Viðskipti innlent

Pálmi hótar að fara í mál við Svavar Halldórsson - aftur

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Viðskiptamaðurinn Pálmi Haraldsson hótar að fara í annað meiðyrðamál gegn Svavari Halldórssyni vegna fréttar sem birtist í kvöldfréttum Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Þar sagði Svavar frá Panama-máli þar sem þrír milljarðar eiga að hafa farið í eignarhaldsfélag í Panama og þaðan aftur í vasa Pálma og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Því var haldið fram fullum fetum í fréttinni að peningarnir hafi endað í eignarhaldsfélaginu Pace Associates Corp. Þá kemur ennfremur fram að yfirvöld rannsaki málið.

Pálmi vil meina að þessi frétt sé röng og hótar að fara í mál við Svavar biðjist hann ekki afsökunar. Það yrði þá annað dómsmálið sem Pálmi höfðar á hendur Svavari. Hann hefur þegar stefnt Svavari fyrir meiðyrði vegna fréttar sem birtist í mars síðastliðnum.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Pálma í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×