Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 8,3 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbanki Íslands. Mynd/ Pjetur.
Landsbanki Íslands. Mynd/ Pjetur.
Rekstrarhagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi nam 8,3 milljörðum íslenskra króna en hann var 14,3 milljarðar allt árið í fyrra. Arðsemi eiginfjár nam 10% í fyrra en 21% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Eigið fé bankans er 166 milljarðar króna og nemur eiginfjárhlutfall nú 16,3% og uppfyllir því bankinn kröfur Fjármálaeftirlitsins um 16% lágmarks eiginfjárhlutfall, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsbankans.

Heildareignir bankans voru 1.113 milljarðar króna í lok mars 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×