000 danskar kr. inn á bankareikningum eða tæplega 4 milljónir kr. 28.5.2010 10:07
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,5% í apríl Vísitala framleiðsluverðs í apríl var 201,5 stig og hækkaði um 2,5% frá fyrri mánuði. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 228,1 stig, sem er lækkun um 0,5% (vísitöluáhrif -0,2%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 248,2 stig, hækkaði um 7,0% (2,6%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 0,5% og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 0,5% (0,1%). 28.5.2010 09:06
Óvíst hvort efnahagssamdráttur vinni á verðbólgunni Greining MP Banka segir að alls óvíst sé að langvinnur efnahagssamdráttur á Íslandi megni að vinna á verðbólgunni. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar undir fyrirsögninni „Verðbólgan er lífsseig". 28.5.2010 09:05
Gjaldþrotum fækkar um 27% milli ára í apríl Í apríl 2010 voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 85 fyrirtæki í apríl 2009, sem jafngildir rúmlega 27% fækkun milli ára. 28.5.2010 09:02
Íslandsbanki leiðréttir félagsmálaráðherra Íslandsbanki hefur sent frá sér athugassemd vegna ummæla félagsmálaráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga þess efnis að ekkert eignaleigufyrirtæki hefði verið tilbúið að ganga til samninga við ríkið. 28.5.2010 08:33
Áfram dregur úr atvinnuleysi í Danmörku Atvinnuleysi í Danmörku heldur áfram að minnka en milli mánaðanna mars og apríl fór það úr 4,2% og niður í 4,1% sem þýðir að 114.300 manns hafi verið atvinnulausir í apríl. 28.5.2010 08:29
Alcoa segir Norðmenn þurfa samkeppnishæft orkuverð Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, segir að norsk stjórnvöld verði að stuðla að því að orkuverð í Noregi sé samkeppnishæft á alþjóðavísu ef takast á að laða að frekari fjárfestingar í áliðnaði til landsins. 28.5.2010 08:09
Slitastjórnir ósammála um innlán Slitastjórn Landsbanka Íslands viðurkennir svokölluð heildsöluinnlán sem forgangskröfur og túlkar neyðarlögin með öðrum hætti en slitastjórn Glitnis sem flokkar heildsöluinnlán þess banka með almennum kröfum. 28.5.2010 04:00
Hýsingarmiðstöð rísi í Vogum Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Midgard hf og Sveitarfélagsins Voga um byggingu tölvuhýsingarmiðstöðvar í Vogum. Gert er ráð fyrir að byggja 11 hýsingareiningar á næstu árum auk þjónustubyggingar, samtals um 6.000 m2. Í tilkynningu segir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun fyrir lok ársins 2010. Hýsingarmiðstöðin verður byggð í samræmi við alþjóðlegar kröfur og mun m.a. nýta græna orku landsins, kalt vatnið og stöðugt loftslag. 27.5.2010 21:09
Ríkið ætti að selja Landsbankann Framkvæmdastjóri Evrópurannsókna telur að hið opinbera ætti að selja evrópskum banka Landsbankann. Hann segir að slík aðgerð myndi auðvelda afnám gjaldeyrishafta hér á landi. 27.5.2010 18:36
Allianz segist hafa bætt úr öllum þeim atriðum sem FME gagnrýnir Allianz segist hafa bætt úr öllum þeim atriðum sem FME gerði athugasemd við en eftirlitið sendi frá sér athugasemdir og birti á vefsíðu sinni þar sem margvíslegar athugasemdir voru gerðar við starfshætti Allianz Íslands hf. 27.5.2010 16:52
Sjávarútvegsfyrirtæki skulda 2,4% af heildarskuldum íslenskra fyrirtækja Skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja voru 543 milljarðar króna í lok ársins 2008. Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja námu á sama tíma samtals 22.675 milljörðum króna að því er kemur fram í Tíund, riti ríkisskattstjóra. Þetta kom fram á vefnum liu.is. 27.5.2010 16:03
Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 8,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,8% í 5,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 2,2 ma. viðskiptum. 27.5.2010 15:49
Þrotabú Landsbankans kostar milljarð á mánuði Heildarkostnaður við rekstur á þrotabúi Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tæplega 3,3 milljörðum kr. Þetta þýðir að kostnaðurinn við reksturinn, skilanefnd og slitastjórn, hefur verið rúmlega milljarður á mánuði að jafnaði. 27.5.2010 14:30
FME gerir athugasemdir við starfshætti Allianz Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við starfshætti Allianz Íslands hf. Meðal þess sem ámælisvert var talið var villandi orðalag um að lífeyrisgreiðslur séu greiddar út í evrum. Þær eru greiddar út í krónum. Þá var gerð athugasemd við að í skilmálum Allianz segir að sjóðsfélagi geti afsalað sér réttindum sínum og veðsett þau. Slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. 27.5.2010 13:24
FME: Athæfi starfsmanna NBI í ósamræmi við lög Fjármálaeftirlitið (FME) telur að athæfi starfsmanna Landsbankans (NBI) í undanfara stjórnarkjörs í Íslenska lífeyrissjóðnum s.l. haust sé ekki í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti í skilningi laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 27.5.2010 13:01
Meiri verðbólga breytir ekki vaxtalækkunarferli Greining Íslandsbanka tekur að þótt hækkun vísitölu neysluverðs í maí hafi reynst meiri en vænst var breyti það ekki miklu um verðbólguhorfur eða vaxtalækkunarferli Seðlabankans næsta kastið. 27.5.2010 12:29
Mál Baugs gegn Gaumi tekið fyrir Héraðsdómur Reykavíkur tekur í dag fyrir riftunarmál þrotabú Baugs gegn Gaumi, félagi í eigu feðganna Jóhannesar Jónssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. 27.5.2010 11:55
Skuldatryggingaálag Íslands lækkar lítillega Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands stóð í lok dagsins í gær í 342 punktum (3,42%) og hefur lækkað um 27 punkta frá því síðastliðinn föstudag. Að þessu sinni á sér ekki stað almenn lækkun á skuldatryggingaálagi ríkja og í raun hefur álagið verið hækka á fleiri ríki en lækka á sama tíma, a.m.k. á meðal ríkja Vestur Evrópu. 27.5.2010 10:58
Lækkun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna lækkar raunvexti Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur telur að lækka þurfi núverandi 3,5% lágmarks ávöxtunarkröfu hjá lífeyrissjóðunum. Slíkt myndi veita svigrúm til lækkunnar á raunvöxtum sem Már telur vera alltof háa í dag og óraunhæfa. 27.5.2010 10:45
Endurskipulagningu Sparisjóðs Bolungarvíkur er lokið Sparisjóður Bolungarvíkur tilkynnir að samningum vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar sparisjóðsins er nú lokið með samþykki allra kröfuhafa sparisjóðsins. Tap sjóðsins í fyrra nemur tæpum 2,3 milljörðum kr. 27.5.2010 10:26
Pólverjar vilja fá seðlabankastjóra frá AGS Bronislaw Komorowski starfandi forsætisráðherra Póllands vill að næsti seðlabankastjóri landsins verði Marek Belka. Belka gegnir sem stendur starfi forstjóra Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 27.5.2010 10:12
Eignir lánafyrirtækja hækka milli mánaða Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.170 milljörðum kr. í lok apríl og hækkuðu um 5,0 milljarða kr. í mánuðinum. 27.5.2010 09:19
Verðbólgan mælist 7,5% Ársverðbólgan mælist nú 7,5% og lækkar frá 8,3% í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 27.5.2010 09:02
Asda kaupir Netto í Bretlandi fyrir 146 milljarða Dansk Supermarket hefur selt Netto verslanir sínar í Bretlandi til Asda Stores Ltd. Um er að ræða 193 verslanir og staðgreiddi Asda 6,8 milljarða danskra kr. eða um 146 milljarða kr. fyrir þær. 27.5.2010 08:47
Ætlar að breyta öryggisstillingum á Fésbókinni Mark Zuckerberg, stofnandi Fésbókarinnar, segist ætla að breyta öryggisstillingum á vefsíðunni. Tilgangurinn er að bregðast við gagnrýni frá notendum. Zuckerberg viðurkennir að öryggisstillingarnar séu orðnar of flóknar. Nauðsynlegt sé að einfalda þær. Hann sagðist, í samtali við 27.5.2010 08:21
Verðbólgan tekjulind hjá Landsbanka og Íslandsbanka Verðbólgan skilaði tekjum hjá bæði Íslandsbanka og Landsbanka á síðasta ári þar sem verðtryggðar eignir þessara banka voru hærri en verðtryggðar skuldir. Arion banki tapaði aftur á móti verðbólgunni á síðasta ári þ.e. verðtryggðar skuldir voru hærri en verðtryggðar eignir. 27.5.2010 08:21
Apple orðið stærra en Microsoft Apple fyrirtækið, sem framleiðir iPod og iPhone, er orðið stærra en Microsoft og þar með stærsta tæknifyrirtæki í heiminum. 27.5.2010 07:54
Rafbíllinn ók hringveginn á 2.500 krónur Þrír tæknifræðingar frá Háskólanum í Reykjavík óku hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl sem þeir smíðuðu í námi sínu við tækni- og verkfræðideild HR og var rafmagnskostnaðurinn um 2.500 krónur. Til samanburðar var eldsneytiskostnaður dísilbíls, sem fylgdi þeim hringveginn, um 40 þúsund krónur. 27.5.2010 07:44
Skráning á markað er þroskaskref Nýsköpunarfyrirtækið Marorka stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað. Gangi áætlanir eftir verður fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkaðinn First North hér og í kauphöllina í Ósló í Noregi í mars á næsta ári. 27.5.2010 06:00
Bankarnir mega ekki falla í sama farið aftur Bankarnir gegna lykilhlutverki við endurreisn efnahagslífsins og verða að setja þeim fyrirtækjum, sem þeir hafa tekið yfir, reglur sem koma í veg fyrir að samkeppnisstaða skekkist, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. 27.5.2010 04:00
Sumir sjá tækifæri í fallinu Helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga. 27.5.2010 01:30
Talið að eignir Landsbankans dugi fyrir 89% forgangskrafna Búist er við að eignir Landsbanka Íslands dugi fyrir 89 prósent forgangskrafna, þ.á.m krafna vegna Icesave, en nýtt verðmat á eignum Landsbankans verður kynnt fyrir kröfuhöfum á fundi klukkan níu í fyrramálið. 26.5.2010 19:01
Gengishagnaður af Icesave 60 milljarðar frá áramótum Hægt er að reikna það út að gengishagnaður þjóðarbúsins frá áramótum af Icesave-samkomulaginu nemi tæpum 60 milljörðum kr. Þetta er sökum þess hversu gengi krónunnar hefur styrkst gagnvart evrunni og pundinu á þessum tíma. 26.5.2010 18:56
Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um rúm tvö prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins hækkaði um rétt rúm tvö prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marels lækkaði um 1,2 prósent á sama tíma. 26.5.2010 17:17
Pétur Blöndal undrast álit ESA Álit Eftirlitsstofnunar EFTA um að Íslendingum beri að greiða Icesave er afskaplega undarlegt, segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segist ekki geta fallist á það. Honum sýnist sem ESA taki ekki inn í dæmið tvo veigamikil atriði 26.5.2010 16:14