Fleiri fréttir

Nýherji skilar hagnaði á þriðja ársfjórðungi

EBIDTA hagnaður Nýherja hf. nam 107 mkr á þriðja ársfjórðungi en þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir þann ársfjórðung. Forstjóri félagsins segir viðsnúning hafa orðið á rekstri félagsins en afkoma af hugbúnaðarverkefnum erlendis var góð á þessu tímabili. Þá segir í tilkynningu frá Nýherja að rekstur Applicon félaga í Danmörku og Svíþjóð sé stöðugur en áform eru um útgáfu á nýju hlutafé.

Skuldabréfaveltan tæpir 10 milljarðar

Skuldabréfavelta dagsins í kauphöllinni nam tæpum 10 milljörðum kr. Úrvalsvísitalan OMX16 stendur nær í stað eftir daginn í tæpum 803 stigum.

Lífeyrissjóðirnir stofna sjóð sinn í næsta mánuði

Stofnfundur að Fjárfestingarsjóði Íslands, sem lífeyrissjóðirnir standa að, mun að öllum líkum verða um miðjan næsta mánuð. Jafnframt er ljóst að stofnfé sjóðsins muni verða í kringum 50 milljarðar kr.

Neytendasamtökin krefja Nýja Kaupþing um svör vegna lána

Neytendasamtökunum hefur enn ekkert svar borist frá Nýja Kaupþingi við fyrirspurnum sínum um lán bankans í erlendri mynt til viðskiptavina sinna. Samtökin telja að bankinn hafi gerst brotlegur við lög með þessum lánum sínum.

Nektardansmeyjar eiga að næla í kúnna til verslunarhúss

Franska verslunarhúsið Printemps í París hefur gripið til þess ráðs að ráða fimm nektardansmeyjar frá hinum þekkta kabarett The Crazy Horse í borginni til að troða upp í verslunargluggum sínum. Ætlunin er að lokka fleiri kúnna inn í Printemps sem orðið hefur illa úti í kreppunni eins og svo margar aðrar verslanir.

Greining: Lítill munur á efnahagsspám fyrir Ísland

Lítill munur er á þeirri efnahagsspá sem hagdeild Alþýðusambands Íslands (ASÍ) birti í gær og þeim hagspám sem birtar voru í upphafi þessa mánaðar af fjármálaráðuneytinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS).

Tekist á um arðgreiðslur í stjórn Faxaflóahafna

Tekist var á um arðgreiðslur til Reykjavíkurborgar á fundi stjórnar Faxaflóahafna í vikunni. Samkvæmt fjárhagsáætlun Faxaflóahafna fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að arðgreiðslurnar nemi 173 milljónum kr. eða um 8% af tekjunum og kæmi 75% af þeirri upphæð í hlut borgarinnar en afgangurinn rennur til annarra eigenda hafnanna.

Statoil ógnað með refsiaðgerðum frá Barack Obama

Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað.

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur, í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,55% og 5,05% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, 23. október 2009.

Ál, olía og aðrar hrávörur hækka nokkuð

Nokkrar hækkanir hafa verið á hrávörumörkuðum heimsins í morgun. Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.983 dollara á tonnið á markaðinum í London og olían fór yfir 81 dollara á tunnuna á markaðinum í New York.

Umfangsmikil olíuleit að hefjast við Grænland

Grænland gæti orðið næsta mekka fyrir olíu- og gasiðnaðinn ef áætlanir heimastjórnar landsins ganga eftir. Næst vor hefst umfangsmikil olíuleit við landið og hafa 13 olíufyrirtæki ákveðið að taka þátt í henni.

Icesave eigandi sem á 10 milljónir inni gleymir kröfu

Eigandi Icesave-reiknings í Bretlandi sem á 50.000 pund eða rúmlega 10 milljónir kr. hefur enn ekki gert kröfu um að fá innistæðu sína borgaða. Geri hann slíkt ekki fyrir mánaðarmótin er krafan töpuð.

Tvö fyrrum fyrirtæki Hannesar í greiðslustöðvun

Tvö bresk bresk matvælalfyrirtæki sem voru í meirihlutaeigu Hannesar Smárasonar hefur verið sett í greiðslustöðvun. Straumur Burðarás rær nú öllum árum að því að tryggja að rúmlega 6,4 milljarða króna krafa bankans á félögin gufi ekki upp.

VÍS og Sparisjóðurinn AFL í eina sæng

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Sparisjóðurinn Afl hafa samið um að sparisjóðurinn verði umboðsaðili VÍS í Skagafirði og á Siglufirði. Í kjölfarið munu starfsmenn á þjónustuskrifstofu VÍS á Sauðárkróki flytjast yfir til sparisjóðsins. Þetta kemur fram á Feykir.is.

Bakkavör féll um 26,7% í dag

Miklar sveiflur eru á gengi hluta í Bakkavör þessa dagana. Í dag féll gengi Bakkavarar um 26,7% en í kauphöllinni eftir að hafa hækkað um rúm 15% í gærdag.

Hagdeild ASÍ: Kreppan nær botni á fyrrihluta næsta árs

Sú mikla lægð sem gengur yfir íslenskt efnahagslíf nær botni sínum á fyrri hluta næsta árs og fyrir höndum er vinna við að reisa hagkerfið að nýju. Mikill samdráttur í landsframleiðslu leiðir til þess að landsmenn hafa minni verðmæti til skiptanna og tímabundið dregur úr lífskjörum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012.

Samkeppnishæfni Dana á undir högg að sækja

Dönsk yfirvöld hafa nú áhyggjur af minnkandi samkeppnishæfni atvinnulífs landsins. Orsakir þessa eru launahækkanir innanlands og sterkt gengi dönsku krónunnar. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár verður enn verra að því er segir á börsen.dk.

Hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir greiði niður Icesave-skuld

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóðina að Icesave eiga rétt á sér, þ.e. sjóðirnir borgi niður skuldina en fái fjármagn frá ríkissjóði á móti. Með þessu mætti lækka verulega vaxtauppsöfnun fyrir ríkissjóð og slík fjárfesting gæti verið á álitlegum kjörum fyrir lífeyrissjóðina.

OR verður skipt í tvo fyrirtæki

Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur í tvö fyrirtæki, þar sem annað sinnir sérleyfisstarfsemi eins og veitum og hitt sér um raforkuframleiðslu- og sölu, er á lokastigi. Stefnt er að því að skipta fyrirtækinu upp um áramót.

Frekari kaupmáttarskeriðing framundan næstu misserin

Nú hefur kaupmáttur launa ekki verið lægri síðan í árslok 2002 og reikna má með enn frekari kaupmáttarskerðingu næstu misseri. Ljóst er að samningsstaða flestra launþega er nokkuð veik og reikna má með að enn fleiri komi til með að sæta beinum nafnlaunalækkunum.

FME sektar Haga, Askar Capital, HS Orku og fleiri

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta samtals ellefu félög fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Þeirra á meðal eru Hagar, Askar Capital, HS orka og SP-fjármögnun.

FME sektar fjögur bæjarfélög fyrir brot á lögum

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað fjögur bæjarfélög og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins.

Sala hljóðrita dróst saman um 31% milli ára

Sala hljóðrita dróst saman um 31 prósent milli áranna 2008 og 2007 í eintökum talið. Á síðasta ári seldust ríflega 446.000 eintök af innlendum og erlendum hljóðritum á heildsölustigi sem er 200.000 eintökum færra en árið á undan.

Aflaverðmæti eykst um tæp 20% milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 65 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2009, samanborið við rúmlega 54 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 11 milljarða eða 19,7 % á milli ára. Aflaverðmæti í júli nam 11,2 milljörðum króna miðað við 8,9 milljarða í júlí 2008.

Notaði Glitnisbónusinn til að fjárfesta í gardínum

Sveinung Hartvedt fyrrum forstjóri Glitnir Securites í Noregi er hættur í bankageiranum og hefur notað myndarlegar launa- og bónusgreiðslur sínar frá Glitni í fyrra til þess að fjárfesta í fyritæki sem framleiðir gardínur.

Seðlabankinn: Óbreyttir dráttarvextir

Seðlabanki Íslands hefur birt mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Hefur bankinn ákveðið að halda þeim óbreyttum.

Íbúðalánasjóður með útboð á íbúðabréfum

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að efna til útboðs á íbúðabréfum í flokkunum HFF150224, HFF150434 og HFF150644. Íbúðalánasjóður stefnir að því að taka tilboðum allt að fjárhæð 3 milljarðar króna að nafnverði.

Töluverð þörf á endurnýjun

Næstu tuttugu ár spáir Airbus því að Norðurlönd þurfi yfir 400 nýjar flugvélar og ætlar sér helmingshlut í aukningunni. Hún er vegna endurnýjunar.

Segir lausafjárskort ekki hafa fellt bankakerfið

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við háskóla Íslands, segir að bankalán, sem menn fengu til að til að kaupa hlutabréf í bönkum, með veð í þeim sjálfum, felldu bankakerfið, en ekki lausafjárskortur. Sautján hundruð milljarðar króna hafi farið úr bönkunum í svona lán.

Vita ekki hvort bankinn stöðvaði millifærslu Kaupþings

Seðlabanki Íslands vísar til væntanlegrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um hvort bankinn hafi komið í veg fyrir að Kaupþing á Íslandi sendi 150 milljónir punda til dótturfélags síns, Singer&Friedlander, daginn fyrir fall Kaupþings. Engar upplýsingar séu til um þetta í bankanum.

Atorka vill leita nauðasamninga

Stjórn Atorku hefur ákveðið að leggja fram beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um heimild til að leita nauðasamnings við lánardrottna sína. Fjárhagsstaða Atorku breyttist til hins verra við fall íslenska bankakerfisins á haustmánuðum 2008. Fyrir fall bankanna var útlit fyrir að Atorka myndi standa af sér alþjóðlegu efnahagskreppuna. Eftir fall bankanna og mikla gengislækkun íslensku krónunnar varð stjórn Atorku hins vegar ljóst að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja fjárhag félagsins.

Bakkavör hækkaði um 15,4%

Bakkavör hækkaði um 15,4% í kauphöllinni í dag en viðskiptin á bakvið þá hækkun námu tæpum 660 þúsund kr.

Norðurlönd með mikla þörf fyrir nýjar flugvélar

Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir