Viðskipti innlent

Bakkavör féll um 26,7% í dag

Miklar sveiflur eru á gengi hluta í Bakkavör þessa dagana. Í dag féll gengi Bakkavarar um 26,7% en í kauphöllinni eftir að hafa hækkað um rúm 15% í gærdag.

Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,8% og stendur í tæpum 803 stigum. Össur hækkaði um 0,8% og Marel um 0,1%. Hinsvegar lækkaði Century Aluminium um 2,3% og Föroya Banki um 0,7%.

Veltan á skuldabréfamarkaðinum nam 6,5 milljörðum kr. sem er fremur lítið miðað við síðustu vikur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×