Viðskipti innlent

Icesaving ítreka beiðni um fund með forsætisráðherra

Gerard van Vliet talsmaður Icesaving.
Gerard van Vliet talsmaður Icesaving.


Icesaving, samtök hollenskra sparifjáreigenda sem lögðu fé í Icesave innlánsreikning Landsbankans, sendu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf á föstudaginn þar sem þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið svar við skriflegri fundarbeiðni sem send var 1. maí. Þetta kemur bréfi sem Vísir.is hefur undir höndum.

Samtökin segja að innstæðueigendum í Landsbankanum hafa verið mismunað við fall bankans. Íslendingar fengu strax aðgang að fjármunum sínum í gegnum Nýja Landsbankann en Hollendingar voru skildir eftir í gamla bankanum. Og hafi enn ekki komist í peningana sem þeir lögðu inn á Icesave reikninginn.

Í bréfinu er rifjað upp að Eftirlitsstofnun EFTA hafi nýlega komist að þeirri niðurstöðu að Ísland sé skuldbundið til að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar til breskra og hollenskra sparifjáreigenda.

Icesaving segist áður hafa lýst yfir sömu skoðun og EFTA.

Samtökin vilja fá aðgang að fjármunum sínum með vöxtum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×