Viðskipti innlent

Íslenskar konur afar virkar á vinnumarkaði

Íslenskar konur voru afar virkar á vinnumarkaði árið 2008. Hlutfall þeirra á vinnumarkaði var 84% og starfshlutfall þeirra að jafnaði um 80 af hundraði.

Þetta kemur fram í Norrænum hagtölum 2009, sem gefnar verða út í dag, fimmtudag. Tölfræðin er unnin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og er árbók með hagtölum gefin út samtímis í öllum norrænu ríkjunum.

Þar kemur fram að færeyskar konur tóku íslenskum konum þó fram hvað varðar atvinnuþátttöku, en 90% þeirra eru á vinnumarkaði og er starfshlutfall þeirra að jafnaði 89 prósent.

Íslendingar eru iðnastir allra Norðurlandabúa á Netinu, en 88 prósent þeirra eru á netinu minnst einu sinni í viku. Finnar nota Netið minnst, eða einungis 78 prósent þeirra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×